Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 14

Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 14
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og inn- lánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveð- ið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu penna- striki tekið ávinning vaxtalækk- ana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR. olikr@frettabladid.is – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. Jólagjöfin fæst í Ellingsen DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. DEVOLD POLAR BABY Blátt og bleikt, stærðir 74–98 13.990 KR. Hlýjar jólagjafir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-2Y 110cm ál snjóskófla 1.990 S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.495 S805-4L 170CM ál snjóskafa 1.990 Rúðuskafa 190 Hálkusalt 5 kg 590 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 745 VIÐSKIPTI Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskipta- bankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabank- ans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðla- bankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðast- liðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru við- skiptabank- arnir þrír hafa nú allir lækk- að vexti sína í kjölfar ákvörð- unar Seðla- bankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvem- ber. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“ Í fréttabréfinu er sagt að vænta megi breyt- inga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi geng- ið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitan- lega athygli að innláns- og útláns- vextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 pró- sentustig. Hið sama er uppi á ten- ingnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingun- um. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þess- ara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðla- bankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankan- um og Íslands- banka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDUR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í Seðlabankanum á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aukinn vaxtamunur eykur tekjur bankanna um milljarð Þegar Seðlabanki Íslands hóf lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði breyttu viðskiptabankarnir þrír vaxtatöflum sínum þannig að munur jókst á vöxtum inn- og útlána. Taka til sín hluta ávinnings vaxtalækkana, segir VR. Banki Breyting Arion banki +0,10% Landsbankinn +0,10% Íslandsbanki +0,05% Heimild: Fréttabréf VR VAXTAMUNUR ORKUMÁL Stefnt er að því að taka nýjan heitavatnstank á Akranesi í notkun á næstu vikum. Ástæða byggingar tanksins er að heitavatnslögn frá Deildartunguhver er komin til ára sinna og bilar reglulega. Síðast bilaði aðveituæðin í kjölfar vinnu við að tengja nýja heitavatnstankinn inn á veitukerfi bæjarins í byrjun desember. „Eftir fyrri tengivinnuna komu upp tvær mjög bagalegar bilanir með harkalegum afleið- ingum fyrir íbúa í bænum. Það var heita- vatnslaust í allt að sólarhring,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Heitavatnstankurinn sem tekinn verður í notkun er 6.200 rúmmetrar að stærð en fyrir er heitavatnstankur í bænum sem tekur 2.000 rúmmetra af heitu vatni. „Nýi tankurinn gefur okkur aukið svigrúm til viðgerða. Frá því að heita vatnið endist í fjóra klukkutíma og upp í fjórtán klukkutíma við eðlilega notk- un,“ segir Eiríkur. Langan tíma mun taka að koma aðveitu- æðinni frá Deildartunguhver í lag að sögn Eiríks. „Við erum að endurnýja lögnina smátt og smátt. Þetta er lengsta hitaveitulögn á landinu og það mun taka áratug að endurnýja hana alla,“ segir Eiríkur. - ih Brugðist við tíðum bilunum í heitavatnslögn frá Deildartunguhver sem komin er til ára sinna: Nýr vatnstankur senn í notkun á Akranesi VATNSTANKAR Nýi heitavatnstankurinn á að auka svigrúm fyrir starfsmenn Orkuveitunnar til að bregð- ast við bilunum. MYND/EIRÍKUR HJÁLMARSSON HEILBRIGÐISMÁL Rauði krossinn á Íslandi fagnaði níutíu ára afmæli sínu á miðvikudaginn. Af því til- efni afhenti Fastus ehf. Rauða krossinum sjö nýja sjúkrabíla sem verða teknir í notkun á næstu vikum. Fastus flutti bílana inn til landsins. Sjúkrabílarnir sjö eru af gerð- inni Mercedes Benz Sprint er og voru sérstaklega innréttaðir sem sjúkrabílar af fyrirtækinu BAUS AT í Póllandi. Öll aðstaða inni í bílunum er þannig úr garði gerð að sjúkra- flutningamenn geta athafnað sig og sinnt sjúklingum með sem bestum hætti. Meðal þeirra sem voru viðstadd- ir afhendinguna voru Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, pólski sendiherrann Lech Mast alerz, Her- mann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, Sveinn Krist- insson, stjórnarformaður Rauða krossins, Robert Krolikowski frá BAUS AT og Bergþóra Þorkelsdótt- ir, framkvæmdastjóri Fastus. - ih Rauði krossinn á Íslandi hélt upp á 90 ára afmæli: Fengu nýja sjúkrabíla NÝIR BÍLAR Sjúkrabílarnir sjö verða teknir í notkun á næstu vikum. MYND/RAUÐI KROSSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.