Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 19

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 19
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI Vöruverð, vörutegundir, hafnargjöld. Farmgjöld Skipaútgerðar ríkisins eru mis- jöfn eftir vörutegundum. Að nokkru er þetta eðlileg afleiðing mismunandi farmgjalda í inn- flutningi. En mismunurinn nær einnig til inn- lendra vörutegunda. Eðlilegt er að mismunandi farmgjalda sé krafist, þegar miðað er við þyngdareiningu. Rúmtak varanna í hlutfalli við þyngd er mjög mismunandi. Ennfremur eru sumar vörur erf- iðari í meðförum en aðrar og þannig dýrari í flutningi. Flutningi mjög dýrra vara fylgir og aukin áhætta, og því eðlilegt að farmgjöld fyrir þær séu nokkru hærri en sem samsvarar þyngd og rúmtaki. Oðru máli gegnir um hafnargjöldin. Erfitt er að finna rök fyrir mismunandi hæð þeirra eftir vörutegundum. Hafnargjöld eru sums- staðar 50—60 sinnum hærri fyrir tóbak og brennivín en fyrir salt eða járn. Þó hafnar- gjöldin séu venjulega einungis 5—10$ af farm- gjöldunum, geta þau orðið 30$ á sumum vöru- tegundum. Þegar svo er komið, eru þau farin að hafa áhrif á verkaskiptingu samgöngutækj- anna. Skipting vara í vöruflokka er einnig mjög nákvæm og flókin. í reglugerð einnar hafnar- innar eru t. d. grænsápa, zink og öl i einum gjaldflokki, hjólbörur, kaffi og hverfissteinar í öðrum og hljómplötur, sprengiefni, kókó og peningaskápar í þeim þriðja. Ekki virðist mögulegt að koma auga á skynsamlega ástæðu fyrir reglum þessum, og notkun þeirra krefst mikillar sérþekkingar. Vörur munu yfirleitt vera álíka dýrar í geymslu í höfn eins og í flutningi. Sýnist því liggja beint við að sam- ræma hafnargjöld og farmgjöld að verulegu leyti. Raunverulegur kostnaður við meðferð vörunnar er eini rétti verðákvörðunargrund- völlurinn. Sé honum ekki fylgt, leiðir það til þess, að vörur eru fluttar með öðrum hætti og með öðrum samgöngutækjum en þjóðfélag- inu er hagkvæmast. Sé hafnargjöldum á sum- um vörum haldið mjög háum, getur það jafn- vel leitt til þess, að vörur séu fluttar með flug- vélum, enda þótt það hafi í för með sér gífur- legan aukakostnað fyrir þjóðfélagið. Tillaga um nýja reglugerð um farmgjöld í strandflutningum. Af framansögðu er ljóst, að mikið getur áunnist við gerð og gildistöku nýrrar reglu- gerðar um farmgjöld, sem byggð væru á raun- verulegum flutningskostnaði. í fyrstu verður að leggja kostnaðarreikninga núverandi flota Skipaútgerðarinnar til grundvallar. í reikn- ingshaldi Skipaútgerðarinnar er auðvelt að finna flutningskostnað á sjómílu og út- og uppskipunarkostnað. Hvort einskorða á sig við fulla greiðslu útgerðarkostnaðar, er svo annað mál, sem nánari athugunar þarf við. Að lík- indum fengju skipin meira að flytja, er ný reglugerð gengi í gildi, og tekjur útgerðar- innar ættu að hækka. En veigamikla orsök tapreksturs útgerðarinnar er þó að finna kostn- aðarmegin, eins og nánar verður rætt í sér- stökum kafla. Nota þarf sömu vöruflokkun hvað snertir hafnargjöld og notuð yrði í hinni nýju farm- gjaldareglugerð. Sjálfa upphæð gjaldanna er hægt að laga að þörfum hverrar hafnar fyrir sig. Hin nýja reglugerð myndi hafa í för með sér, að farmgjöld á löngum leiðum yrðu hærri en á stuttum. Ekki mun þetta leiða til veru- legra verðhækkana, ef hagsýni er gætt. Slík er reynslan í Noregi, þar sem verð á matvör- um er ekki hærra í Norður-Noregi en í Bergen og Ósló, enda þótt verðjöfnun flutninga hafi verið afnumin. Sé talið rétt að jafna vexð ákveðinna vörutegunda eftir landshlutum, má gera það með verðjöfnunarsjóðum, eins og gert er hér með benzín og olíu. Þannig er farið að með komvörur og fleiri vömr í Nor- egi, en fyrirkomulagið ætíð haft þannig, að bæði framleiðendur og neytendur hafi hag af sem ódýrustum flutningum. Um leið og farmgjöld Skipaútgerðarinnar 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.