Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 84

Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 84
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 54 FÓTBOLTI Blikinn Kristinn Stein- dórsson varð í gær annar íslenski leikmaðurinn sem semur við lið í bandarísku MLS-deildinni í knatt- spyrnu frá endurstofnun henn- ar árið 1996. Kristinn gerði fjög- urra ára samning við Columbus Crew sem er frá samnefndri borg í Ohio-ríki, en Kristinn hefur spil- að síðustu þrjú ár með Halmstad í Svíþjóð. Þjálfari liðsins er Banda- ríkjamaðurinn Gregg Berhalter sem þjálfaði Hammarby í Svíþjóð frá 2012-2013. „Ég spilaði á móti Hammarby með Halmstad þegar við vorum í 1. deildinni í Svíþjóð. Hann þekk- ir mig síðan þá og hefur verið að fylgjast með mér,“ segir Kristinn í viðtali við Fréttablaðið. „Nú þegar ég var orðinn samningslaus hafði hann samband við mína umboðs- menn og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir hann. Lítur vel út Aðeins Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið á mála hjá MLS-liði, en hann spilaði með New York Red Bulls. Þekkingin á deildinni er því eðlilega ekki mikil á meðal Íslend- inga. „Mér fannst þetta spennandi þegar þetta kom upp þó ég vissi ekki mikið um deildina. Ég var aðeins efins fyrst. En um leið og ég var búinn að tala við þjálfarann og kynna mér félagið þá var þetta aldrei spurning í mínum huga,“ segir Kristinn, sem á þó eftir að heimsækja borgina. „Þeir voru bara að klára tíma- bilið núna og fóru svo í frí. Ég hef rætt við þjálfarann og fengið upp- lýsingar um félagið. Svo hef ég horft á nokkra leiki og séð tilþrif á YouTube. Þetta lítur mjög vel út.“ Á eftir að líða vel Columbus er ríflega 800 þúsund manna borg og deila tvö atvinnu- mannalið áhuga íþróttaunnenda. Það er NHL-liðið Columbus Blue Jackets og The Crew eins og fót- boltaliðið er kallað. Fótboltaáhugi er gríðarlega mikill í borginni og leikir Crew vel sóttir. Liðið var það fyrsta sem fékk völl sérhannaðan fyrir knattspyrnuleiki og þar spil- ar bandaríska liðið oft. „Það náttúrlega hjálpar að þarna er ekki NFL-lið sem tekur áhuga frá fótboltaliðinu sem gerir þetta mjög spennandi. Það er allt á réttri leið þarna. Ég hef verið að kynna mér hugmyndafræði liðs- ins og hvernig það vill gera hlut- ina. Það sem ég hef séð og heyrt líkar mér. Ég held mér eigi eftir að líða vel þarna,“ segir Kristinn, en hvað varðar fótboltann þá hentar hann þessum skjóta og marksækna kantmanni mjög vel. „Ég veit að liðið vill vera mikið með boltann sem hentar mér mjög vel. Það var með næstflestar send- ingar í deildinni á síðustu leik- tíð. Liðið spilar leikkerfið 4-2-3-1 og þessir þrír fyrir aftan fram- herjann eiga að koma „inn á völl- inn“ og skapa hluti þaðan. Það er gott fyrir mig, en í Svíþjóð var ég meira hefðbundinn kantmaður.“ Dreymir um landsliðið Kristinn hefur verið í lykilhlut- verki hjá Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár og skoraði átta mörk á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki enn feng- ið tækifæri í landsliðshópi Lars og Heimis, en vonast til að þessi félagaskipti hjálpi til við það. „Ákvörðunin var ekki tekin með mið af landsliðinu, en ég held klár- lega að þetta skref muni hjálpa mér. Ég verð í betra umhverfi og betri deild tel ég tvímælalaust. En svo er bara undir mér komið að standa mig. Þó ákvörðunin sé ekki tekin í von um að fá landsliðs- kall þá held ég að þetta eigi eftir að auka möguleikana á því. Það er náttúrlega það sem maður von- ast eftir. Það hefur verið draum- ur lengi að fá fyrsta leikinn með landsliðinu,“ segir Kristinn, sem er ánægður með þau skref sem hann hefur tekið á ferlinum. Hann fór úr Pepsi-deildinni í sænsku 1. deildina og upp með sínu liði í sænsku úrvalsdeildina. Og nú fær hann tækifæri í stórri deild. „Ég er mjög sáttur við þetta og held að þetta sé ekki of stórt skref. Ég hef fulla trú á því að ég geti haft áhrif þarna strax og hjálpað liðinu.