Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 78
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 48
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
5.12.2014 ➜ 11.12.2014
1 Ýmsir SG jólalögin
2 Helgi Björns Eru ekki allir sexý
3 Skálmöld Með vættum
4 Páll Rósinkranz 25 ár
5 Ýmsir Fyrir börnin
6 Ýmsir Pottþétt jól (2014)
7 Óskalög þjóðarinnar
8 Gissur Páll Aría
9 Raggi Bjarna 80 ára
10 Ýmsir Pottþétt 63
1 Jón Jónsson Gefðu allt sem þú átt
2 Hozier Take Me To Church
3 Amabadama Gaia
4 Ed Sheeran Thinking Out Loud
5 Ásgeir Trausti Stormurinn
6 Máni Orrason Fed All My Days
7 Kaleo All The Pretty Girls
8 George Ezra Blame It On Me
9 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk
10 Meghan Trainor Lips Are Movin
Í dag fer fram stjórnarfundur
STEFs, Sambands tónskálda og
eigenda flutningsréttar en eftir
fundinn verða upplýsingar birtar
um síðustu úthlutunina á STEF-
gjöldum, sem Dr. Gunni gerði
athugasemdir við á miðvikudags-
kvöld.
Hann greindi frá því á Face-
book-síðu sinni að hann hefði
fengið greitt fyrir útvarpsspilun
á síðasta ári en þá átti hann eitt
vinsælasta lag landsins, Glaðasti
hundur í heimi. Fyrir það fékk
hann 114.594 krónur greiddar.
„Ég er löngu hættur að skilja
STEFið. Ég fékk minna núna sam-
tals en í fyrra þegar ég átti engan
nýjan hittara, eða nýja plötu,
heldur fékk eitthvað uppsóp.
Maður heldur samt bara kjafti
því þetta er allt alveg óskiljan-
legt helvíti,“ ritar Gunni.
Guðrún Björk Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri STEFs, vill
bjóða Gunna í heimsókn til að
fara í gegnum málin með honum.
„Það er reyndar verkefni sem
við höfum verið með í gangi und-
anfarin tvö ár að leggja mikla
áherslu á gegnsæi og fræðslu,
meðal annars með því að hafa alla
ársreikninga- og skýrslur STEFs
á heimasíðunni okkar,“ segir Guð-
rún. Gjöldin sem Gunni vísar í
eru þau síðustu sem félagið deilir
út til félagsmanna á árinu en það
er gert alls ellefu sinnum á ári.
„Auðvitað finnst okkur leiðin-
legt ef mönnum finnst þeir eiga
skilið að fá úthlutað meira en þeir
fá í raun en þetta er náttúrulega
bara byggt á þeim tekjum sem
við fáum frá viðkomandi miðli.
Þeim tekjum er deilt niður á upp-
lýsingar um spilanir frá sama
Býður Dr. Gunna
í heimsókn til STEFs
STEF gefur út skýrslu um úthlutanir félagsins í dag en tónlistarmaðurinn Dr.
Gunni var ekki par sáttur við STEF-gjöldin fyrir lagið Glaðasti hundur í heimi.
Næstkomandi miðvikudag verður
haldinn skiptimarkaður á Lofti
hosteli í Bankastræti.
Hann er opinn öllum og er fólk
hvatt til þess að koma með föt,
bækur eða aðra hluti sem ekki
koma þeim að notum en nýst
gætu öðrum.
„Þetta hefur verið gert frá
opnun hostelsins og gengið betur
og betur eftir því sem fleiri vita
af þessu,“ segir Aníta Eldjárn
Kristjánsdóttir, viðburðastjóri
Lofts hostels.
Á markaðnum kennir ýmissa
grasa. „Þetta eru ekki bara föt
heldur líka bækur eða bara eitt-
hvert dót sem fólk heldur að gæti
nýst öðrum,“ segir hún og bætir
við að fólki sé frjálst að koma
með hvað sem er svo lengi sem
það sé í nothæfu ástandi.
„Þetta er kjörið tækifæri fyrir
fólk að finna bókina til þess að
lesa um jólin eða jafnvel ef það
vantar eitthvað í jóladressið.“
Skiptimarkaðurinn er skipu-
lagður af sjálfboðaliðum frá
Europ ean Voluntary Service.
„Hjá okkur koma þeir og hjálpa
okkur að halda vinnustaðnum
grænum. Þeir taka alla starfs-
menn í „green training“ og sjá
til þess að allir á vinnustaðnum
séu meðvitaðir um náttúruna.
Við erum með Svansvottun og þá
gilda ákveðnar reglur um flokk-
un á rusli og svona.“
Skiptimarkaðurinn hefst
klukkan fjögur á miðvikudaginn-
næstkomandi. - gló
Bíður jólabókin á skiptimarkaði?
Í næstu viku verður skiptimarkaður á Loft i hosteli. Öllum er frjálst að taka þátt.
VIÐBURÐASTJÓRI Mögulega leynist jólaflíkin á skipti-
markaðnum. MYND/ANÍTA ELDJÁRN
Samúel Jón Samúelsson tón-
listarmaður svaraði færslu Gunna
á Facebook. „Aðalatriðið er fyrir
höfunda að sjá til þess að verkin
þeirra séu skráð og síðan bara
fylgjast með því, það fá allir sent
yfirlit yfir hvaða lag greiðir hversu
mikið,“ segir Samúel í samtali við
Fréttablaðið. „Það er einnig gott
að fylgjast með yfirlitinu. Auð-
vitað geta verið mistök í svona
útreikningum líka þannig það er
bara sjálfsagt að hafa samband við
skrifstofuna ef menn halda að það
sé eitthvað skrýtið í gangi. En ég
get nú svo sem ekki sagt neitt, ég
elska sjálfur að tuða í netheimum,“
segir Samúel.
Elskar að tuða í netheimum
DR. GUNNI Löngu hættur að skilja
Stefið. Hann fékk tæpar 115 þúsund
krónur fyrir hið vinsæla lag Glaðasti
hundur í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
GUÐRÚN BJÖRK BJARNADÓTTIR
Segir greiðslur geta sveiflast frá einu ári
til annars.
miðli þannig að það getur sveifl-
ast aðeins frá einu ári til annars.
Það er auðvitað ekki gott ef okkar
eigin meðlimum finnst þeir ekki
skilja hvernig þeirra eigin samtök
vinna,“ segir Guðrún. Hún bætir
við að rekstur félagsins sé þann-
ig uppbyggður að öllu sé úthlut-
að þegar búið er að taka tillit til
rekstrarkostnaðar. „Það má sjá í
okkar ársreikningum að við erum
að úthluta um 80 prósentum af
öllum þeim tekjum sem við inn-
heimtum.“ torduringi@frettabladid.is
Þetta er
kjörið tækifæri
fyrir fólk að
finna bókina til
þess að lesa um
jólin eða jafnvel
ef það vantar
eitthvað í
jóladressið.