Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 27

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 27
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI vellinum en bíllinn til allrar ferðarinnar. Það skiptir þó enn meiru máli í þessu sambandi, að farþegafjöldinn í stuttum ferðum sem þess- um er að jafnaði mjög lágur, og kostnaður því mikill á hvern farþega. Enda þótt flugsamgöngum sé haldið uppi á milli staða sem þessara, verður samt sem áður að leggja vegi og halda þeim við og reka almenningsvagna. Ferðir á milli slíkra staða eru flestar stuttar dagferðir, til og frá skóla, til innkaupa eða flutningar með neyzluvörur og annað. I fáum orðum má segja, að vegur getur komið í stað lítils flugvallar, en flug- völlur ekki í stað vegar. Þótt tímasparnaður sé mikill í flugi, þarf farþegafjöldi að vera mjög mikill á leiðum sem þessum til að flugið borgi sig. Ef almenningsbíll hinsvegar fer þessa leið hvort eð er, er viðbótarkostnaður hans við að bæta flugfarþegunum í farþegahópinn lítill eða enginn. Of fámennt er á ýmsum þeim stöðum, sem nú er flogið til, til að fast áætlunarflug þangað sé til frambúðar. Réttara er að hjálpa þeim stöðum, sem búa við erfiða aðstöðu til sam- gangna, með því að leggja fé í vetrarfæra vegi til þeirra aðalflugvalla, sem flogið er reglulega til, heldur en með því að reyna að halda uppi áætlunarflugi til þeirra. Bæði ferða- menn, flugfélög og þjóðfélagið sjálft hefur meiri hag af slíku. Nokkru öðru máli gegnir um flugvelli til millilendingar á leið til og frá aðalflugvelli, hvort sem er reglulegra millilendinga eða óreglulegra. Millilending kostar mun minna en sérstök flugferð, og farþegatala þarf ekki að vera eins há. Auðvelt er að reikna út kostn- að við millilendingar með sömu hjálpargögn- um og notuð voru við útreikningana hér að framan. Flugvélakostur framtíðarinnar. Verulegur halli hefur yfirleitt verið á innan- landsflugi. Þannig var þetta t. d. á árinu 1962, en mun hafa lagast talsvert síðan. Auk þess er mikill halli á rekstri hinnar opinberu flug- þjónustu fyrir innanlandsflugið. Líta má á hallarekstur þennan sem niðurgreiðslur, ann- ars vegar frá millilandaflugi F. í., hins vegar frá ríkinu. Ekki virðast miklir möguleikar á ódýrara innanlandsflugi í framtíðinni. Flugfélag ís- lands notar nú aðallega Douglas DC-3 og DC-4 flugvélar. Flugvélar þessar eru smíð- aðar á stríðsárunum, og viðhaldskostnaður þeirra er mjög hár og vaxandi. Bráðlega verð- ur ný flugvélategund, Fokker F-27 Friendship, tekin í notkun. Hinar eldri flugvélar hafa að mestu verið afskrifaðar, en hin nýja Fokker vél kostar 40—45 m.kr. og hækkar afskriftaliður kostnaðarreikninga F. I. þá mikið. Áhafnar- laun verða og hærri á hinni nýju Fokker-vél en á DC-3 vegna stærðarmunar. Ekki er auð- velt á þessu stigi málsins að segja fyrir um það, hver áhrif tilkoma hinnar nýju vélar hef- ur á afkomu innanlandsflugsins. Ef samgöngukerfi landsins á að byggjast upp á heilbrigðan hátt, verður að leggja áherzlu á, að einstakir þættir þess standi fjár- hagslega á eigin fótum. Ef einn þátturinn, t. d. strandferðir eða innanlandsflug, fær styrki annars staðar að, skapar það misræmi í kerf- inu, og getur leitt til almennrar niðurgreiðslu samgangna. Slíkar niðurgreiðslur gera það að verkum, að samgöngur verða óeðlilega ódýr- ar miðað við önnur gæði þjóðfélagsins, en það getur svo aftur leitt til öfugþróunar í hagnýt- ingu auðlinda landsins og í búsetu. Hér að framan hefur verið sýnt fram á hina veiku samkeppniaðstöðu flugvéla gagnvart al- menningsbílum á stuttum vegalengdum. Hag- kvæmni flugvélanna kemur fram á löngum vegalengdum, svo og í hæfni þeirra í erfiðu landslagi. Flugfélag Islands flýgur nú reglu- lega til um 10 flugvalla. Milli nokkurra þeirra er tiltölulega stutt, eins og á milli Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur. Endurbætur vega- kerfisins umhverfis aðalflugvellina geta leitt til, að farþegafjöldi um þá aukist, svo og að 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.