Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 68
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 Stjórn Miðstöðvar íslenskra bók- mennta hefur tilkynnt um úthlut- un þýðingarstyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. nóvember. Alls bárust að þessu sinni 27 umsóknir um þýðingar- styrki frá sautján aðilum og var sótt um rúmar sextán milljónir króna. Til úthlutunar voru 3 millj- ónir króna sem var úthlutað til ell- efu þýðinga úr fimm tungumálum. Meðal þeirra verka sem hlutu þýð- ingarstyrki í þessari úthlutun eru: Er ist wieder da eftir Timur Vernes. Þýðandi Bjarni Jónsson. Útgefandi Forlagið. A Vindication of the Rights of Woman by Mary Wollstone- craft. Útgefandi Hið íslenska bók- menntafélag. Les Illuminations eftir Arthur Rimbaud. Þýðandi Sigurður Páls- son. Útgefandi Gallerý Brumm. Meines Vaters Land eftir Vibke Bruhns. Þýðandi Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Útgefandi Salka. Das Schloss eftir Franz Kafka. Þýðendur Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. Útgefandi Forlagið. 1984 eftir George Orwell. Þýð- andi Þórdís Bachmann. Útgefandi Ugla. Á árinu bárust samtals 56 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Úthlutað var 9 milljón- um króna til 30 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember. Orwell og Wollstone- craft á íslensku Ellefu þýðingar úr fi mm tungumálum hlutu þýðingar styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. GEORGE ORWELL Meðal verka sem hlutu þýðingarstyrk er hið fræga verk Orwells 1984. Jólasöngvar og sálmar óma í kyrrlátum djassútsetningum í Fríkirkjunum í Hafnarfirði og Reykjavík á sunnudaginn, 14. des- ember. Þeir Karl Olgeirsson píanó- leikari, Andrés Þór Gunnlaugs- son gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari annast hljóð- færaleik. Snúið verður upp á upp- runalegar útgáfur laganna en þó fá gullfallegar laglínurnar notið sín. „Við förum hingað og þangað í lagavalinu,“ segir Jón sem er að ljúka æfingu þegar hringt er í hann. „Þarna eru lög eins og Í dag er glatt, Hátíð fer að höndum ein, Jólin alls staðar og Opin standa himins hlið. Svo er eitt rosalega fallegt frumsamið jólalag eftir Kalla (Karl Olgeirsson). Það heit- ir Leiðin til Betlehem og þegar fólk heyrir það finnst því það vera að hlusta á sálm. Við frum- fluttum það fyrir tuttugu árum á jólatónleikum á Akureyri. Síðan hefur það ekki verið spilað fyrr en núna.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hefjast klukkan 17 en í Fríkirkjunni í Reykjavík klukk- an 20. Aðgangseyrir er krónur 2.000 og miðar verða seldir við inn- ganginn. - gun Jólasálmar í kyrrlátum djassútsetningum Sálmar og söngvar sem tilheyra íslenskum jólum og aðventu fá nýjan hljóm á tónleikum í Fríkirkjunum í Hafnarfi rði og Reykjavík á sunnudag. TÓNLISTARMENNIRNIR Andrés Þór, Karl og Jón láta jólalögin óma í nýjum útsetningum. BÆKUR ★★ ★★★ DNA Yrsa Sigurðardóttir VERÖLD Yrsa Sigurðardóttir er þekkt fyrir að skapa mikla spennu og óhugn- anlegt andrúmsloft í bókum sínum og upphaf nýjustu skáldsögunnar, DNA, gefur fyrirheit um að hún bregðist ekki les- endum sínum hvað það varð- ar í þetta sinn. Óhugnanlegt og yfirmáta ofbeldis- fullt morð á að því er virðist blásak- lausri konu slær tóninn fyrir spenn- andi og flókna sögu að hætti glæpa- drottningarinnar. Fljótlega fer þó athygli lesandans að vakla og kemur þar margt til. Lögreglu- maðurinn Huldar sem stýrir rannsókninni er afskaplega daufgerð persóna og samvisku- bit hans yfir ýmsu óviðeigandi kvennafari vekur hvorki áhuga né samúð, hann er einfaldlega bara leiðinlegur. Hin aðalpersón- an úr hópi rannsóknaraðila er sál- fræðingur í Barnahúsi sem heitir Freyja og er snöggtum áhugaverð- ari persóna, en vantar þó herslu- mun til þess að taka yfir hlutverk rannsóknaraðilans sem lesandinn heldur með og óttast um. Baksaga hennar og tengsl inn í undirheima ná aldrei að skipta máli í sögunni og draga fremur úr spennu en auka hana. Þriðja aðalpersóna sögunnar er hinn utanveltu og ein- mana radíóamatör Karl en lengi vel er hans hlutverk í sög- unni ansi óljóst og óralangar lýsingar á því hvernig radí- óamatörar bera sig að við áhugamál sitt og út á hvað það gengur drepa áhuga lesandans næstum endan- lega. Það er ekki fyrr en á síðustu fimmtíu síðunum sem hægt er að tala um spennu og þá er það einfaldlega of seint, lesandanum gæti ekki staðið meira á sama um þetta