Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 32
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að getað hlustað eftir tíðar- andanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvern- ig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast. Hjá lít- illi þjóð í litlu og viðkvæmu hagkerfi geta lagasetningar stjórnvalda haft gríðarlega afdrifa- ríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir að valdhafar séu færir um að spila rétt úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og forðist að setja allt í bál og brand með ákvörðunum sínum. Á síðustu dögum hafa þrjár óskahug- myndir valdamanna varðandi sam- eiginlegan þjóðarauð Íslendinga komið fram og er hver og ein þeirra til þess fallin að setja allt á annan endann í samfélaginu. Versta útfærslan Fyrst er til að taka að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú keyrt hugmynd sína um svokallaðan nátt- úrupassa í gegn um ríkisstjórn og kemur hún því til kasta Alþingis. Sú útfærsla sem nú er kynnt til sögunn- ar, er sú versta af nokkrum mögu- legum eins og margoft hefur verið bent á. Fyrir réttu ári þá fullyrti ráðherra ferðamála að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Útfærslan í henn- ar höndum liggur nú fyrir og ljóst er að Ragnheiður Elín Árnadótt- ir ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að þvinga þessa óhæfu ofan í þjóðina. Þessi útfærsla ráð- herrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Hún er einnig í algerri andstöðu við Sam- tök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin í landinu, Samtök útivistar- félaga, Landvernd, Nátt- úruverndarsamtök Íslands og fleiri. Þessir aðilar hafa í riti og ræðu harðlega mót- mælt þessari útfærslu. Galin hugmynd Mun áhrifaríkari leiðir eru fyrir hendi, með minni til- kostnaði, einfaldari inn- heimtu og með mun sterkari tekjustofni. Um þær leiðir væri hægt að mynda breiða og þétta samstöðu alls almennings. Fyrir utan hvað hugmynd ráðherra er vond í utanumhaldi þá er hér einnig gerð aðför að almannarétti allra Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Um útfærslu iðnaðar- ráðherra mun aldrei nást samstaða. Í öðru lagi þá var stríðshanskan- um kastað með tillögu atvinnuvega- nefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það mál er reynd- ar allt hið furðulegasta og það má spyrja sig hvað atvinnuveganefnd og formanni hennar gangi til. Það fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur út fyrir að þessi aðkoma nefndar- innar að málinu sé í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætl- unarlaga. Kjarni málsins er þó sá að sé einungis litið til þeirra náttúruau- ðæva sem hér liggja undir, er vand- séð að um málið náist nokkur sátt við áhugafólk um ferðamennsku og náttúruvernd. Það að setja Haga- vatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir og Hólmsár- virkjun við Atley í nýtingarflokk, er hreint út sagt galin hugmynd. Um virkjanir á þessum viðkvæmu nátt- úruperlum og ferðamannastöðum mun aldrei nást nein sátt. Óafturkræfar skemmdir Þriðja vitleysishugmyndin er óska- draumur Landsnets og Vegagerð- arinnar um að leggja risalínu yfir Sprengisand með tilheyrandi upp- byggðum heilsársvegi. Það er reyndar með nokkrum ólíkindum að nokkrum manni skuli yfirleitt detta í hug að eyðileggja þessa ein- stöku perlu sem miðhálendi Íslands er. Því hefur verið haldið fram að fyrirhuguð lína sé til að tryggja afhendingu rafmagns almennt. 220kV háspennulína um Sprengi- sand hefur flutningsgetu langt umfram það. Reyndar hefur verið fullyrt að línan eigi að tryggja raf- magn til stóriðju á Austurlandi. Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa mikil og óafturkræf áhrif á miðhá- lendið. Framkvæmdum myndi fylgja óásættanleg áhrif á nátt- úru, landslag og víðerni en einnig skerða möguleika á útivist og ferða- þjónustu á hálendinu. Hálendið eins og við þekkjum það í dag, myndi því tilheyra fortíðinni með tilheyrandi skaða fyrir núverandi og ókomnar kynslóðir. Af þessari upptalningu má draga einfalda ályktun: stjórnvöld og ráða- menn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði við náttúruunnendur, ferðaþjón- ustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöld- um tekst að koma þessum áformum sínum í framkvæmd þá tapa allir þegar til lengri tíma er litið. Því er það nauðsynlegt að allir unnendur ferðamennsku og íslenskrar nátt- úru leggi sitt af mörkum í barátt- unni sem fram undan er. Munum það að við fáum eflaust ekki nema eitt tækifæri til að koma þessum málum í réttan farveg því verstu skemmdirnar sem stefnt er að eru óafturkræfar. Gleymum því ekki. Náttúrunni er ógnað Í október hefur Lionshreyf- ingin á Íslandi staðið fyrir Alþjóða sjónverndardeg- inum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undan- farið. Lions á Íslandi hefur um langt árabil styrkt sjón- vernd og gefið nokkur tæki í þeirri þágu. Í nóvember voru Lionsfélagar um allt land með sykursýkismælingar sem gengu mjög vel. Færri vita að Lionshreyf- ingin hér á landi hefur rekið MedicAlert sem er sjálfseignastofn- un sem starfar án ágóða undir vernd- arvæng Lions hér á Íslandi. Lions- félagar vinna við þetta verkefni í sjálfboðavinnu og hafa gert frá upp- hafi. En hvað er MedicAlert og hvert er hlutverk þess? MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu. Í næst- um þrjá áratugi hefur Lionshreyfing- in annast MedicAlert á Íslandi eða síðan 1985 og nota um 5.000 manns á landinu merkið. Það bera nú um 4 milljónir manna í 40 löndum í fimm heimsálfum. Lionshreyfingin vinnur að því að uppfæra og kynna Medic- Alert með ýmsum hætti. Afar brýnt er til að mynda að heilbrigðisstarfs- menn, sjúkraflutningafólk og allir þeir sem koma að slysum eða hættu- ástandi þekki merkið. Einnig kynn- um við nú MedicAlert fyrir skóla- fólki og leggjum við einnig áherslu á að læknar og starfsfólk heilbrigðis- stofnana fái upplýsingar um Medic- Alert og tilgang þess. Mikil og góð samvinna er hjá MedicAlert á Íslandi og LSH en tölvukerfi þessara eru tengd saman þar sem skrá meðlima er geymd hjá þeim. Þríþætt aðvörunarkerfi Tilgangur MedicAlert er að koma á og starfrækja aðvörunar- kerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eins og t.d. sykursýki eða ofnæmi, sem af einhverjum ástæð- um gætu veikst þannig, að þeir verði ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og gætu þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð. Aðvörunarkerfið MedicAlert er þríþætt; merki, upplýsingaspjald og tölvuskrá. ■ Í fyrsta lagi er um að ræða málm- merki sem borið er í keðju um háls eða með armbandi um úlnlið og greinir helstu áhættuþætti merkis- bera. Til eru mismunandi armbönd og útlit á merkinu. ■ Í öðru lagi fylgir plastspjald í kreditkortastærð fyrir veski þar sem fram koma fyllri upplýsingar um viðkomandi sjúkling, sjúkdóms- greining og eða ábending um með- ferð sjúkdómsins. ■ Loks er að finna ítarlegar upplýsing- ar í tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans. Þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert. Skristofa MedicAlert er í Sóltúni 20 í Reykjavík og er síminn þar 533 4567. Heimasíða MedicAlert er www.medicalert.is. Á heimasíð- unni má sjá margar mismunandi útfærslur á þeim merkjum sem eru í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Umsóknareyðublöð er að finna bæði á heimasíðu og einnig á skrif- stofu. Læknir þarf að skrifa upp á umsókn til að staðfesta sjúkdóms- einkenni viðkomandi. Lionshreyfi ngin og MedicAlert á Íslandi SAMFÉLAG Lúðvík Andreasson formaður Medic- Alert á Íslandi ➜ MedicAlert eru alþjóðleg öryggissam- tök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera. UMHVERFISMÁL Þórarinn Eyfjörð formaður Ferðafélagsins Útivistar ➜ Þessi útfærsla ráðherrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til við- halds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Gerðu sjónvarpið snjallara Xtreamer Wonder Verð: 24.990 kr. Merktu hluti - Finndu þá Chipolo - Margir litir 1 stk - verð: 3.990 kr. 3 stk - verð: 8.990 kr. Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð:179.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar Fartölvutaska Bogart 13V Verð: 8.990 kr. Leðurtaska Tiding Vintage leðurtaska Verð: 26.990 kr. Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo Stereo Verð: 29.990 kr. Heyrnartól Urbanears Pla an - margir litir Verð: 10.490 kr. Fartölva Dell Inspiron 3531 Verð: 54.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.