Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Side 22

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Side 22
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM legu vegarins í þrívíðu rúmi. Ákjósanleg- astur ferill er bein lína á sléttum fleti, þannig að ókostir vegar stafa af beygjum og mishæðum, er draga úr færum og tryggum ökuhraða. 3. Hve mikinn hluta ársins vegurinn er op- inn. Hægt er að hugsa sér matskerfi, byggt á þessum atriðum, sem hér segir. Hverjum vegi eða vegarkafla er gefin einkunn fyrir hvert atriðanna (prófsteinanna). Þessum einkunnum þarf svo að gefa ákveðna þyngd (margfald- ara) eftir hlutfallslegu mikilvægi þeirra. Að síðustu er reiknuð meðaleinkunn vegarins. Hér á eftir fer yfirlit yfir slíkt matskerfi. Prófsteinn Einkunn Þt/ngd 1. Burðarþol og Ágætt .. 5 uppbygging Gott .. 3 Pi. Lélegt .. 1 di = 30 Ónothæft ........ 0 2. Ferill (linje- Yfir 60 km/klst. 5 föring), sem 50—60 km/klst. 3 ákvarðast eftir 40—50 km/klst. 1 d2 = 30 mögulegum öku- undir 40 km/klst. 0 hraða léttra bif- reiða við góð skilyrði P2. 3. Færni, þ. e. hve Allt árið ......... 5 lengi vegurinn 9—11 mán..........3 er fær venjulegri 5—8 mán..........2 ds = 40 umferð, 2—5 mán..........1 P3. minna en 2 mán. 0 Einkunnirnar fyrir hvern veg eru Pi,, P2, og Pa. Meðaleinkunnin (gæði vegarins, G) reiknast þá þannig: ^ Pidi + P2d2 + Pada G - 100 Hér er lagt til, að þyngdartölur prófstein- anna séu 30, 30 og 40, en þessum þyngdum má að sjálfsögðu breyta. Þegar meta skal vegakerfið samkvæmt slíku kerfi, þarf að skipta því í vegi eða vegarkafla á raunhæfan hátt. Rétt er að skipta vegunum þar, sem þýðingarmikil vegamót valda skilum á magni umferðar. Nauðsynlegt er að byggja slíka skiptingu á góðum umferðartalningum. Vegamálastjórnin hefur að miklu leyti nú þegar upplýsingar um burðarþol og uppbygg- ingu veganna, svo og hve lengi þeir eru opnir venjulegri umferð á vetrum. Að þessu leyti er aðallega um að ræða niðurröðun og kerfun fyrirliggjandi upplýsinga. Oðru máli gegnir um upplýsingar um feril (linjeföring) veganna. Til þess að mæla hann, þ. e. a. s. mögulegan ökuhraða, þurfa tveir menn að aka saman í vel búnum fólksbíl. Annar þessara manna þyrfti að hafa verkfræðimenntun. Jafnframt því, að þeir mæli hraðatakmörk veganna, geta þeir safnað viðbótarupplýsingum um annað ástand þeirra, svo sem uppbyggingu og burð- arþoh Til tryggingar samræmis í mati allra millibyggðavega er þýðingarmikið, að sömu menn meti þá alla. Meta þarf vegina kílómetra fyrir kílómetra, því gæði ákveðins vegar geta verið mjög mismunandi. Þó skal tekið fram, að sá prófsteinn, hvort vegur sé opinn venju- legri umferð, hlýtur að gilda fyrir veginn sem heild. Lokist einn eða fleiri kílómetrar vegar ákveðinn hluta árs, skoðast vegurinn allur lok- aður. Séu tveir vegir af sömu gæðum, er eðlilegt, að sé sem hefur meiri umferð, sé endurbættur á undan hinum. Taka þarf því meðal sumar- dagsumferð veganna inn í matskerfið, þegar finna skal forgangsröð framkvæmda. Rétt er að mæla umferðina í bíleiningum, þar sem fólksbílar eru lagðir til grundvallar, en um- ferð vöru- og almenningsbíla margfölduð með þremur. Við gerð vegaáætlunar, að loknu slíku gæða- mati allra millibyggðavega, kæmi í ljós, að miðað við ráðstöfunarfé samkvæmt áætlun- inni yrðu vegir, sem hefðu heildareinkunn undir ákveðnu lágmarki, endurbættir á því áætlunartímabili. Þó verður að taka tillit til nýtingar véla og vinnuafls við endanlega 20

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.