Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 32
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Oft hefur það verið talið
til góðrar stjórnkænsku að
getað hlustað eftir tíðar-
andanum. Þannig er góðum
stjórnvöldum á hverjum
tíma nauðsynlegt að geta
greint hvernig viðhorf og
viðmiðanir breytast, hvern-
ig kraftar samfélagsins
finna sér farveg og hvernig
verðmætamat almennings
þroskast og þróast. Hjá lít-
illi þjóð í litlu og viðkvæmu
hagkerfi geta lagasetningar
stjórnvalda haft gríðarlega afdrifa-
ríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir
að valdhafar séu færir um að spila
rétt úr þeim spilum sem þeir hafa
á hendi og forðist að setja allt í bál
og brand með ákvörðunum sínum. Á
síðustu dögum hafa þrjár óskahug-
myndir valdamanna varðandi sam-
eiginlegan þjóðarauð Íslendinga
komið fram og er hver og ein þeirra
til þess fallin að setja allt á annan
endann í samfélaginu.
Versta útfærslan
Fyrst er til að taka að iðnaðar- og
viðskiptaráðherra hefur nú keyrt
hugmynd sína um svokallaðan nátt-
úrupassa í gegn um ríkisstjórn og
kemur hún því til kasta Alþingis. Sú
útfærsla sem nú er kynnt til sögunn-
ar, er sú versta af nokkrum mögu-
legum eins og margoft hefur verið
bent á. Fyrir réttu ári þá fullyrti
ráðherra ferðamála að gagnrýni á
náttúrupassann væri ekki tímabær
þar sem ekki væri búið að útfæra
framkvæmdina. Útfærslan í henn-
ar höndum liggur nú fyrir og ljóst
er að Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir ætlar að halda áfram tilraunum
sínum til að þvinga þessa óhæfu
ofan í þjóðina. Þessi útfærsla ráð-
herrans til að fjármagna eðlileg og
nauðsynleg verkefni til viðhalds og
verndar náttúru Íslands, er versta
mögulega leiðin sem í boði er. Hún
er einnig í algerri andstöðu við Sam-
tök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin
í landinu, Samtök útivistar-
félaga, Landvernd, Nátt-
úruverndarsamtök Íslands
og fleiri. Þessir aðilar hafa
í riti og ræðu harðlega mót-
mælt þessari útfærslu.
Galin hugmynd
Mun áhrifaríkari leiðir eru
fyrir hendi, með minni til-
kostnaði, einfaldari inn-
heimtu og með mun sterkari
tekjustofni. Um þær leiðir
væri hægt að mynda breiða
og þétta samstöðu alls almennings.
Fyrir utan hvað hugmynd ráðherra
er vond í utanumhaldi þá er hér
einnig gerð aðför að almannarétti
allra Íslendinga til aðgangs að sínu
eigin landi. Um útfærslu iðnaðar-
ráðherra mun aldrei nást samstaða.
Í öðru lagi þá var stríðshanskan-
um kastað með tillögu atvinnuvega-
nefndar Alþingis um að færa átta
virkjanahugmyndir í nýtingarflokk
rammaáætlunar. Það mál er reynd-
ar allt hið furðulegasta og það má
spyrja sig hvað atvinnuveganefnd
og formanni hennar gangi til. Það
fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir
mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur
út fyrir að þessi aðkoma nefndar-
innar að málinu sé í andstöðu við
málsmeðferðarreglur rammaáætl-
unarlaga. Kjarni málsins er þó sá að
sé einungis litið til þeirra náttúruau-
ðæva sem hér liggja undir, er vand-
séð að um málið náist nokkur sátt
við áhugafólk um ferðamennsku og
náttúruvernd. Það að setja Haga-
vatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun,
Hágönguvirkjanir og Hólmsár-
virkjun við Atley í nýtingarflokk, er
hreint út sagt galin hugmynd. Um
virkjanir á þessum viðkvæmu nátt-
úruperlum og ferðamannastöðum
mun aldrei nást nein sátt.
Óafturkræfar skemmdir
Þriðja vitleysishugmyndin er óska-
draumur Landsnets og Vegagerð-
arinnar um að leggja risalínu yfir
Sprengisand með tilheyrandi upp-
byggðum heilsársvegi. Það er
reyndar með nokkrum ólíkindum
að nokkrum manni skuli yfirleitt
detta í hug að eyðileggja þessa ein-
stöku perlu sem miðhálendi Íslands
er. Því hefur verið haldið fram að
fyrirhuguð lína sé til að tryggja
afhendingu rafmagns almennt.
220kV háspennulína um Sprengi-
sand hefur flutningsgetu langt
umfram það. Reyndar hefur verið
fullyrt að línan eigi að tryggja raf-
magn til stóriðju á Austurlandi.
Ljóst er að framkvæmdir Landsnets
og Vegagerðarinnar myndu hafa
mikil og óafturkræf áhrif á miðhá-
lendið. Framkvæmdum myndi
fylgja óásættanleg áhrif á nátt-
úru, landslag og víðerni en einnig
skerða möguleika á útivist og ferða-
þjónustu á hálendinu. Hálendið eins
og við þekkjum það í dag, myndi því
tilheyra fortíðinni með tilheyrandi
skaða fyrir núverandi og ókomnar
kynslóðir.
