Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 18
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL „Þetta er bara stór- hættulegt,“ segir Oddur Jónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði, um íbúðarhúsið Vík þar sem þakplötur eru allar meira og minna lausar og tjaldað hefur verið yfir með neti. Vík hefur verið í niðurníðslu um árabil. Eigendurnir hafa ekki haft efni á viðgerðum. Í hvert skipti sem gerði rok voru björgunarsveitarmenn kallað- ir að Vík. Loks kviknaði sú hug- mynd að bregða neti yfir húsið svo það væri til friðs og ógnaði ekki nærliggj- andi húsum. Oddur segir Ægismenn hafa brugðið nót yfir Ví k i n a me ð hjá lp bæjar- starfsmanna úr Garði fyrir um tveimur árum. „Það hefur virk- að vel; við höfum ekki þurft að fara í það síðan. En veturna tvo þar á undan þurftum við að fara í það nokkrum sinnum til þess að festa og binda og herða á spott- um,“ segir hann. Óveðrin tvö að undanförnu hafa tekið sinn toll af Vík. Á mið- vikudag mættu tveir bæjarstarfs- menn frá Garði til að fiska upp þakplötur og festa stög sem bund- in eru við fiskikör með fargi. Það kemur Oddi ekki á óvart. „Ég sá að það var farið að losna í einu horninu og rifna aðeins nótin og aðeins farið að stingast upp úr,“ segir hann. Jafnvel þótt húsið virðist hvorki halda vatni né vindum býr annar eigandinn í því. „Það er timburgólf í húsinu og timburþak og maðurinn býr þarna í kjallar- anum. Þannig að ef þetta fellur niður þá veit maður ekki hvar þetta endar,“ segir Oddur sem skilur ekki að maðurinn skuli búa í húsinu við þessar aðstæð- ur og furðar sig á stöðu málsins almennt. „Maður áttar sig ekki á hvað yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld eru máttlaus gagnvart svona. Eigendarétturinn virðist vera svo sterkur,“ segir formaður Ægis og varar við afleiðingunum. „Ef netið rifnar og allt fer af stað þá eru íbúarnir þarna í kring nátt- úrlega í hættu.“ Aðspurður segir Oddur að þrátt fyrir ástandið á húsinu hafi ekki orðið slys á fólki eða skemmdir á öðrum húsum vegna fjúkandi braks. „Það hefur sem betur fer sloppið,“ svarar hann. Ekki náðist í eigendur hússins. Fyrrverandi fóstursonur manns- ins sem býr í húsinu kveðst sjálf- ur hafa búið í húsinu þar til fyrir um tveimur árum. Rætt hafi verið um að lagfæra húsið en aldrei orðið neitt úr því. Nágrannar Víkur óttast slys og skemmdir og hafa kvartað undan málinu til sveitarfélags- ins. Hvorki Magnús Stefánsson bæjarstjóri né Jón Ben Einarsson byggingarfulltrúi svðruðu skila- boðum Fréttablaðsins í gær. Formaður björgunarsveitar varar við „stórhættulegu“ húsi í Garði Óvenjulegur frágangur á íbúðarhúsi í Garðinum vekur áhyggjur nágranna. Þakplötur eru lausar og eigandinn hefur ekki ráð á að varna því að þær fjúki. Björgunarsveitin Ægir og bæjarstarfsmenn strekktu loks fiskinet yfir húsið til að halda plötunum í skefjum í hvassviðrum. Maðurinn býr þarna í kjallaranum. Þannig að ef þetta fellur niður þá veit maður ekki hvar þetta endar. Oddur Jónsson, formaður björgunar- sveitarinnar Ægis í Garði. PLÖTUR Bæjarstarfsmenn draga saman lausar þakplötur í fyrradag. STÖGIN TREYST Nágrannar hússins Víkur á Rafnkelsstaðavegi hafa í tvö ára fylgst með fiskineti halda lausum þakplötum í skefjum þegar vindar blása um Garðinn. Farg í fiskikari er notað til að binda stög úr netinu. MAGNÚS STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.