“ Kall frá Beckham? Í fyrradag fór fram hálfgert nýliðaval í MLS-deildinni þar sem nýju liðin tvö, New York City FC og Orlando City SC, fengu að velja sér tíu leikmenn hvort frá hinum liðunum til að stækka leikmanna- hópa sína. Eftir nokkur ár kemur nýtt lið í Miami inn í deildina og fær að gera það sama, en eigandi þess er David Beckham. „Hver veit nema maður endi þar. Það væri ekki leiðinlegt að sitja inni í klefa og svo kæmi Beckham að segja manni að maður hefði stað- ið sig vel,“ segir Kristinn og hlær. „En fyrsta skrefið er auðvitað bara að komast í liðið hjá Crew og standa mig þar. Þjálfarinn hefur sagst hafa fulla trú á mér. Ég ætla að reyna að gera mitt besta þarna og allt annað er aukatriði,“ segir Kristinn. tomas@365.is Séð tilþrif á YouTube Knattspyrnumaðurinn Kristinn Steindórsson gekk í raðir bandaríska MLS-liðsins Columbus Crew í gær. Hann er spenntur fyrir nýju verkefni í nýju landi. VESTURFARI Kristinn gerði fjögurra ára samning við bandaríska MLS-liðið Columbus Crew í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég verð í betra umhverfi og betri deild tel ég tvímælalaust. Kristinn Steindórsson, nýr leikmaður MLS-liðsins Columbus Crew. JÓLATILBOÐ 69.900 120X200 CM JÓLATILBOÐ 111.120 140X200 CM JÓLATILBOÐ 135.920 160X200 CM FÓTBOLTI Martin Rauschenberg, danski miðvörðurinn sem spilað hefur með Stjörnunni í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, stefnir á að spila í Noregi eða Svíþjóð á næstu leiktíð. Hann var á reynslu hjá Lille- ström en semur þó ekki við liðið sem Rúnar Kristinsson þjálfar nú. „Mér gekk vel hjá Lilleström og þeir voru ánægðir með mig. En síðan ákvað þjálfarinn að hætta og félagið er líka í fjárhags- vandræðum. Umboðsmaður minn er byrjaður að leita að nýju liði,“ segir Rauschenberg við Bold.dk. Miðvörðurinn telur ólíklegt að lið í heimalandinu semji við hann og því komi hin Norðurlöndin frekar til greina. Hann útilokar ekki að koma aftur til Stjörnunnar eða Ís- lands, en það er ekki fyrsti kostur. „Ég loka samt engum dyrum. Ég get fengið góðan samning og fínan peninga á Íslandi þar sem mér hefur gengið svo vel síðustu ár. Ég er að leita á markaðnum en ef ég finn ekkert gæti ég farið aftur til Íslands,“ segir Martin Rauschenberg. Ísland ef allt annað bregst HANDBOLTI FH varð í gærkvöldi sjöunda liðið sem tryggir sér farseðil- inn í átta liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta þegar liðið lagði Fram að velli í Safamýri, 28-24. FH náði forystunni eftir tíu mínútna leik og lét hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 12-14 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum. Magnús Óli Magnússon var skæðastur í liði FH, en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum og Benedikt Reynir Kristinsson setti sex mörk úr horninu. Ágúst Elí Björgvinsson varði ekki nema átta skot í markinu. Hjá Fram var Stefán Baldvin Stefánsson markahæstur með sjö mörk og Garðar B. Sigurjónsson skoraði fimm. Kristófer Fannar Guðmunds- son byrjaði í markinu og varði níu skot, en Valtýr Már Hákonarson átti öfluga innkomu og varði sex af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. ÍBV, Valur, Stjarnan, Akureyri, Afturelding, Haukar, ÍR og FH eru nú komin í átta liða úrslitin og á bara eftir að koma í ljós hvort ÍBV2 eða Þróttur fylgir þeim. Annað hvort þeirra verður eina neðri deildar liðið í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna. - tom FH sjöunda liðið í átta liða úrslitin MARK Magnús Óli Magnússon skorar eitt af sjö mörkum sínum fyrir FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.