Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 34

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 34
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | TÍMAMÓT Ágóða af styrktartónleikum tónleika- raðarinnar „Á ljúfum nótum í Laugar- neskirkju“, sem haldnir verða kl. 12 á hádegi í dag, verður varið til kaupa á sérstökum dýnum í rúmin á krabba- meinsdeild 11-E á Landspítalanum. Á tónleikunum flytur góður hópur lista- manna margar jólaperlur, að sögn Lilju Eggertsdóttur, listræns stjórnanda tón- leikaraðarinnar. Lilja, sem starfar sem píanóleik- ari við Söngskóla Sigurðar Demetz, útskrifaðist í píanóleik frá Tónskóla Sigursveins. Hún tók kirkjuorganista- próf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar auk þess sem hún var í meðleikaranámi í Söngskóla Sigurðar Demetz. Lilja lærði auk þess óperusöng við Tónlistarhá- skólann í Utrecht í Hollandi og hefur starfað sem tónlistarmaður í þó nokk- urn tíma, eins og hún orðar það. Á tónleikunum í hádeginu í Laugar- neskirkju í dag koma fram einsöngvar- arnir Viðar Gunnarsson, Auður Gunn- arsdóttir og Nathalía D. Halldórsdóttir, Leifur Gunnarsson kontrabassaleik- ari, Kvennakórinn Hekla og Kamm- erhópurinn Stilla en Lilja er stjórn- andi Kvennakórsins og einn stofnenda Kammerhópsins. Hún stofnaði jafn- framt tónleikaröðina Á ljúfum nótum sem hefur verið í gangi í um þrjú ár. „Meginmarkmið tónleikaraðarinnar var að bjóða upp á möguleika fyrir allt tónlistarfólk til að koma fram með sitt verkefni þar sem meðal annars hús- næði væri frítt eða á lágu verði og mið- svæðis. Ég hafði sérstaklega í huga það fólk sem kemur heim úr námi þar sem aðalvinna tónlistarmanna hér á landi felst mikið í tónlistarkennslu,“ greinir Lilja frá. Hún getur þess að annað markmið hafi verið að bjóða upp á tónleikaröð þar sem tónlistarmenn koma úr flest- um stéttum tónlistar og það þriðja að efla þá menningu að sækja hádegistón- leika. „Það er að sú hefð skapist að fólk geti leyft sér að njóta tónlistar í hádeg- inu í stutta stund þar sem ekki hafa allir tök á því að komast út á kvöldin eða á öðrum tíma dagsins.“ Nokkrir tugir gesta hafa að jafnaði sótt tónleikana sem boðið hefur verið upp á í hádeginu en á fyrri styrktar- tónleikum hafa gestirnir verið um það bil hundrað. „Ég vona að margir komi í hádeginu í dag til þess að hlýða á perlurnar sem óma á jólatónleikunum okkar og styrkja um leið gott málefni,“ segir Lilja. ibs@frettabladid.is Jólatónleikar og söfnun fyrir dýnum í spítalarúm Hópur tónlistarmanna kemur fram á tónleikum í Laugarneskirkju í dag og fl ytur þekktar jólaperlur. Ágóða varið til kaupa á rúmdýnum fyrir krabbameinsdeild Landspítalans. JÓLAPERLUR „Ég vona að margir komi í hádeginu í dag til þess að hlýða á perlurnar sem óma á jólatónleikunum okkar og styrkja um leið gott málefni,“ segir Lilja Eggertsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meginmarkmið tónleikaraðarinnar var að bjóða upp á möguleika fyrir allt tónlistarfólk til að koma fram með sitt verkefni þar sem meðal annars húsnæði væri frítt eða á lágu verði og miðsvæðis. Breski togarinn Dhoon strandaði á skeri í dimmviðri og haugasjó undir Látrabjargi föstudaginn 12. desember 1947. Skerið var um 100 metra frá landi og sjór gekk látlaust yfir skipið. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður voru báðir afleysingamenn í þessum túr en bátsmaðurinn tók stjórnina í sínar hendur og sýndi mikinn dug. Þrír af fimmtán manna áhöfn fórust en hinum var bjargað við afar erfiðar aðstæður. Það gerðu bændur á nálægum bæjum sem unnu mikið þrekvirki er þeir sigu niður bjargið og tókst að ná mönnunum þar upp en bjargið er þar á annað hundrað metrar á hæð. Þar urðu flestir strandmenn að hírast í tjöldum í vonskuveðri yfir nótt þar sem langt var að ganga til bæja. Áhrifamikil kvikmynd um björgunarafrekið var gerð af Óskari Gíslasyni kvikmyndagerðar- manni tveimur árum síðar, til ágóða fyrir Slysavarnafélag Íslands. ÞETTA GERÐIST: 12. DESEMBER 1947 Björgunarafrek unnið við Látrabjarg Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNI SIGFÚSSON húsasmíðameistari, Sléttuvegi 19, áður Heiðargerði 34, lést á hjartadeild Landspítalans þann 8. desember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 17. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Margrét Guðvaldsdóttir Ólafur S. Guðmundsson Elísa N. Puangpila Sigfús Árni Guðmundsson Eva Geirsdóttir Valdimar G. Guðmundsson Valgerður Marinósdóttir Birgir Guðmundsson Ágústa María Jóndóttir afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS KATÓS AÐALSTEINS VALTÝSSONAR Þökkum starfsfólki Dalbæjar fyrir frábæra umönnun. Soffía Guðmundsdóttir Guðmundur Óskarsson Arna Hafsteinsdóttir Rakel Óskarsdóttir Gunnar Guðmundsson Þóra Óskarsdóttir Haukur Jónsson Óskar Óskarsson Anna Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, BRYNJAR ÞÓR SIGMUNDSSON Langholti 18, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00. Kristrún Ósk Brynjarsdóttir Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson Arnbjörg Vignisdóttir Baldur Arnar Sigmundsson Erla Arnardóttir Ása Karitas Baldursdóttir Elskuleg móðir mín, systir og amma, ELÍN KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, lést 8. desember á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjanesbæ. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. des kl. 13.00. Þökkum veitta samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hrafnistu í Reykjanesbæ fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Virgill Scheving Einarsson Hallgrímur Kristmundsson Hannesína Scheving Gunnar Anton Jóhannsson Svanur Már Scheving Brynja Hafsteinsdóttir Kristmundur Scheving Ingunn Lúðvíksdóttir Elín Kristín Scheving Gissur Breiðfjörð Smárason og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, HARALDUR ÓLAFSSON myndlistarnemi, lést á heimili sínu í Stokkhólmi laugardaginn 6. desember. Útför verður auglýst síðar. Svandís Ólafsdóttir Ólafur Þorkell Helgason Albert Torfi Ólafsson Arnar Ingi Ólafsson Elsa Heike Jóakimsdóttir Guðjón Guðmundsson Torfi Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞÓRSTEINN SIGFÚSSON húsasmíðameistari Suðurgötu 17, Sandgerði, lést sunnudaginn 7. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 17. desember klukkan 13.00. Heiða Sæbjörnsdóttir Magnús Sigfús Magnússon Kristjana E. Guðmarsdóttir Margrét Jensína Magnúsdóttir Sigurjón Jónsson Rafn Magnússon Hrönn Hilmarsdóttir Unnar Ástbjörn Magnússon Petra Rós Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, KONRÁÐ ÞÓRISSON fiskifræðingur, Blesugróf 17, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut, fimmtu- daginn 4. desember. Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju, þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hvatningarnámssjóð barnabarna hans „Afasjóð“ – 111-26-98800 kt. 2006523559 eða Krabbameinsfélagið. Margrét Auðunsdóttir Fífa Konráðsdóttir Pétur Þór Sigurðsson Hrönn Konráðsdóttir Atli Birkir Kjartansson Svavar Konráðsson Hlynur Þór, Máni, Dalía, Daníel Rafn, Ronja Rán og systkini. Okkar kæri frændi og vinur, SIGTRYGGUR SIGURÐSSON málarameistari, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Systkinin úr Hólmgarði og vinir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.