Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Qupperneq 20

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Qupperneq 20
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM eru endurskoðuð, þarf að endurskoða og sam- ræma farmgjöld flóabátanna. Æskilegt er, að allir opinberir eða hálfopinberir sjóflutningar með ströndum fram séu samræmdir og sömu- leiðis styrkveitingar til slíkra flutninga. Sköttun vörubifreiða. Verulegan og vaxandi hluta alls vegaslits má skrifa á reikning hinna þungu vörubíla. Þeir valda og miklu um lagningarkostnað veg- anna, þar sem burðarþol nýrra akvega verður að miðast við þá. Eigi að takast að koma á hagkvæmari verkaskiptingu samgöngutækja, er því nauðsynlegt að taka við verðlagningu flutninga vörubílanna tillit til þess kostnaðar, sem þeir valda vegagerðinni og öðrum opin- berurn aðilum. Þetta verður að gerast þannig, að benzín- og þungaskattur séu miðaðir við raunverulegan kostnað vegakerfisins af vöru- bílum. Þessi mál eru nú í nákvæmri athugun í Noregi, og þegar niðurstöður þeirrar athug- unar hggja fyrir, ætti að vera hægt að hag- nýta niðurstöðurnar á íslandi. Til greina kem- ur að taka hér á landi upp greiðslu skatts af dísilbílum eftir akstursmæli. Mætti þá inn- heimta kílómetragjald, sem samsvaraði gjöld- um af jafnstórum benzínknúnum bílum. Slíkt kerfi er notað í Noregi og hefur gefizt vel. Uppbygging vegakerfisins. Gerð vega, hagkvæmni og öryggi. Eigi að leggja veg fyrir mikinn hraða í erfiðu landslagi, verður að gera ráð fyrir, að lagningin verði dýr. Nauðsyn góðs útsýnis við mikinn hraða gerir það að verkum, að jafna verður úr hæðum og draga úr beygjum. Sé umferð lítil, svarar slík fjárfesting ekki kostn- aði, þar sem alltof fáir bílar geta notið góðs af henni. Umferð á íslenzka vegakerfinu er víðast hvar svo lítil, að í erfiðu landslagi verð- ur að miða við lítinn hraða (40—50 km/klst.). Við þær aðstæður verður að miða gerð vegar- ins fyrst og fremst við umferðaröryggi. Víða á íslandi er landslagið opið og víðsýni mikið. Við slíkar aðstæður er vegagerðarkostn- aður lítt háður umferðahraða, nema að því leyti sem mildll hraða krefst nokkuð meiri breiddar en ella væri þörf á. Þegar landið verður erfiðara yfirferðar, verður hins vegar að lækka hraðamörkin, en það hefur í för með sér aukna slysahættu. Oryggissjónarmið krefjast þess oft undir slíkum kringumstæðum, að lagt sé í aukna fjárfestingu til þess að ekki þurfi að draga mjög snöggt úr hraðanum. Um kröfur til burðarþols vega gegnir svip- uðu máli og um gæðakröfur vegna hraða. Sé umferð þungra bifreiða lítil, svarar ekki kostn- aði að leggja veg með miklu burðarþoli. Eigi hins vegar yfirleitt að leggja veg, sem opinn sé fyrir almennri umferð, verður hann a. m. k. að geta borið stóran almenningsvagn. Kostn- aður burðarlags og yfirborðs aukast eftir því, sem meiri kröfur eru gerðar til burðarþols, en aukning kostnaðar fer minnkandi eftir því, sem burðarþolið eykst. Nokkuð svipuðu máli gegnir um brýr. Þó eykst kostnaður við brúar- byggingar tiltölulega lítið með vaxandi burðar- þoli. Þetta gerir það að verkum, að ráðlegt getur verið að auka burðarþol brúa meira en almennar öryggiskröfur og umferð almenn- ingsvagna gerir nauðsynlegt. Aætlun um bifreiðafjöldann. Til þess að gera sér grein fyrir aukningu umferðarinnar í framtíðinni hefur verið gerð áætlun eða spá um fjölda bifreiða fram til 1985 (sjá töflu 4). Gert er ráð fyrir svipaðri þróun hlutfallsins á milli fólksbíla og íbúa- fjölda og átt hefur sér stað í löndum, sem komin eru lengra í hagþróun, svo sem Banda- ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð. Samkvæmt spánni eykst bifreiðafjöldi í um 92.000 1985, þar af er gert ráð fyrir að fólksbílar verði um 82.000. Almenningsbílum og vörubílum mun fjölga mun hægar en fólksbílum. Hin mikla bifreiðafjölgun mun koma mest fram þar, sem fólkið er flest. Þannig bendir 18

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.