Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 42
4 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014
N
ú er genginn í garð sá
tími þegar við bjóðum
vetur konung velkom-
inn með tilheyrandi snjó-
komu, frosti og kvefpest-
um í hverju horni. Veðrabreyting-
ar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir
því síðastnefnda því nokkrar ástæð-
ur geta verið fyrir því að við fáum
kvef eða flensu. Til þess að minnka
líkurnar á því að fá pestina í hús er
upplagt að fylgja eftirfarandi ráð-
leggingum.
● Farðu í nudd – það kemur hreyfingu
á blóðrásina sem styrkir svo ónæmis-
kerfið.
● Farðu í gufu og svitnaðu, þannig los-
arðu eiturefni úr líkamanum. Mundu
bara að drekka nægilega mikið af vatni
svo að þú endir ekki eins og sveskja.
● Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur
ekki ímyndað þér hvað það er mikið af
bakteríum á honum. Bleyttu bómull með
sótthreinsi og renndu yfir símann.
● Haltu niðri í þér andanum eða and-
aðu frá þér þegar einhver hnerrar ná-
lægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að
anda að þér alls konar bakteríum. Ekki
samt öskra og fórna höndum, það er
ekki gott fyrir félagsandann.
● Mundu að þvo reglulega á þér hend-
urnar, helst í 20 sekúndur með sápu
og volgu vatni. Svo getur verið ágætt
að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef
þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið
skemmtilegt að vera með „miniature“
vodkaflösku í vasanum, vodka er nefni-
lega líka sótthreinsandi.
● Ekki vera að koma við og pota í allt,
vertu helst í hönskum þegar þú ferð í
Kringluna og með húðlita plasthanska í
vinnunni.
● Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur
styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo
heldur hann líka blóðsugum frá þér –
sem og öllum öðrum.
● Reyndu svo bara að halda ró þinni;
stress og streita hafa neikvæð áhrif á
ónæmiskerfið.
„Þú ert ekki bumban,
aldurinn, gráu hárin,
bólurnar, hrukkurnar,
appelsínuhúðin og
líkamshárin. Þú ert
kynvera“
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
Umsjónarkona Lífsins
KOMDU Í VEG FYRIR KVEFIÐ
Kvefið fer víða þessa dagana, Heilsuvísir býður upp á nokkur góð ráð til þess að forðast smit
Meyjarhaft, meydómur, víð píka, of þröng píka, drusla,
óhrein, lauslæti, hóra, sárs-
auki, blæðing, rifna, rjúfa, putta,
sveppasýking, þurrkur. Það að
fjalla um kynlíf kvenna er ekki
alltaf tekið út með sældinni. Í
hverri einustu kennslustund fæ
ég spurningu sem inniheldur eitt-
hvert þessara orða, oftar en ekki
nokkur saman. Mig hefði aldrei
grunað að árið 2014 væru algeng-
ustu spurningarnar frá stúlkum og
konum tengdar sársauka í kynlífi,
sérstaklega í samförum og auð-
vitað fullnægingarleysi og kyn-
deyfð. Fyrst komu þessar spurn-
ingar mér á óvart og ég játa að
þær stungu í kynferðislega frjálsa
hjartað mitt en nú er komið nóg.
Nú segi ég stopp. Konur eru helm-
ingur mannkyns og það er engum
greiði gerður að stunda kynlíf sem
þú hefur ekki áhuga á eða löngun
til. Kynlífið byrjar og endar á þér.
Jólagjöfin þín í ár verður þú
sjálf og þitt kynlíf. Þú ætlar að
hugsa meira, oftar og öðruvísi um
kynlíf. Þú ætlar að stunda það því
þig langar til þess, þegar þig lang-
ar til þess, ein eða með einstak-
lingi sem er einnig til í tuskið. Þú
lætur ekki glanstímarit segja þér
hvernig eigi að stunda kynlíf með
öðrum einstaklingum, stundum
langar þig til þess, ein eða með ein-
staklingi, sem er einnig til þess að
þú lærir fyrst á líkama þinn áður
en þú lærir á líkama bólfélagans.
Þú ætlar að fara lengra en líkami
þinn. Þú ert ekki bumban, aldur-
inn, gráu hárin, bólurnar, svita-
lyktin, hrukkurnar, appelsínuhúð-
in og líkamshárin. Þú ert kynvera.
Þú ert sexí.
Lokaðu augunum. Gleymdu
stað og stund. Leyfðu þér að hugsa
um kynlíf, allskonar kynlíf, með
hinum og þessum bólfélögum, elsk-
hugum og þér sjálfri. Það má vera
letilegt, hratt, sóðalegt, snyrtilegt
og einfalt, allt í senn. Það má ger-
ast hvar sem er og hvernig sem er.
Þetta er þitt kynlíf, fyrir þig, inni
í þínum haus. Gleymdu því hvað er
rétt og hvað er rangt. Hér er þetta
bara þú og þín kynferðislega stund.
Ekkert annað er til.
Finnurðu hvernig líkaminn
bregst við? Píkan, brjóstin, lærin,
maginn? Ef þú ert ekki viss, próf-
aðu að snerta þig. Leyfðu þér að
nota sleipiefni eða olíu, það getur
aukið unaðinn. Eigðu stund, bara
með þér, fyrir þig.
Þegar þú hefur vakið kynveruna
þína þá getur þú farið að tala um
kynlíf út frá eigin forsendum og
unaði. Þú styrkir sjálfsmynd þína
og það skilar sér í betra kynlífi.
Margar konur greina frá skömm
í tengslum við sjálfsfróun en það
er grundvallarhugarfarsbreyt-
ing sem þarf að verða ef við ætlum
að njóta kynlífs og líkama okkar.
Það sem er hvað mest aðlaðandi í
fari annarra manneskju er sjálfs-
traust og gleði. Þú ætlar að sigla
inn í nýtt ár með gleði og ánægju í
hjarta, haus og píku.
VEKTU KYNVERUNA ÞÍNA
Ef þú hefur spurningu um
kynlíf þá getur þú sent
Siggu Dögg póst og
spurningin þín gæti birst í
Fréttablaðinu.
sigga@siggadogg.is
VILTU SPYRJA UM KYNLÍF?
FRETTABLADID/GETTY
Nú þegar hátíðirnar ganga í
garð eru kræsingar á boðstólum
hvert sem farið er. Þó það sé sjálf-
sagt að leyfa sér aðeins meira um
jólin þá er gott að hafa í huga að
borða ekki yfir sig af sætindum og
annarri óhollustu allan mánuðinn.
Allt er gott í hófi, líka í desember.
Takmarkaðu
sykurátið
Gerir þú þér grein fyrir því að það
eru aðeins tvær vikur til jóla? Ertu
viss um að það sé raunhæft að
ljúka öllu því sem þú ætlar þér á
þessum tíma? Sumt má örugglega
bíða. Annað er svo mikilvægt að þú
mátt alls ekki missa af því. Hefur þú
forgangsraðað nægilega vel?
FORGANGS-
RAÐAÐU RÉTT
STREITURÁÐ
VIKUNNAR
HOLLRÁÐ
HELGARINNAR
„Ekki vera að
koma við og
pota í allt, vertu
helst í hönskum
þegar þú ferð
í Kringluna og
með húðlitaða
plasthanska í
vinnunni.“