Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 50

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 50
12 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 Hin svokölluðu brúnkukrem geta svo sannarlega verið himnasending fyrir þá sem kunna að brúka þau en verk- færi djöfulsins ef rangt er að farið við meðhöndlunina á þeim. Flest kremin innihalda efnið dihydroxyacetone eða DHA sem gengur í efnasamband við ákveðnar amínósýrur sem finna má í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarf- ið myndast brún litarefni sem kallast melanoidin. Húðin fer úr því að vera föl og fannhvít í að vera sveipuð gyllt- um ljóma og dekkri húðlit á mettíma. Kremin eru misjafnlega litsterk og fljótvirk en eitt eiga þau sammerkt, það er að maður þarf að vanda til verks ef ekki á illa að fara. Fylgdu eftirfarandi ráðum í einu og öllu og sólbrúnt hör- undið bíður handan við hornið. Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu hand- fylli af fínmöluðu salti út í og skrúbb- aðu líkamann í sturtunni og skol- aðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augna- blik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukrem- inu. Það eru nokkrar út- gáfur í boði, til að mynda froða, sprey og krem. Til þess að koma í veg fyrir lit- aða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo „brúnkukrems-svamp- hanska“. Settu kremið í hanskann og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði, til dæmis handarkrikana, milli lær- anna og hnésbæturnar. Ekki of mikið í andlitið Notaðu annað- hvort brúnkukrem sem er sérstaklega gert fyrir andlit eða þynntu það út sem þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan, annað gæti komið illa út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til, áður en að þú ferð í hátt- inn. En gættu þess þó að brúnku- kremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og ein- hver hafi bráðnað í þeim. KANNTU LISTINA AÐ BERA Á ÞIG FRÍSKANDI BRÚNKUKREM? Þegar unnið er með brúnkukrem er nauðsynlegt að kunna réttu tökin svo ekki fari illa. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins BAÐSALT FYRIR JÓLIN Yndislegt baðsalt með jólailmi sem er tilvalið til þess að gefa í jólagjöf eða nota sjálfur yfir hátíðarnar. 4 bollar epsom-salt ½ bolli fínmalaðir hafrar 2 teskeiðar kanill 10 dropar af appelsínu-ilmkjarnaolíu Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál og hellið svo ilmkjarnaolíunni saman við í lokin. Hellið innihaldinu í fallega krukku og setjið fallegan jóla- borða og merkimiða á. Þá er komin falleg og per- sónuleg jólagjöf sem allir geta notið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.