Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 52
14 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 Fyrir 60 árum uppgötvaðist vít- amín-líkt efni sem virtist spila stórt hlutverk í nýtingu stein- efna, vörn gegn tannskemmdum, vörn gegn hjartasjúkdómum og ýmislegt fleira. Þetta nýja efni var kallað Activator-X og var í raun ekki skilgreint sem K2-vít- amín fyrr en árið 1997, næstum 40 árum eftir uppgötvun. Það er svo að koma betur og betur í ljós hversu gríðarlega mikilvægt þetta efni er fyrir heilbrigða lík- amsstarfsemi. Efnafræðilegt hlutverk K2 er að hjálpa kalki að komast á rétta staði í líkamanum, eins og t.d. til tanna og beina. Það stuðlar einnig að því að hindra kalkmyndun á óæski- legum stöðum, eins og í æðum og mjúkvef og er því mikilvæg for- vörn t.d. gegn æðakölkun. K-vítamín eru tvenns konar; K1 og K2. Þau hafa ekki sömu virkni, en bæði vinna þau gegn beinþynn- ingu og vinna gegn áverkum en K1-vítamín hefur ekki sömu eig- inleika til að flytja kalk og K2-vít- amín. Helsta uppspretta K1-vítam- íns er úr blaðgrænmeti en K2 má helst finna í dýrum sem éta gras og jurtir og framleiða K2-vítam- ín úr K1-vítamínum sem þau inn- byrða. Í hinum vestræna heimi okkar er almennt mikill skortur á K2-vít- amíni en hér á Íslandi er mikið af grasfóðruðum dýrum og því ætti að vera nóg af K2-vítamíni í inn- lendu dýrakjöti og mjólkurvörum. Sú fæðutegund sem er ríkust af K2 er sennilega gæsalifur, feitt kjöt og innmatur úr dýrum en eggja- rauða, smjör (eða ghee), kjúkling- ur og mygluostar eru líka stútfull- ir af K2-vítamíni. Grænmetisæt- ur geta fengið K2 úr natto, sem er japanskt að uppruna og búið til úr sojabaunum með vissri bakteríu, eða úr súrkáli. Flest bætiefni með K2 eru unnin úr natto. Það er enn þá erfitt að mæla magn K2-vítamíns í líkamanum og því erfitt að segja til um hvort skortur sé á því hjá þér. Áður en þú ferð og kaupir þér fullt af bætiefn- um skaltu byrja á að skoða matar- æðið. Þú þarft ekki mikið til að fá fullnægjandi magn af K2-vítamín- um, t.d. eru tvær eggjarauður með fínan dagskammt af K2. Ef þú borðar hollt fæði ættirðu að fá nóg af K2 en sem forvörn gegn áðurnefndum kvillum gæt- irðu bætt K2-vítamíni við sem fæðubót. HEFURÐU HEYRT UM K2-VÍTAMÍNIÐ? Lítið hefur verið talað um vítamínið K2 en það sinnir því mikilvæga efnafræðilega hlutverki að halda kalkinu í líkamanum í jafnvægi. Mikilvægt er að borða reglulega góðan skammt af salati. Það er til gamalkunn mýta að óléttar konur eigi helst að vera pakkaðar inn í bómull á með- göngunni. Þær eigi helst ekki að lyfta litla fingri og guð forði þeim frá því að hreyfa sig eitt- hvað af viti. Staðreyndin er þó allt önnur, óléttum konum er ráðlagt að hreyfa sig í um 30 mínútur á dag, rétt eins og öllum öðrum. Líkamsrækt hefur að sjálfsögðu góð áhrif á óléttar konur eins og alla aðra og getur bætt almenna líkamlega og and- lega líðan og reynt að undirbúa konur, upp að einhverju marki, undir átökin sem fæðing barns er. Hún getur einnig dregið úr öðrum leiðinlegum fylgikvillum meðgöngu eins og t.d. bakverkj- um, bjúgsöfnun, hægðatregðu og fleira. Það er ýmiss konar hreyfing í boði sérstaklega fyrir óléttar konur eins og t.d. sund, jóga og styrktarþjálfun. Hafi konur stundað almenna hreyfingu áður en þær urðu óléttar er þeim óhætt að halda þeirri hreyfingu áfram á með- göngu, en þurfa að hafa í huga að hreyfingin er gerð til að við- halda líkamlegri hreysti og vellíðan, ekki til þess að bæta árangur eða grennast. Þær konur sem stundað hafa hreyf- ingu af mikilli ákefð fyrir með- göngu gætu þurft að hægja á sér eftir því sem líður á með- gönguna og gera ráð fyrir því að geta þeirra á æfingum minnki og verði sífellt minni eftir því sem nær dregur að settum degi. Hér þarf bara að hafa almenna skynsemi í huga og ekki láta kappsemina taka yfir. Oft er talað um að gott sé að miða við að geta haldið uppi samræðum á meðan á hreyfingu stendur án þess að standa á öndinni. Þeim konum sem ekkert hafa hreyft sig fyrir meðgöngu er ráðlagt að byrja að hreyfa sig á meðgöngunni en fara rólega af stað. Gott er þá að miða við u.