Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 49
LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 • 11 MYNDAALBÚMIÐ hanna brosandi. Við tók heilmik- ill undirbúningur enda að mörgu að huga og stuttur tími til stefnu. Eins og alþjóð veit fór Jóhanna með sigur af hólmi í keppninni hér heima og lenti í öðru sæti í stóru keppninni sjálfri sem þá var hald- in í Moskvu. „Ég man eftir því að standa á sviðinu á lokakvöld- inu stolt og ánægð yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og vera hing- að komin aðeins átján ára gömul. Þarna var ég með eina bestu sóló- ista Íslands, Heru Björk, Ernu Hrönn og Friðrik Ómar og var svo þakklát fyrir að hafa þau með mér. Þetta var stund sem maður upp- lifir bara einu sinni á ævinni.“ Við sviðið stóðu fagnandi tæplega átta- tíu þúsund manns og ætlaði allt um koll að keyra þegar tilkynnt var að Ísland hefði lent í öðru sæti í keppninni. „Ég áttaði mig hrein- lega ekki á því hvað hafði gerst fyrr en löngu síðar. Ég man eftir því að Friðrik Ómar hristi mig og spurði hvort ég væri að átta mig á þessu,“ segir Jóhanna og hlær. Eurovision-förunum var tekið sem þjóðhetjum við heimkomuna og segir Jóhanna það hafa verið ómetanlegt að finna fyrir hlýjum móttökum þjóðarinnar á sínum tíma. Músíkölsk ást Sambýlismaður Jóhönnu er Davíð Sigurgeirsson, gítarleikari og tón- listarkennari, og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan þau kynnt- ust fyrir tæpum fimm árum. „Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var þegar við hittumst fyrst en það var í fermingu hjá syni þeirra Gunna og Kollu, hönnuða sem hönnuðu kjólinn minn í Eurovision ásamt Möggu stílista. Ég var vön að koma með minn eigin gítarleik- ara en í þetta skiptið gerðist þess ekki þörf þar sem að þau sögðu að það væri nú þegar kominn gítar- leikari og óþarfi að bæta öðrum við. Ég sendi honum lögin sem ég ætlaði að syngja en svo hittumst við í veislunni í fyrsta skiptið. Frá þessum tímapunkti varð ekki aftur snúið en það mætti segja að ég hafi fyrst orðið ástfangin af honum í tónlistarlegum skilningi, við höfðum bara einhvern veg- inn sama takt,“ segir Jóhanna. Þau fluttust um tíma búferlum til Nor- egs, nánar tiltekið til Kongsvin- ger, en þar höfðu þau fengið boð frá bæjar stjórninni um að syngja og spila í skiptum fyrir húsnæði og uppihald. „Við ákváðum bara að slá til og prófa hvernig okkur myndi líka. Davíð líkaði dvölin töluvert betur en mér og allt gekk vel en ég saknaði heimahaganna og fjölskyldunnar og við ákváðum að snúa aftur heim.“ Davíð og Jó- hanna skilja hvort annað í gegnum tónlistina og vinna vel saman á því sviði. „Davíð er ótrúlega fær tón- listarmaður og gaman fyrir okkur að fá tækifæri til að vinna saman. Við erum saman í hljómsveit sem við köllum Diskólestina og höfum verið að spila meðal annars á böll- um, árshátíðum og brúðkaupum og verðum með áramótaball á Spot þar sem eintóm gleði verður við völd,“ segir Jóhanna glöð í bragði. „Mér finnst ég bara ótrúlega hepp- in að fá að lifa á því sem mér þykir skemmtilegast og langar að halda áfram á þessari braut í framtíð- inni og að sjálfsögðu langar mig að stofna fjölskyldu en það er seinni tíma markmið,“ segir þessi unga og hæfileikaríka söngkona sem lætur ekkert stöðva sig í að upp- fylla drauma sína og þrár. „Mér finnst ég bara ótrúlega heppin að fá að lifa á því sem mér finnst skemmti - legast og langar að halda áfram á þessari braut.“ Jóhanna og Glódís, sambýlismaðurinn Davíð og Jóhanna áður en hún steig á svið í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.