Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 92
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 62 „Þetta kom allt voðalega skjótt upp. Ég var fríi í Orlando með fjöl- skyldunni þegar haft var samband við mig og ég beðinn um að taka þátt í þessu. Það var á föstudegi og á mánudeginum vorum við komin til Madríd,“ segir Jón Jónsson tón- listarmaður. Hann var óvænt beðinn um að syngja í HM-laginu fyrir heims- meistaramót karla í handbolta sem fer fram í Katar í janúar. „Ísland kemst óvænt inn á HM þarna á föstudeginum og svona tíu mín- útum síðar fékk ég tölvupóst frá einhverri píu í LA sem er tón- listarráðgjafi og bað mig að vera með. Þá hafði hún einhvern veg- inn fundið mig á netinu og fannst ég kjörinn í þetta verkefni,“ segir Jón. Lagið heitir Live it, Win it og verður frumflutt þann 18. desem- ber. „Ég var svo bara mættur til Madríd þarna á mánudeginum, allt í einu kominn í eitthvert risa stúdíó og búinn að eignast tvo nýja vini, einhvern Svía og Frakka,“ segir hann, en í laginu syngja full- trúar frá hverri þjóð sem tekur þátt í mótinu eða alls 24. „Þetta eru allt stjörnur í sínum löndum og gaman að segja frá því að þarna var mættur enginn annar en Alexander Ryback fyrir hönd Hvíta-Rússlands. Það vita ekki allir að hann er Hvítrússi en ekki Norðmaður,“ segir Jón, sem heldur út til Katar í janúar til þess að taka þátt í flutningi á laginu við setn- ingarathöfn mótsins. „Það verður áhugavert að fara þangað, þetta er allt annað en það sem við þekkjum, enda ein ríkasta þjóð heims miðað við höfðatölu,“ segir hann. Það verður einnig sér- staklega spennandi fyrir popp- arann að fara út, þar sem mágur hans er að spila á mótinu. „Þeim úti fannst það alveg hreint magn- að, að maður tvíburasystur minn- ar (Ásgeir Hallgrímsson) væri í liðinu,“ segir Jón. Það er annars nóg að gera hjá honum þessa dag- ana því hann gaf út plötuna Heim á dögunum og er á fullu að undir- búa tónleika í Austurbæjarbíói 19. desember. adda@frettabladid.is Syngur í HM-laginu Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var valinn til að syngja í lagi sem samið var fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta sem verður haldið í Katar í janúar. SKEMMTILEGT TÆKIFÆRI Jón hlakkar mikið til þess að fara út til Katar til að taka þátt í flutningi HM-lagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var svo bara mættur til Madríd þarna á mánudeginum, allt í einu kominn í eitthvert risa stúdíó og búinn að eignast tvo nýja vini, einhvern Svía og Frakka. „Þetta hefur verið í þróun síðan í september. Ég gaf vinkonu minni mynd af fjallinu okkar heima í afmælisgjöf, en við erum báðar að austan,“ segir Elísabet Sara Emils- dóttir en í framhaldi afmælis- gjafarinnar fóru hjólin að snúast. „Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég ætlaði að gera með þetta en byrjaði að fá fyrirspurnir,“ segir Elísabet sem fór í kjölfarið að vinna að ljós- myndaseríunni Tindum. Elísabet tekur allar myndirn- ar af fjöllunum sjálf og það tekur talsverðan tíma að ferðast um og ná góðum myndum í sómasamlegu veðri. „Núna er ég búin að gera sjö fjöll og það eru fleiri væntanleg.“ Myndirnar koma í takmörkuðu upplagi. „Þetta eru grafískt unnar ljósmyndir. Ljósmynd í grunninn og svo mynstra ég þær. Hver og ein er með sínu eigin mynstri sem verður til út frá hæð og lögun fjallsins.“ Elísabet segist verða vör við að fólk vilji fá myndir af fjöllum sem það hafi persónulega teng- ingu við. „Ég er alin upp á Seyðis- firði og það er svolítið svona per- sónulegt fyrir fólk að eiga eitthvað frá heimabyggðinni uppi á vegg. Marga langar að eiga eitthvað sem minnir þá á heimahagana.“ Myndir Elísabetar er hægt að fá í verslunum Mýrarinnar, Gullabúinu á Seyðisfirði og versluninni Level í Mosfellsbæ. - gló Grafískt unnar myndir af fj öllum Elísabet Sara Emilsdóttir gerði ljósmyndaseríuna Tinda í kjölfar afmælisgjafar. Þetta eru grafískt unnar ljósmyndir. Ljósmynd í grunninn og svo mynstra ég þær. Hver og ein er með sínu eigin mynstri sem verður til út frá hæð og lögun fjallsins. ELÍSABET Hefur þróað hugmyndina að mynd- unum síðan í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN „Ég var svona fimm ára og átti flöskugrænan kjól úr óræðu efni með hvítum blúndukraga. Hann er enn til enda mátti ég bara vera í honum í þrjár mínútur í senn á meðan það var tekin mynd.“ Viktoría Blöndal, sviðshöfundur og nemi JÓLAFÖTIN SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G JÓLATILBOÐ 375.955 2X80X200 CM „Mér bauðst að setja upp jólasýn- ingu í galleríinu Betra veðri fyrir desember. Úr varð hugvekja um sýnir einstaklinga á dánarbeði sínum,“ segir Freyja Eilíf Loga- dóttir myndlistarkona. „Langamma mín lést 2003 og hún var alltaf að tala um mann sem stóð hjá rúminu hjá henni, sem var eins og tölva og hún skildi ekkert af hverju við sáum hann ekki,“ segir hún, en þann- ig kviknaði hugmyndin. „Ég las bók um rannsóknir á dauðastund- inni og um sýnir á dánarbeði. Þar talar fólk um að hafa séð látna fjöl- skyldumeðlimi koma og sækja þá, það fyllist vellíðunartilfinningu og óttast ekki dauðann,“ segir Freyja. Hún valdi nokkrar og fjölbreytt- ar sýnir sem henni þóttu áhuga- verðar og út frá þeim vann hún verkið. „Einn lýsti þessu eins og loftleysi í geimnum og annar líkt og hann væri í sandeyðimörk. Aðrir heyrðu hljóð sem líktust tónlist, sem var samt ekki tónlist. Flestir töluðu samt um þessi göng eða gátt,“ segir Freyja. Verkið er gluggi sem myndar göng sem liggja út í geim. Í þeim eru speglar sem skapa þrep sem leiða í aðra vídd. „Hver veit, kannski er heiminum bara stjórnað af tölvum þarna hinum megin, eins og amma sagði,“ segir Freyja. Sýningin í Betra veðri, Laugavegi 41, verður opin út des- ember. - asi Vinnur verk út frá mismunandi dauðasýnum Freyja Eilíf Logadóttir sýnir óvenjulegt verk byggt á sýnum fj ölda einstaklinga um dauðann. Langamma mín lést 2003 og hún var alltaf að tala um mann sem stóð hjá rúminu hjá henni. VERKIÐ Í GLUGGANUM Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarkona við verk sitt Sýnir á dánarbeði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.