þ.b. 10 mínútna hreyfingu á dag, nokkrum sinnum í viku og auka svo hægt og rólega upp í 30 mínútur á dag. Sú hreyfing sem hentar þessum konum vel gæti verið göngutúrar eða sund- ferðir, sem og ýmsir opnir tímar sem óléttum konum standa til boða en þá þarf að byrja hægt og ætla sér ekki um of. Ýmis konar vandamál geta þó komið upp á meðgöngu, eins og t.d. ógleði, grindargliðnun, há- þrýstingur, verkir í liðum og margt fleira og alltaf þarf að ráðfæra sig við ljósmóður eða lækni áður en líkamsrækt er stunduð á meðgöngu. Sjálf á ég einn 18 mánaða orkubolta sem tók virkilega á að ganga með. Meðgangan byrjaði á mikilli og endalausri ógleði og uppköstum í fjóra mánuði sem varð til þess að ég gat ekkert hreyft mig í byrjun meðgöng- unnar. Mikið var ég fegin þegar þessu tímabili lauk og ég hlakk- aði til að geta klárað með- gönguna án þess að líða svona illa og geta hreyft mig. Það varð þó ekki raunin þar sem ég fékk slæma grindargliðn- un þegar ógleðinni lauk, sem varð til þess að ég vaggaði um eins og mörgæs, gat ekki geng- ið meira en nokkra metra án þess að fá verki og þurfti að hætta að vinna tveimur mánuð- um fyrir settan dag. Það sem hjálpaði mér þó heilmikið með verkina var að fara í meðgöngu- sund. Mér fannst æðislegt að geta hreyft mig í sundlauginni og spriklað án þess að finna til. Ég fór líka til sjúkraþjálfara í hverri viku og stundum tvisvar sinnum í viku sem bjargaði mér algjörlega. Ég mæli eindregið með því að allar konur sem geta og mega hreyfi sig á meðgöngu. Þessi tími getur tekið virkilega á og því finnst mér að allar ólétt- ar konur ættu að gera allt sem þær geta til þess að láta sér líða betur, til þess að auka líkurn- ar á því að fæðingin gangi vel og að þær verði fljótar að jafna HREYFING Á MEÐGÖNGU Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. . „Í hinum vestræna heimi okkar er almennt mikill skortur á K2-vítamíni.” Ómar Ómar Ágústsson íþróttaþjálfari Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur „Hafi konur stundað almenna hreyfingu áður en þær urðu óléttar er þeim óhætt að halda þeirri hreyfingu áfram.“ sig eftir fæðinguna. Til þess að geta hugsað um einhvern annan verður maður að hugsa fyrst um sjálfan sig. Því er meðganga tilvalinn tími til þess að reyna að temja sér þá reglu að vera heilsu- hraustur, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir litla krílið sem maður gengur með. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík METSÖLULISTI IÐU Orðbragð Bragi Valdimar Skúlason & Brynja Þorgeirsdóttir Knúsbókin Jóna Valborg Árnadóttir & Elsa Nielsen Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir Í kjölfar jarla og konunga Þorgrímur Gestsson Þrettán dagar til jóla Brian Pilkington Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 03.12.14 - 10.12.14 Reykjavík sem ekki varð Anna Dröfn Ágústsdóttir & Guðni Valberg DNA Yrsa Sigurðardóttir I Love Being Alive Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Viltu vita meira um líkamann?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.