Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 12
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAMFÉLAG Nokkur þúsund fjölskyld- ur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgar- svæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjöl- skyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýn- ist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síð- ustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefnd- ar er í formi matar og börn fá smá- gjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þess- um tíma og fyrir jól koma oft stór- ar pakkningar af ýmiss konar gjafa- vöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“ Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjöl- skyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsókn- ardagur hafi verið síðastliðinn föstu- dag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálp- ræðisherinn í Reykjavík hafa ákveð- ið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borg- inni í ár. „Þar sem önnur hjálparsam- tök eru að störfum á höfuðborgar- svæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálp- arstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyld- ur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni. ibs@frettabladid.is Þúsundir fjölskyldna fá aðstoð til jólahalds Fimm þúsund fjölskyldur fengu aðstoð fyrir jólin í fyrra hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði konur og karlar hringja grátandi og biðja um hjálp. ÚTHLUTUN UNDIRBÚIN Starfskonur Mæðrastyrks- nefndar undirbúa jólaúthlutun á Korputorgi. Ragnhildur Guðmunds- dóttir, sem er í miðið, segir marga eiga við verulega erfið- leika að etja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 47 10 Fallegar jólagjafir jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að Landsnet fjarlægi háspennulín- ur í landi bæjarins og segir þær hamla eðlilegri þróun sveitar- félagsins. Ályktun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórninni á mið- vikudag. „Við erum að fara fram á að staðið verði við samkomulag frá 2009 um flutning á línum sem liggja að Hamranesi við Valla- hverfið og fara í gegnum nýja hverfið Skarðshlíð þar sem búið er að leggja götur og setja upp staura,“ segir Haraldur L. Har- aldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar. Haraldur sendi fyrirtæk- inu bréf í byrjun desember þar sem hann óskar eftir viðræð- um um línurnar og tengir þær við umsókn Landsnets um fram- kvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. „Við óskum eftir því að fyrir- tækið útskýri hvaða forsendur hafi breyst frá samkomulaginu 2009 og réttlæti að Landsnet hafi frestað þessum framkvæmdum. Það er mjög mikilvægt að þess- ar línur verði fjarlægðar svo við getum haldið áfram með uppbygg- ingu á svæðinu,“ segir Haraldur. Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir fyrirtækið hafa fullan hug á að standa við samkomulagið og hefja viðræður við bæjaryfirvöld. „Það var gerður viðauki við samninginn í október 2012 og þá var farið yfir allar þessar for- sendur sem meira og minna tengj- ast því að flutningsþörfin inn á svæðið jókst hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir í kjölfar efnahags- hrunsins. Við höfum fullan skiln- ing á stöðu Hafnarfjarðarbæjar og í samningnum er gert ráð fyrir að við byggjum ný mannvirki, eigi síðar en 2020, sem þurfa að rísa svo línurnar geti farið,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Bygging Suðurnesjalínu 2 er í raun og veru fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmdaröð og því erum við að þrýsta á að fá leyfi fyrir henni.“ - hg Hafnarfjarðarbær óskar eftir viðræðum um línurnar: Krefst þess að Landsnet fjarlægi háspennulínurnar VIÐ VELLINA Háspennu- línur Lands- nets liggja að Hamranesi við Valla- hverfið í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÓGRÆKT Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar jólaskóginn fyrir höfuðborgarbúum með því að höggva fyrsta tréð klukkan 11 á laugardaginn. Allur ágóði af sölu jólatrjáa rennur til uppbyggingar og við- halds Heiðmerkur. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróður- setur félagið að minnsta kosti þrjátíu tré. Jólasveinar koma í heimsókn alla dagana sem jólaskógurinn er opinn og varðeldur er kveiktur. Boðið verður upp á heitt kakó og jólalög sungin. - jhh Jólaskógurinn í Heiðmörk: Þrjátíu lítil tré fyrir eitt stórt ALÞINGI Minnihluti fjárlaganefnd- ar telur að í ljósi eldsumbrota í Holuhrauni þurfi að stofna ham- farasjóð. Hann sjái um þá þætti sem aðrir sjóðir, eins og ofan- flóðasjóður, Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging sjái ekki um. Til dæmis afleiðingar flóða af völd- um eldgosa. Þetta er meðal þess sem kom fram í nefndaráliti við fjár- aukalög fyrir þriðju umræðu. Umræðunni lauk í gær en atkvæðagreiðslu er ólokið. Ann- arri umræðu um frumvarpið lauk rétt fyrir tíu í fyrrakvöld. - jhh Fjáraukalög rædd á Alþingi: Vilja stofna hamfarasjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.