Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 74
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Í Álfagarðinum sem er í Hellis- gerði í Hafnarfirði kennir ýmissa grasa. Þar má finna margs konar muni og handverk tengt álfum, meðal annars álfate sem unnið er úr íslenskum jurtum. Uppruni tesins er sérstakur en uppskriftina segir Ragnhildur Jónsdóttir, sem rekur Álfagarðinn, koma frá álfa- seiðkonu. „Hún býr í þessu fallega beyki- tré sem er svolítið magnað, þetta tré á marga vini sem heimsækja það. Mennska vini á ég við,“ segir Ragnhildur en beykitréð stendur í Álfagarðinum. „Ég hef alltaf heimsótt þetta tré og þótt vænt um það frá því ég var krakki. Kom í ljós að margir sem búa hér í kring eða bjuggu hérna áður hafa heimsótt tréð. Sumir hugleiða við það og sumir koma bara og klappa því í laumi, eða ekkert í laumi. Það er bara eitthvað sérstakt við þetta tré.“ Nóg verður um að vera í Álfagarð- inum á aðventunni. Nú stendur yfir myndlistarsýning með verk- um eftir Ragnhildi en viðfangs- efni sýningarinnar er hraunið og eru verkin unnin með blandaðri aðferð. Laugardaginn 20. desem- ber verður kyrrðarstund við álfa- kirkjuna í Hellisgerði. „Kyrrðar- stundin hefst klukkan tólf þegar sólin er vonandi að kíkja hérna yfir. Kerti og lítil róleg stund,“ segir Ragnhildur og bætir við að öllum sé velkomið að koma og taka þátt í kyrrðarstundinni. - gló Kraumsverðlaunin, árleg plötu- verðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í sjöunda sinn í gær. Í ár fengu sex hljómplötur verðalaunin; Óbó, Pink Street Boys og Hekla Magnúsdóttir fyrir frumburði sína, en Hekla gefur sjálf út sex laga stuttskífu sína. Pönk-dauðarokksveitin Börn var verðlaunuð fyrir sína fyrstu breiðskífu, en sveitin hefur áður gefið út smáskífur undir heit- inu Norn. Kippi Kanínus hlaut Kraumsverðlaun fyrir sína þriðju breiðskífu, Temperaments, og Anna Þorvaldsdóttir, sem á að baki hljómplötur ein síns liðs og í samfloti með öðrum, fyrir Aeri- al. Verðlaunin voru afhent í húsa- kynnum Kraums í Vonarstræti 4B. Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgir, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sér- staka athygli á því sem er nýtt og spennandi. Einnig þeim verk- um sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Verðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu held- ur að verðlauna þær sex hljóm- plötur sem hljóta verðlaunin og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumsverðlaunin koma oft á óvart. Bæði þekktir og óþekktari listamenn á uppleið hafa hlotið verðlaunin fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Alls hefur 31 hljómplata hlotið þessa viðurkenningu. Í mörgum tilvikum hafa þær plötur og lista- menn sem hlotið hafa Kraums- verðlaun hlotið aukna athygli í kjölfar þeirra, og látið enn frekar á sér kræla í íslensku og alþjóð- legu tónlistarlífi árin á eftir. - fb KRAUMSVERÐLAUNIN 2014 ● Anna Þorvaldsdóttir – Aerial ● Börn – Börn ● Hekla Magnúsdóttir – Hekla ● Kippi Kanínus – Temperaments ● Óbó – Innhverfi ● Pink Street Boys - Trash from the Boys Sex fl ytjendur hlutu Kraumsverðlaunin Hin árlegu Kraumsverðlaun voru afh ent í gær. Líkt og undanfarin ár hlutu sex plötur verðlaunin. Anna Þorvaldsdóttir og Kippi Kaninus á meðal verðlaunahafa. KIPPI KANÍNUS Raftónlistarmaðurinn er á meðal þeirra sem hlutu verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR plata hefur fengið Kraumsverðlaunin31 Vinamargt beykitré í Álfagarði í Hellisgerði