Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 72
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Tónleikar 17.00 Aukajólatónleikar Baggalúts fara fram í Háskólabíói í dag en uppselt er á tónleikana. Fara þeir fram bæði klukkan 17.00 og 21.00. 20.00 Berndsen heldur útgáfutónleika í tilefni nýrrar plötu. DJ Disco Owes Me þeytir skífum eftir á. 1.500 krónur inn. 20.00 Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju býður til jólaorgeltónleika með orgel- stjörnunni Christian Schmitt. Á efnis- skránni eru verk eftir feðgana J.S. Bach og C. Ph. E. Bach, Dietrich Buxtehude, Charles Marie Widor, Charles Frost og Olivier Messiaen. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. 20.30 Jólatónleikar Stefáns Hilmars- sonar í Salnum í Kópavogi. 5.900 krónur inn. Á tónleikunum verða flutt lög af glænýrri jólaplötu Stefáns í bland við lög af plötunni Ein handa þér. Auk þess slæðast með sérvalin stemnings- og hátíðarlög af ýmsu tagi. 21.00 Jólatónleikarnir Norðurljósin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Einvalalið norðlenskra tónlistarmanna kemur fram ásamt stúlknakór Akureyr- arkirkju og góðum gestum að sunnan. Þekktir söngvarar stíga á svið og flytja gestum mörg af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar. Þetta eru jólabörnin Magni Ásgeirsson, Helga Möller, Óskar Péturs- son, Birgitta Haukdal og sérstakur gestur verður Pálmi Gunnarsson. 5.800 krónur inn. 21.00 KK og Ellen halda jólatónleika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þar munu þau ásamt nokkrum af okkar bestu hljóðfæraleikurum flytja mörg okkar ástsælustu jólalög í bland við eigin lög. Einstök aðventustemning skapast á þessum tónleikum þar sem látlaus og hugljúfur flutningur hefur jafnan einkennt þeirra tónlist. 5.590 krónur inn. 21.00 SimSimma og Lily of the Valley troða upp á Frederiksen Ale House. 21.00 Alma Rut og hljómsveit halda jólatónleika á Café Rósenberg. 21.00 DJ ívar Pétur, B2B og Hermi- gervill troða upp á Dolly. 22.00 Norski tónlistarmaðurinn Jesus Fucking Christ treður upp á Dillon en honum til halds og trausts verður AMFJ og Laser Life. Frítt inn. 22.00 Rúnar Þór fagnar 30 ára söngafmæli en það eru að verða 30 ár frá fyrstu sólóplötunni. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum á Akureyri en Rúnari til halds og trausts verður Jonni Ólafs, bassaleikari, Tryggvi Hübner og Guðmundur Gunnlaugsson á trommur. 2500 krónur inn. 22.00 Sign og Endless Dark troða upp á Gauknum. 2000 krónur inn. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar leika og syngja á Ob-La-Dí-Ob-La-Da. Hátíðir 17.00 Ólöf Arnalds og Guðrún Eva halda útgáfutónleika í Mengi. Uppákomur 11.00 Íslensku jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið kl. 11 daglega frá 12. - 24. desember. Fjörið hefst því í dag þegar Stekkjastaur heimsækir Þjóðminja- safnið. Uppistand 21.00 Laddi heldur sýn- inguna Allt það besta og leggur þess vegna undir sig Bæjar- bíó í Hafnar- firði. Sýningin fleytir rjómann af tveimur vinsælustu sýningum Ladda, Laddi 6-tugur og Laddi lengir lífið og má fastlega reikna með því að hláturtaugarnar verði kitlaðar allverulega á sýningunni. 3.900 krónur inn. Tónlist 12.15 Föstudagsjazz á Kexi Hosteli. Andrea Gylfadóttir syngur og Eðvarð Lárusson spilar á gítar. 21.00 Trúbadorinn Andri spilar á English Pub og svo taka Ingi Valur & Tryggvi við. 21.00 Styrmir Dansson þeytir skífum á Bar Ananas. 21.00 Trúbadorarnir Ingvar og Gísli spila á Dubliner. 22.00 DJ Egill Spegill og Jay-O spila á Prikinu. 22.00 DJ KGB og Silla spila á Paloma Bar. 22.00 DJ Kanilsnældur, Julia Ruslan- ovna og Vibrant K þeyta skífum á Kaffibarnum. Leiðsögn 12.15 Leiðsögn um sýn- inguna Ertu tilbúin frú for- seti? í Hönnunarsafninu. Leiðsögnin tekur um hálftíma. Í þetta sinn verður áhersla lögð á orðið í fötunum og hvernig við notum klæðnað til að tjá líðan eða jafnvel pólitísk- ar skoðanir. Stoppað verður við nokkra klæðnaði á sýningunni og varpað fram spurningum eða vanga- veltum varðandi hvaða skila- boð er hægt að lesa úr þeim. Samkoma 19.00 Jólahlaðborð í Hörpunni. Verð- launakokkurinn Bjarni Gunnar Kristinsson býður fram lúxusmat. 9.900 krónur inn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ÓLÖF ARNALDS Sirkus Íslands heldur áfram með sýn- ingar sínar í Hljómskálagarðinum í kvöld og annað kvöld. Um síðustu helgi voru þrjár sýningar haldnar af Jólakabarett Sirkussins, sem er bannaður innan 18 ára. Að því er kemur fram í tilkynn- ingu var svo kalt fyrsta kvöldið í sirkustjaldinu að auka hitarar voru fengnir og kynt var vel undir jóla- glöggspottinum. Tjaldið var sett upp í aftakaveðri í byrjun desember. Það var keypt með hópfjármögnun á síðasta ári og saum- að á Ítalíu. Sirkusar í Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð nota sams konar tjöld svo það þolir íslenskar aðstæður ágætlega. „Síðustu dagar hafa verið afar lærdómsríkir til að læra hvað tjaldið þolir, og kemur það okkur á óvart hversu vel það stendur þó af sér aftakaveðrið,“ segir í tilkynningunni. Sýningarnar í kvöld og annað kvöld verða kl. 20 og eitthvað af miðum er til. Miðinn kostar 3.500 krónur og fer miðasala fram við tjaldið alla daga kl. 12-14 og kl. 19-20 á sýningardögum. Sirkus Íslands heldur áfram Komið hefur á óvart hversu vel sirkustjaldið hefur staðið af sér íslenska veðrið. SIRKUS ÍSLANDS Sýningar verða haldnar bæði í kvöld og annað kvöld. „… það eru ekki margir sem fást eins við nútímann … hrikalega flott!“ EGILL HELGASON / KILJAN „… bráðfyndin … netkynslóðin hefur eignast sinn fulltrúa í íslenskum bókmenntum, höfund sem fjallar um sína kynslóð og talar til hennar. Og því ber að fagna.“ INGVI ÞÓR SÆMUNDSSON / BOKMENNTIR.IS „Ótrúlega hugmyndarík saga með alvarlegum undirtón.“ BERGUR EBBI BENEDIKTSSON Frumleg bók um breytta heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.