fólk. Að þessu sögðu er ljúft og skylt að geta þess að Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum í því að koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu með lausn morðmálanna, en morð- in verða þrjú þegar upp er staðið hvert öðru grimmdarlegra. Ekki í eina mínútu hefði manni dottið í hug að gruna þann sem reynist sekur. Ástæður hans fyrir þrem- ur óhugnanlegum morðum, frömd- um með rafmagnstækjum, eru hins vegar ekki sérlega sannfær- andi en eins og oft í glæpasögum er lesandinn meira en tilbúinn að horfa fram hjá slíkum tittlingaskít ef það þjónar spennufíkn hans. Og til þess eru nú hrútarnir skornir í slíkum sögum. Glæpasagnahöfundar eiga mis- jafna spretti eins og aðrir höf- undar og í DNA er Yrsa einfald- lega ekki í essinu sínu en eflaust fyrirgefa hennar fjölmörgu aðdá- endur henni það og bíða spenntir eftir næstu bók glæpasagnadrottn- ingarinnar. Þeir vita sem er að hún getur betur og á eflaust eftir að sýna þeim það. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Heldur daufleg saga frá glæpasagnadrottningu Íslands en hressilegur endasprettur bjargar því sem bjargað verður. Spennulítil spennusaga „Brúður eru í aðalhlutverkum í sýn- ingunni og svo er mikil áhersla lögð á þátttöku áhorfenda,“ segir Helga Arnalds um Jólaguðspjallið sem sýnt verður í Gerðubergssafni á sunnu- daginn klukkan 14. Helga stýrir leik- húsinu 10 fingur er stendur að sýn- ingunni. Útfærslan á jólaguðspjallinu er sérstök eins og Helga lýsir. „Leið- indaskjóða, litla systir jólasveinanna, hefur verið fengin til að skemmta krökkunum. Hún er alveg jafn rugl- uð og þau á hamaganginum kringum jólin og dettur ekkert annað í hug en að lesa upp úr Biblíunni þeim til skemmtunar. Hana rekur þó fljótlega í vörðurnar því hún skilur hvorki upp né niður í þeim torskilda texta.“ Þar kemur í leikritinu að Leiðinda- skjóða rekst á nokkra jólapakka, að sögn Helgu. „Þegar hún gægist ofan í pakkana finnur hún alls kyns dýr og brúður sem reynast vera persónurn- ar úr jólaguðspjallinu. Eftir því sem hún opnar fleiri pakka fer jólaguð- spjallið að rifjast upp fyrir henni.“ - gun Jólaguðspjallið rifj ast upp við opnun pakka Leikhúsið 10 fi ngur sýnir leikrit um jólaguðspjallið í Gerðubergssafni á sunnudag. Áhorfendur taka þátt. STJÓRN- ANDINN Útfærslan á jóla- guðspjall- inu er sérstök,” segir Helga. „Við leggjum dálítið upp úr því að hafa tónleikana svolítið heimilis- lega og kósý. Dagskráin á að höfða til allra aldurshópa, þess vegna má alveg koma með börnin með,“ segir Gerður Bolladóttir sópran- söngkona um tónleika Trio Kal- inka í Garðakirkju á morgun. Tríó- ið skipa auk Gerðar þau Marina Shulmina á dorma og Flemming Viðar Valmundsson á harmóníku. „Við verðum með jólalög fá ýmsum löndum og áherslan er á þau íslensku en við flytjum sálm- ana á svolítið nýjan hátt. Rúss- neski stíllinn kemur sterkur inn því dorman er ekta rússneskt hljóðfæri með rómantíska tóna. Það er strengjahljóðfæri, ekki ósvipað banjói og hefur seiðandi tón. Mér finnst hann passa mjög vel við íslensku lögin,“ segir Gerð- ur. Þegar haldnir eru jólatónleikar finnst tríóinu staðsetning og umhverfi skipta máli. „Þess vegna völdum við Garðakirkju,“ segir Gerður glaðlega. „Þegar keyrt er að Garðakirkju, á leið út á Álfta- nes, er eins og breiður sveitafað- mur taki á móti manni og ljósadýrð frá kirkjugarðinum speglast í haf- fletinum. Kirkjan skartar líka sínu fegursta.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun, aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir yngri en 18 ára. gun@frettabladid.is Rómantískir tónar rússneskrar domru Trio Kalinka verður í jólaskapi í Garðakirkju síðdegis á morgun. Það lofar óvenju- legri hljóðfæraskipan, skemmtilegri dagskrá og heimilislegu andrúmsloft i. TRIO KALINKA Flemming Viðar Valmundsson, Gerður Bolla- dóttir og Marina Shulmina. MYND/MIKHAIL TIMOFEEV Lesið verður úr nýútkomnum barnabókum í Safnahúsinu við Hverfisgötu á morgun frá klukkan 16 til 18. Það eru rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson, Bryndís Björg- vinsdóttir, Ármann Jakobsson og Steinunn Jóhannesdóttir sem lesa úr bókum sínum í gamla lestrar- salnum. Nemendur úr Listaháskóla Íslands leika tónlist milli atriða og rjúkandi kakó verður á boð- stólum. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Barnabækur í Safnahúsi MYND/JÓHANNA ÞORKELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.