Dagskrá með myndlistarsýningu og kyrrðarstund. ANNA ÞORVALDS- DÓTTIR Anna hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötu sína Aerial. Hún á að baki hljómplötur ein síns liðs og í sam- floti með öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁLFAGARÐURINN Ragnhildur stendur hér við beykitréð sem hún heldur mikið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÍST VIKUNNAR Halldór Armand @HalldorArmand Að ganga til liðs við ISIS eru einhver þau kröftugustu mótmæli sem ég get ímyndað mér gegn aðför íslenskra stjórnvalda að kvikmyndabransanum. Kött Grá Pje @KottGraPje Við Kurt Vonnegut hefðum orðið algjörir homies. Hann fyndni gaurinn, ég bömmandi sígó gaurinn. M-kenning, möguleik- arnir. Andri Snær Magnason @AndriMagnason Skattur á náttúru og bækur - Sjálfstæðisflokk- urinn að hefna sín á vinstri grænum. Sunna Ben @SunnaBen Ég vil fara á námskeið í R&B dönsum sömdum fyrir karl- menn, ég vil læra að engjast eins og Tyrese og Usher! Ekki halda að ég sé að grínast! Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts Mundi ekki hvað eldgosið sem er í gangi (er það búið?) heitir svo nú halda nokkrir Kanar að það heiti Baggalútur. #fyrstasemmér- dattíhug Tilnefningar til Golden Globe- verðlaunanna voru tilkynntar í gær og er Íslendingurinn Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður meðal tilnefndra. Jóhann er tilnefndur fyrir bestu frumsömdu tónlist- ina í kvikmyndinni The Theory of Every thing, sem fjallar um námsár eðlisfræðingsins Stephens Hawk- ing við Cambridge-háskóla og samband Hawkings við fyrrver- andi eiginkonu sína, Jane Wilde. The Theory of Everything hlaut alls fjórar tilnefningar en myndin er einnig tilnefnd sem besta kvik- myndin, Eddie Redmayne tilnefnd- ur sem besti dramaleikarinn og Felicity Jones tilnefnd sem besta dramaleikkonan. Redmayne þykir hljóta talsverða samkeppni í sínum flokki en þar er Benedict Cumberbatch einnig til- nefndur fyrir The Imitation Game. Flestar tilnefningar í ár hlaut kvik- myndin Birdman sem leikstýrt er af Alejandro González Iñárritu. Birdman er tilnefnd er til alls sjö Golden Globe-verðlauna: sem besta myndin í flokknum gamanmyndir eða söngleikir, fyrir bestu tónlist- ina, Michael Keaton sem besti leik- arinn í flokki gamanmynda og söng- leikja og besta handritið. Einnig voru Edward Norton og Emma Stone tilnefnd sem besti leikari og leikkona í aukahlutverkum. Golden Globe-verðlaunin verða veitt ellefta janúar á næsta ári, þetta er í sjötug- asta og annað skipti sem hátíðin er haldin og munu Tina Fey og Amy Poehler verða kynnar í þriðja sinn. Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe Kvikmyndin The Theory of Everything hlýtur fj órar tilnefningar en hátíðin er nú haldin í sjötugasta og annað sinn. TILNEFNDUR Jóhann Jóhannsson hlaut tilnefningu fyrir bestu frum- sömdu tónlistina. BESTI LEIKARINN Eddie Redmayne er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking í The Theory of Everything. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var árið 2000 tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna. Björk var tilnefnd sem besta dramaleikkonan fyrir kvikmyndina Dancer in the Dark og einnig fyrir besta frumsamda lagið úr kvikmyndinni, I’ve seen it all, sem samið var ásamt Lars von Trier leik- stjóra og Sjón. Björk tilnefnd LÍFIÐ 12. desember 2014 FÖSTUDAGUR Ég hef alltaf heimsótt þetta tré og þótt vænt um það frá því ég var krakki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.