Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 50
12 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 Hin svokölluðu brúnkukrem geta svo sannarlega verið himnasending fyrir þá sem kunna að brúka þau en verk- færi djöfulsins ef rangt er að farið við meðhöndlunina á þeim. Flest kremin innihalda efnið dihydroxyacetone eða DHA sem gengur í efnasamband við ákveðnar amínósýrur sem finna má í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarf- ið myndast brún litarefni sem kallast melanoidin. Húðin fer úr því að vera föl og fannhvít í að vera sveipuð gyllt- um ljóma og dekkri húðlit á mettíma. Kremin eru misjafnlega litsterk og fljótvirk en eitt eiga þau sammerkt, það er að maður þarf að vanda til verks ef ekki á illa að fara. Fylgdu eftirfarandi ráðum í einu og öllu og sólbrúnt hör- undið bíður handan við hornið. Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu hand- fylli af fínmöluðu salti út í og skrúbb- aðu líkamann í sturtunni og skol- aðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augna- blik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukrem- inu. Það eru nokkrar út- gáfur í boði, til að mynda froða, sprey og krem. Til þess að koma í veg fyrir lit- aða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo „brúnkukrems-svamp- hanska“. Settu kremið í hanskann og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði, til dæmis handarkrikana, milli lær- anna og hnésbæturnar. Ekki of mikið í andlitið Notaðu annað- hvort brúnkukrem sem er sérstaklega gert fyrir andlit eða þynntu það út sem þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan, annað gæti komið illa út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til, áður en að þú ferð í hátt- inn. En gættu þess þó að brúnku- kremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og ein- hver hafi bráðnað í þeim. KANNTU LISTINA AÐ BERA Á ÞIG FRÍSKANDI BRÚNKUKREM? Þegar unnið er með brúnkukrem er nauðsynlegt að kunna réttu tökin svo ekki fari illa. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins BAÐSALT FYRIR JÓLIN Yndislegt baðsalt með jólailmi sem er tilvalið til þess að gefa í jólagjöf eða nota sjálfur yfir hátíðarnar. 4 bollar epsom-salt ½ bolli fínmalaðir hafrar 2 teskeiðar kanill 10 dropar af appelsínu-ilmkjarnaolíu Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál og hellið svo ilmkjarnaolíunni saman við í lokin. Hellið innihaldinu í fallega krukku og setjið fallegan jóla- borða og merkimiða á. Þá er komin falleg og per- sónuleg jólagjöf sem allir geta notið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.