Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 20
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
JÓLASTEMMNING Ljósmyndarar Fréttablaðsins fönguðu hugljúfa jólastemningu í miðbæ Reykjavíkur, Smáralind og Kringlunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR, VALLI ,VILHELM
VIÐSKIPTI Jólaverslun er almennt
sögð hafa farið vel af stað í nóvem-
ber og líklegt talið að töluvert sé um
að heimilin endurnýi hjá sér raftæki
og húsgögn. Verslun fyrir jólin nær
hápunkti þessa dagana og fóru ljós-
myndarar Fréttablaðsins á stúfana í
helstu verslunarkjörnum höfuðborg-
arinnar í gær.
Rannsóknasetur verslunar-
innar spáir um fjögurra prósenta
raunvexti í verslun fyrir þessi jól.
Veruleg aukning varð í nóvember í
sölu á varanlegum neysluvörum á
borð við stór raftæki og húsgögn,
að því er fram kemur í nýrri sam-
antekt Rannsóknaseturs verslun-
arinnar á Bifröst. „Sala á snjall-
símum jókst um 168,8 prósent á
föstu verðlagi í nóvember miðað við
sama mánuð í fyrra sem er fyrst og
fremst vegna þess að hafin var sala
á nýrri útgáfu snjallsíma í byrjun
mánaðarins,“ segir í umfjöllun RSV.
Sala húsgagna jókst um 26,6 prósent
og þar af jókst sala á rúmum um
45,7 prósent. „Velta í sölu á stórum
raftækjum eins og þvottavélum og
ísskápum, svokölluðum hvítvör-
um, jókst um 30,4 prósent og sala
á minni raftækjum, sjónvörpum
og hljómflutningstækjum um 22,1
prósent.“
Velta í dagvöruverslun jókst lítil-
lega í nóvember og samdráttur varð
í sölu áfengis miðað við sama mánuð
í fyrra. Þó er tekið fram að í fyrra
voru fimm föstudagar í nóvember en
nú voru þeir fjórir. „Föstudagar eru
söluhæstu dagarnir í þessum vöru-
flokkum.“ Þegar leiðrétt hefur verið
fyrir þessum dagamun kemur í ljós
að velta dagvöru jókst um 2,2 pró-
sent og áfengis um 3,8 prósent. - óká
Raftæki og húsgögn vinsæl:
Varanlegar
neysluvörur
taka kipp
Vöruflokkur Hlutfallsbreyting
Dagvara 3,0%
Áfengi 4,1%
Föt -0,4%
Skór -1,9%
Húsgögn 15,4%
Byggingavörur 11,2%
Raftæki 26,4%
*Jan.-nóv. 2013 til jan.-nóv. 2014
Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar
VELTUÞRÓUN*