Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 11
UM AÆTLUNARGERÐ er í orðið í þessari grein, hófst ekki hér á landi fyrr en með starfi þriggja norskra hagfræð- inga, er hingað komu á vegum ríkisstjórnarinn- ar á miðju ári 1961 og dvöldust hér um hálfs árs skeið. Þessir menn voru Per S. Tveite, Olaf Sætersdal og Rolf Thodesen. Tveir þeir fyrr- nefndu voru starfsmenn norska fjármálaráðu- neytisins og höfðu nýlokið störfum við undir- búning norsku áætlunarinnar fyrir árin 1962 —1965. Sá síðastnefndi var starfsmaður norska iðnaðarmálaráðuneytisins og hafði starfað að þeim hluta norsku áætlunarinnar, sem um iðn- að fjallaði. Um svipað leyti var starf hagdeild- ar Framkvæmdabankans að gerð þjóðhags- reikninga komið það langt áleiðis, að hægt var að nota þá reikninga sem grundvöll áætlana. Norsku hagfræðingarnir reyndu í aðalatrið- um að beita hér sömu aðferðum og notaðar höfðu verið við áætlunargerð í Noregi. Á þessu reyndust þó, eins og að líkum lætur, miklir og margvíslegir örðugleikar. Tím- inn, sem ætlaður var til verksins, var of skammur. Upplýsingar voru ónógar og að nokkru óáreiðanlegar. Aðstoð af hálfu Islend- inga var ónóg, og kom þar m. a. til eins og oft endranær, að athygli ríkisstjórnar og emb- ættismanna beindist að miklu leyti að að- kallandi efnahagsvandamálum. Það kom svo að lokum til, að engin stofnun var í landinu, er starfað gæti að áætlunargerð með hinum norsku hagfræðingum og haldið starfinu áfram við brottför þeirra. Af þessum sökum var ekki hægt að ljúka samningu áætlunar meðan norsku hagfræðingarnir dvöldust hér, né halda verkinu áfram þegar í stað, eftir að þeir fóru. Þegar Efnahagsstofnunin hafði tekið til starfa, var þráðurinn tekinn upp að nýju seint á árinu 1962. Árangurinn af því starfi var þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 1963—1966, sem lögð var fram á Alþingi í apríl 1963. Síðan starfinu að þeirri áætlun lauk, hefur Efnahagsstofnunin haldið áfram að starfa að áætlunargerð, að því leyti, sem tóm hefur gefizt til vegna annarra verk- efna, sem talin hafa verið meir aðkallandi í svipinn. Þetta starf hefur fyrst og fremst beinzt að starfsemi opinberra aðila, einkum sam- göngumálum og byggingu skóla og sjúkrahúsa. Þá hefur einnig verið hafið starf að landssvæð- isáætlun fyrir Vestfirði. Almenn þróun efna- hagsmála á árinu 1963 og á fyrstu mánuðum ársins 1964 hefur að sjálfsögðu stórlega tor- veldað alla áætlunargerð og beint athygli rík- isstjórnar og embættismanna að öðrum verk- efnum. Reynslan af áætlunargerð hér á landi Enda þótt stuttur tími sé liðinn, síðan farið var að starfa að áætlunargerð hér á landi, er þó nóg reynsla fengin til þess að hægt sé að gera sér nokkra grein fyrir skilyrðum áætl- unargerðar, þeim sérstöku erfiðleikum, sem henni mæta, og þeim árangri, sem hugsanlega sé af henni að vænta á næstu árum. í stuttu máli bendir þessi reynsla til þess, að erfiðara sé að fást við áætlunargerð hér á landi en í nálægum löndum og minni árangurs sé af henni að vænta. Jafnframt hefur starfið að áætlunargerðinni leitt í Ijós skýrar en áður ýmis sérkenni íslenzkra efnahagsmála og ís- lenzks þjóðfélags. Þeir erfiðleikar, sem áætlun- argerð mættu, urðu til þess, að fyrirætlanir um gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir árin 1963—1966 breyttust mjög á meðan á undirbúningi þeirrar áætlunar stóð. Áætlunin varð að lokum annars og almennara eðlis en upphaflega hafði verið ætlunin. Hinir sérstöku erfiðleikar við áætlunargerð hér á landi eru einkum fólgnir í tvennu. í fyrsta lagi skortir einingar efnahagslífsins, bæði þær, sem eru utan, og þær, sem eru inn- an hins eiginlega valdsviðs ríkisins, styrkleika, þroska og reynslu til að móta ákveðna stefnu, til að velja á skipulegan hátt á milli leiða og til að setja fyrirætlanir sínar fram í búningi áætl- ana. I öðru lagi skortir ríkisvaldið að verulegu 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.