Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 76
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 PIXIES 11. júní Laugardalshöll Þessi gamalkunna rokkhljómsveit sýndi hvað í hana er spunnið á tón- leikum sínum í Höllinni. Hver rokk- slagarinn á fætur öðrum hljómaði og söngvarinn Black Francis öskraði á áreynslulausan hátt. MASSIVE ATTACK 21. júní Laugardalur Enska hljómsveitin var aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem var haldin í fyrsta sinn í Laugar- dalnum. Tónleikarnir heppnuðust vel og fólk var með snjallsímana á lofti þegar lagið Teardrops tók að hljóma. TOM ODELL 26. júní Harpa Hinn 23 ára breski tónlistar- maður og píanósnillingur tróð upp í Eldborgarsalnum í sumar við góðar undirtektir. Honum skaut upp á stjörnuhimininn á síðasti ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down. NEIL YOUNG 7. júlí Laugardalshöll Kanadíska goðsögnin steig á svið í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljóm- sveitinni Crazy Horse og voru tónleikarnir hluti af hátíðinni All Tomorow’s Parties. Young var í fínu formi og spilaði nokkur af sínum bestu lögum, þar á meðal Heart of Gold. PORTISHEAD 11. júlí Ásbrú Triphop-hljómsveitin frá Bristol á Englandi stóð svo sannarlega undir væntingum á hátíðinni All Tomorr- ow’s Parties sem var haldin í annað sinn á Ásbrú í sumar. Sannkölluð veisla, bæði fyrir augu og eyru. INTERPOL 12. júlí Ásbrú Þessir tónleikar á ATP-hátíðinni voru þeir fyrstu hjá bandarísku rokksveit- inni á Íslandi og tókust einkar vel. Hljómsveitin var dugleg við að spila lög af tveimur fyrstu plötum sínum, sem eru í uppáhaldi hjá flestum aðdáendum hennar. BRYAN ADAMS 9. og 10. ágúst Harpa Hjartaknúsarinn kanadíski sýndi allar sínar bestu hliðar á tvennum tónleikum. Adams var á ferðalagi um heiminn ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. Nutu íslensku áhorfendurnir mikillar ná- lægðar við söngvarann, sem hrósaði hljóminum í Eldborgarsalnum. JUSTIN TIMBERLAKE 24. ágúst Kórinn Stórtónleikarnir voru hluti af tón- leikaferð bandaríska popparans um heiminn. Þeir heppnuðustu einkar vel, enda höfðu þeir verið skipulagðir í þaula. Þessir sautján þúsund manna tónleikar voru sendir út í beinni útsendingu á vefsíðunni Yahoo. UB40 19. september Harpa Hljómsveitin var ákaflega vinsæl á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda með lögum á borð við Red Red Wine, I’ve Got You Babe og I Can’t Help Falling in Love. Að sjálfsögðu spilaði hún sín bestu lög í Eldborgar- salnum við góðar undirtektir. THE KNIFE 8. nóvember Harpa Þetta voru síðustu tónleikarnir á ferli hins sænska raftónlistardúetts, sem hafði ákveðið að leggja upp laupana að þeim loknum. Mikill fjöldi fólks var samankominn í Silfurbergi til að verða vitni að þessum tímamótum. FLAMING LIPS 9. nóvember Vodafonehöllin Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips spilaði á lokatónleikum Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Þetta var í annað sinn sem hún kom hingað því hún spilaði einnig árið 2000 á Airwaves-hátíðinni. Tónleikarnir í Vodafonehöllinni heppnuðust einkar vel og voru mikið sjónarspil. SLASH 6. desember Laugardalshöll Fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Guns N’Roses sýndi snilldartilþrif á tónleikunum og spilaði lög á borð við Paradise City og Sweet Child O’Mine. Myles Kennedy sá um sönginn, sem minnti mjög á Axl Rose, söngvara Guns N’Roses. Justin Timberlake, Neil Young og tíu til viðbótar skemmtu Íslendingum Fjöldi frægra erlendra tónlistarmanna og hljómsveita steig á svið á Íslandi árið 2014. Fjölmennustu tónleikarnir voru með popparanum Justin Timberlake sem spilaði í Kórnum fyrir framan um sautján þúsund manns. Hér er listi yfi r tólf af eft irminnilegustu tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NORDICPHOTOS/GETTY NORDICPHOTOS/GETTY SLASH THE KNIFE JUSTIN TIMBERLAKE NEIL YOUNG PIXIES MASSIVE ATTACK PORTISHEAD BRYAN ADAMS TOM ODELL THE FLAMING LIPS FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNFRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.