Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Qupperneq 43

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Qupperneq 43
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1963 svipuð og árið áður. Nokkur samdráttur varð í byggingu útihúsa, en jarðrækt jókst að sama skapi. Ræktun. í töflu 5 er yfirlit yfir ræktunar- framkvæmdir árin 1961—1963. Nýrækt túna var með mesta móti árið 1963, en nýræktin er langstærsti liður ræktunarframkvæmdanna. Vélgröftur skurða jókst um 37.9% frá árinu áð- ur, en framkvæmdir við girðingar drógust nokkuð saman. Nýr liður er talinn meðal rækt- unarframkvæmda árið 1963, vélgrafin ræsi. Við þessar framkvæmdir var notað nýtt jarðyrkju- verkfæri, ræsaplógur, finnskur að uppruna. Útihúsabyggingar. Minna var byggt af úti- húsum 1963 en 1962. Nemur samdrátturinn um 8.2% og kemur einkum fram í minni bygg- ingu þurrheyshlaða, fjósa og súgþurrkunar- kerfa. Hins vegar varð aukning í byggingu fjárhúsa og nokkurra annarra smærri liða úti- húsabygginga, eins og sjá má af töflu 6. Vélar og tæki. Búvélakaup bænda voru mjög mikil á árinu 1963. í töflu 7 er yfirlit yfir tölu innfluttra búvéla árin 1961—1963. Eins og þar kemur fram, varð aukning á innflutningi allra meiri háttar búvéla nema múgavéla frá 1962 til 1963. Mest varð aukningin í innflutningi hjóla- dráttarvéla. Þá varð sú breyting á innflutn- ingi hjóladráttarvéla á árinu 1963, að mikill meirihluti þessara véla voru nýjar, en næstu ár á undan voru notaðar vélar í meirihluta. Fjármunamyndun í vélum og tækjum landbún- aðarins jókst um 85.3% frá 1962 til 1963, ef miðað er við fast verðlag. Nokkur lækkun varð á aðflutningsgjöldum á búvélum, aðallega á hjóladráttarvélum, með hinni nýju tollskrá, sem tók gildi vorið 1963. Hefur þessi lækkun vafalaust átt einhvem þátt í hinum auknu búvélakaupum. Fiskveiðar Árið 1963 nam fjármunamyndun í fiskveið- um 352 millj. kr. á verðlagi þess árs. Er þá bú- ið að draga frá fjármunamynduninni útflutn- ingsverðmæti tveggja togara, sem seldir voru úr landi á árinu. Magnaukning frá árinu 1962 er um 90.1%. Fjármunamyndun í bátum einum sér jókst hins vegar um 109%. Togarar. Enginn togari var keyptur til lands- ins á árinu 1963, en fjórir togarar voru felldir niður af skipaskrá, þar af voru tveir seldir úr landi, og er söluandvirði þeirra fært sem frá- dráttarliður. Bátar. Bátakaup voru mjög mikil á árinu 1963. Inn voru fluttir 31 fiskibátur samtals 5.427 rúmlestir brúttó, en innanlands voru smíðaðir 20 fiskibátar samtals 646 rúmlestir brúttó. Á árinu 1963 hefur bátaflotanum þannig bætzt 51 skip samtals 6.073 rúmlestir að stærð. Er þetta heldur meiri aukning en árið 1960, en þessi tvö ár ásamt árinu 1964 skera sig úr, hvað bátakaupin snertir. Eins og sjá má af tölunum hér að framan, er meðal- stærð innfluttu bátanna miklu meiri en þeirra, er smíðaðir eru innanlands. Flestir innfluttu bátanna eru úr stáli, smíðaðir í Noregi. Yfirlit yfir breytingar fiskiskipaflotans og stærð hans í árslok 1963 er gefið í töflu 8. Töl- ur um fjölda báta og stærð bátaflotans eru samkvæmt skipaskrá, en nokkrir þeirra báta, sem fluttir voru inn á árinu 1963, voru óskráðir í árslok. Liðurinn vélar og endurbætur nær til þeirra vélakaupa og endurbóta, sem Fiskveiðasjóður íslands lánar til. Þykir réttara að líta á þessar framkvæmdir sem fjármunamyndun heldur en eðlilegt viðhald. Með tilliti til eðlis þessara framkvæmda eru þær þó varlega metnar til verðmætis. Iðnaður Fjármunamyndun í iðnaði var mikil á árinu 1963 og hefur ekki áður verið meiri. Aukning- in frá árinu áður er um 21%, ef miðað er við fast verðlag. Vinnsla landbúnaðarafurða. Mikil aukning varð á framkvæmdum í þessari grein frá ár- 41

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.