Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 30
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 leggur af stað á morgun! Jólalest Coca-Cola fer í sína árlegu hringferð laugar- daginn 13. desember með tilheyrandi ljósadýrð og jólatónum. Þetta verður 19. skiptið sem Jólalestin ekur um Höfuðborgarsvæðið og gleður íbúa og vegfarendur. Fylgstu með ferð Jólalestarinnar á coke.is #Jolalestin C o c a -C o la a n d t h e C o n to u r B o tt le a re r e g is te re d T ra d e m a rk s o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum rík- isstjórnarinnar. Í tilkynn- ingu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfé- lags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssátt- mála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja, Hanna Birna.“ Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópur- inn stendur fyrir framan Landspítalann með slag- orðið: „Stöðvum fóstur- eyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami. Tilræði Hópurinn fyrir framan Land- spítalann hefur líkt sinni líkam- legu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra rétt- ur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi ann- arra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sam- eiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líköm- um, þá birtast í mótmælum Líf- verndar ófriðsamleg og ofbeldis- full mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um sam- félag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Land- spítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofn- unin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítala- lóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifa- ríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerf- is eru svar við tilræði við samfé- lagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum til- ræðum. Ég vil því hér með hefja söfn- un undirskrifta til að færa Land- spítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/ landsp%C3%ADtalinn- st%C3%B6%C3%B0va- m%C3%B3tm%C3%A6li- l%C3%ADfverndar-%C3%A1- l%C3%B3%C3%B0-land- sp%C3%ADtalans?just_crea- ted=true Að kunna sig Í ljósi þess að ríkisstjórn- in vill óbreytt fyrirkomu- lag með núverandi flug- brautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samn- ingstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgang- ist árum saman. Réttast væri að afturkalla skipu- lagsrétt borgarinnar varðandi flugvöllinn með lagasetningu og hengja saman staðsetningu á nýjum Landspít- ala sem mótvægi á þröngsýni og óbilgirni borgaryfirvalda. Það er ágætis skiptimynt að borg- arstjórn verði gert ljóst með afgerandi hætti að spítalinn fari úr borginni, t.d. í Kópavog eða nágrannasveitarfélög. Borgaryfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir að þau hafa ekki ein með ákvörðunarvald að gera varðandi framtíð flugvallarins. Í ljósi þess að spítalinn er stærsti vinnustaður landsins, sem borgin hefur ómældar tekjur af, er hún ekki í sterkri samningsstöðu að hunsa þjóðarvilja um óbreytt- an flugvöll. Einnig má benda á að það er jafnlangt að ferðast til næstu sveitarfélaga eins og þaðan til Reykjavíkur til að leita sér læknisþjónustu. Að sama skapi mætti líka senda aðrar stofnanir víðsvegar út um land. Það er komið nóg af þessari óstjórn og orðhengilshjali varð- andi hvar flugvöllurinn eigi að standa. Bendandi í allar áttir varðandi nýja staðsetningu, t.d. á Hólmsheiði, Löngusker og fleiri misgáfulega staði. Flugmálayfir- völd eru ítrekað búin að lýsa því yfir að völlurinn verði að standa í óbreyttri mynd eigi ekki að skerða flugöryggi, samt er haldið áfram að búa til nýjar skýrslur til að hagræða staðreyndum. Jafnvel „Rögnunefnd“ sem öllu á að bjarga við úrlausn flugvall- arins er aðeins til þess fallin að draga þetta enn frekar á langinn og halda skrípaleiknum áfram með tilheyrandi kostn- aði sem mun síðan vart þola dagsljósið. Til upp- rifjunar skal nefnt að árið 2005 skipaði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, nefnd til að setja fram lausnir. Sú nefnd skilaði ítar- legri skýrslu sem hefur væntanlega kostað tugi milljóna en virðist síðan vera marklaust plagg. Yfirvöld hafa lítið annað sýnt en úrræða- leysi sitt með því að þæfa málið í skjóli nefnda og athafnaleysis. Það eru hreinlega engar fjár- hagslegar forsendur til að byggja nýjan flugvöll, jafnvel þó tæk- ist að finna aðra staðsetningu. Stjórnmálamenn og almenning- ur þurfa að átta sig á að ekki er endalaust hægt að halda áfram með þeim óábyrga hætti sem felst í mikilli skuldsetningu sem bitnar á næstu kynslóðum. Ráðaleysi Borgarstjóri þarf líka að gera sér grein fyrir að borgin er meira en listaspírur og póstfang 101, ekki síst þar sem nóg pláss er til að þétta byggðina í aust- ur. Sé vesturhluti borgarinnar svona verðmikill, hvers vegna á þá sér ekki stað landfylling við ströndina eins og á árum áður var úti á Granda, í Sundahöfn og víðar? Frekar skal allri efnis- uppkeyrslu vera beint austur í Rangárvallasýslu (Bolöldu) með ómældum kostnaði og óþægind- um fyrir vegfarendur. Slíkt er til þess fallið að auka að ástæðu- lausu akstur stórra vörubifreiða þvert í gegnum borgina og á Suðurlandsvegi, sem er þar að auki einbreiður, með ómældum aksturstöfum ásamt eignatjóni, auknum rúðubrotum og slysa- hættu sem hlýst af þessu fyrir- komulagi. Það væri á nokkrum áratugum unnt að gera landfyll- ingu í suðvesturhluta borgarinn- ar og víðar sem næmi þessum ferkílómetrum sem flugvöllur- inn tekur. Borgarstjórn ætti að íhuga að landsbyggðin hefur fyllilega lagt sitt af mörkum til að byggja velferðarkerfið upp í höfuð- borg allra landsmanna. Lands- byggðin á í húfi öryggi gagnvart því að flugvöllurinn verði áfram í óbreyttri mynd enda er hann lífæð sjúkraflutninga ásamt því að vera stysta, hraðvirkasta og öruggasta samgönguæðin. Það er umhugsunarefni að við- gengist hefur áratugum saman að flugvallarstarfsmenn sem og flugfarþegar hafi þurft að sætta sig við núverandi flugbragga ásamt aðstöðuleysi í og við flug- völlinn. Kjark- og ráðaleysi er allsráðandi áratugum saman, ásamt tómu hjali og yfirlýsing- um um framtíð vallarins, og ákvörðunarfælni. Sveitarstjórnir á landsbyggðinni ættu að standa betur saman og íhuga ráðaleysi sitt sem einkennist af máttleysis- legum ályktunum um hve flug- völlurinn er þeim mikilvægur. Borgaryfirvöld þurfa að fara að láta af því að hagsmunir útval- inna séu hafðir í hávegum með gróðabraski og gæluverkefnum við uppbyggingu borgarinnar. Úrræðaleysið er jafnvel svo yfir- gengilegt að það er ekki hægt að komast að niðurstöðu um framtíð- arstaðsetningu nýs kirkjugarðs innan borgarinnar. Borgarstjórn þarf að fara að gera sér grein fyrir að hún þarf að láta af þröng- sýni sinni og fara að standa undir eðlilegum samfélagsskyldum. Flugvöllur ekki einkamál borgaryfi rvalda SAMFÉLAG Bryndís Björnsdóttir myndlistarmaður ➜ Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. SKIPULAG Vilhelm Jónsson fj árfestir ➜ Það er komið nóg af þessari óstjórn og orð- hengilshjali varðandi hvar fl ugvöllurinn eigi að standa. Bendandi í allar áttir varð- andi nýja staðsetningu, t.d. á Hólmsheiði, Löngusker og fl eiri misgáfulega staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.