Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 14
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og inn- lánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveð- ið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu penna- striki tekið ávinning vaxtalækk- ana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR. olikr@frettabladid.is – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. Jólagjöfin fæst í Ellingsen DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. DEVOLD POLAR BABY Blátt og bleikt, stærðir 74–98 13.990 KR. Hlýjar jólagjafir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-2Y 110cm ál snjóskófla 1.990 S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.495 S805-4L 170CM ál snjóskafa 1.990 Rúðuskafa 190 Hálkusalt 5 kg 590 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 745 VIÐSKIPTI Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskipta- bankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabank- ans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðla- bankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðast- liðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru við- skiptabank- arnir þrír hafa nú allir lækk- að vexti sína í kjölfar ákvörð- unar Seðla- bankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvem- ber. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“ Í fréttabréfinu er sagt að vænta megi breyt- inga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi geng- ið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitan- lega athygli að innláns- og útláns- vextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 pró- sentustig. Hið sama er uppi á ten- ingnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingun- um. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þess- ara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðla- bankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankan- um og Íslands- banka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDUR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í Seðlabankanum á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aukinn vaxtamunur eykur tekjur bankanna um milljarð Þegar Seðlabanki Íslands hóf lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði breyttu viðskiptabankarnir þrír vaxtatöflum sínum þannig að munur jókst á vöxtum inn- og útlána. Taka til sín hluta ávinnings vaxtalækkana, segir VR. Banki Breyting Arion banki +0,10% Landsbankinn +0,10% Íslandsbanki +0,05% Heimild: Fréttabréf VR VAXTAMUNUR ORKUMÁL Stefnt er að því að taka nýjan heitavatnstank á Akranesi í notkun á næstu vikum. Ástæða byggingar tanksins er að heitavatnslögn frá Deildartunguhver er komin til ára sinna og bilar reglulega. Síðast bilaði aðveituæðin í kjölfar vinnu við að tengja nýja heitavatnstankinn inn á veitukerfi bæjarins í byrjun desember. „Eftir fyrri tengivinnuna komu upp tvær mjög bagalegar bilanir með harkalegum afleið- ingum fyrir íbúa í bænum. Það var heita- vatnslaust í allt að sólarhring,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Heitavatnstankurinn sem tekinn verður í notkun er 6.200 rúmmetrar að stærð en fyrir er heitavatnstankur í bænum sem tekur 2.000 rúmmetra af heitu vatni. „Nýi tankurinn gefur okkur aukið svigrúm til viðgerða. Frá því að heita vatnið endist í fjóra klukkutíma og upp í fjórtán klukkutíma við eðlilega notk- un,“ segir Eiríkur. Langan tíma mun taka að koma aðveitu- æðinni frá Deildartunguhver í lag að sögn Eiríks. „Við erum að endurnýja lögnina smátt og smátt. Þetta er lengsta hitaveitulögn á landinu og það mun taka áratug að endurnýja hana alla,“ segir Eiríkur. - ih Brugðist við tíðum bilunum í heitavatnslögn frá Deildartunguhver sem komin er til ára sinna: Nýr vatnstankur senn í notkun á Akranesi VATNSTANKAR Nýi heitavatnstankurinn á að auka svigrúm fyrir starfsmenn Orkuveitunnar til að bregð- ast við bilunum. MYND/EIRÍKUR HJÁLMARSSON HEILBRIGÐISMÁL Rauði krossinn á Íslandi fagnaði níutíu ára afmæli sínu á miðvikudaginn. Af því til- efni afhenti Fastus ehf. Rauða krossinum sjö nýja sjúkrabíla sem verða teknir í notkun á næstu vikum. Fastus flutti bílana inn til landsins. Sjúkrabílarnir sjö eru af gerð- inni Mercedes Benz Sprint er og voru sérstaklega innréttaðir sem sjúkrabílar af fyrirtækinu BAUS AT í Póllandi. Öll aðstaða inni í bílunum er þannig úr garði gerð að sjúkra- flutningamenn geta athafnað sig og sinnt sjúklingum með sem bestum hætti. Meðal þeirra sem voru viðstadd- ir afhendinguna voru Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, pólski sendiherrann Lech Mast alerz, Her- mann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, Sveinn Krist- insson, stjórnarformaður Rauða krossins, Robert Krolikowski frá BAUS AT og Bergþóra Þorkelsdótt- ir, framkvæmdastjóri Fastus. - ih Rauði krossinn á Íslandi hélt upp á 90 ára afmæli: Fengu nýja sjúkrabíla NÝIR BÍLAR Sjúkrabílarnir sjö verða teknir í notkun á næstu vikum. MYND/RAUÐI KROSSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.