Af þessari upptalningu má draga
einfalda ályktun: stjórnvöld og ráða-
menn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði
við náttúruunnendur, ferðaþjón-
ustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöld-
um tekst að koma þessum áformum
sínum í framkvæmd þá tapa allir
þegar til lengri tíma er litið. Því er
það nauðsynlegt að allir unnendur
ferðamennsku og íslenskrar nátt-
úru leggi sitt af mörkum í barátt-
unni sem fram undan er. Munum
það að við fáum eflaust ekki nema
eitt tækifæri til að koma þessum
málum í réttan farveg því verstu
skemmdirnar sem stefnt er að eru
óafturkræfar. Gleymum því ekki.
Náttúrunni er ógnað
Í október hefur Lionshreyf-
ingin á Íslandi staðið fyrir
Alþjóða sjónverndardeg-
inum eins og komið hefur
fram í fjölmiðlum undan-
farið. Lions á Íslandi hefur
um langt árabil styrkt sjón-
vernd og gefið nokkur tæki í
þeirri þágu. Í nóvember voru
Lionsfélagar um allt land
með sykursýkismælingar
sem gengu mjög vel.
Færri vita að Lionshreyf-
ingin hér á landi hefur rekið
MedicAlert sem er sjálfseignastofn-
un sem starfar án ágóða undir vernd-
arvæng Lions hér á Íslandi. Lions-
félagar vinna við þetta verkefni í
sjálfboðavinnu og hafa gert frá upp-
hafi.
En hvað er MedicAlert og hvert
er hlutverk þess? MedicAlert eru
alþjóðleg öryggissamtök, rekin án
ágóða, sem veita upplýsingar um
merkisbera á neyðarstundu. Í næst-
um þrjá áratugi hefur Lionshreyfing-
in annast MedicAlert á Íslandi eða
síðan 1985 og nota um 5.000 manns
á landinu merkið. Það bera nú um 4
milljónir manna í 40 löndum í fimm
heimsálfum. Lionshreyfingin vinnur
að því að uppfæra og kynna Medic-
Alert með ýmsum hætti. Afar brýnt
er til að mynda að heilbrigðisstarfs-
menn, sjúkraflutningafólk og allir
þeir sem koma að slysum eða hættu-
ástandi þekki merkið. Einnig kynn-
um við nú MedicAlert fyrir skóla-
fólki og leggjum við einnig áherslu á
að læknar og starfsfólk heilbrigðis-
stofnana fái upplýsingar um Medic-
Alert og tilgang þess. Mikil og góð
samvinna er hjá MedicAlert á Íslandi
og LSH en tölvukerfi þessara eru
tengd saman þar sem skrá meðlima
er geymd hjá þeim.
Þríþætt aðvörunarkerfi
Tilgangur MedicAlert er að koma
á og starfrækja aðvörunar-
kerfi fyrir sjúklinga með
alvarlega sjúkdóma eins og
t.d. sykursýki eða ofnæmi,
sem af einhverjum ástæð-
um gætu veikst þannig, að
þeir verði ófærir um að gera
grein fyrir veikindum sínum og gætu
þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga
meðferð.
Aðvörunarkerfið MedicAlert er
þríþætt; merki, upplýsingaspjald og
tölvuskrá.
■ Í fyrsta lagi er um að ræða málm-
merki sem borið er í keðju um háls
eða með armbandi um úlnlið og
greinir helstu áhættuþætti merkis-
bera. Til eru mismunandi armbönd
og útlit á merkinu.
■ Í öðru lagi fylgir plastspjald í
kreditkortastærð fyrir veski þar
sem fram koma fyllri upplýsingar
um viðkomandi sjúkling, sjúkdóms-
greining og eða ábending um með-
ferð sjúkdómsins.
■ Loks er að finna ítarlegar upplýsing-
ar í tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa-
og bráðadeildar Landspítalans. Þar er
gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta
fyrir neyðarnúmer MedicAlert.
Skristofa MedicAlert er í Sóltúni
20 í Reykjavík og er síminn þar
533 4567. Heimasíða MedicAlert er
www.medicalert.is. Á heimasíð-
unni má sjá margar mismunandi
útfærslur á þeim merkjum sem eru
í boði bæði fyrir börn og fullorðna.
Umsóknareyðublöð er að finna
bæði á heimasíðu og einnig á skrif-
stofu. Læknir þarf að skrifa upp á
umsókn til að staðfesta sjúkdóms-
einkenni viðkomandi.
Lionshreyfi ngin og
MedicAlert á Íslandi
SAMFÉLAG
Lúðvík
Andreasson
formaður Medic-
Alert á Íslandi
➜ MedicAlert eru
alþjóðleg öryggissam-
tök, rekin án ágóða,
sem veita upplýsingar
um merkisbera.
UMHVERFISMÁL
Þórarinn Eyfjörð
formaður
Ferðafélagsins
Útivistar
➜ Þessi útfærsla ráðherrans
til að fjármagna eðlileg og
nauðsynleg verkefni til við-
halds og verndar náttúru
Íslands, er versta mögulega
leiðin sem í boði er.
Gerðu sjónvarpið snjallara
Xtreamer Wonder
Verð: 24.990 kr.
Merktu hluti - Finndu þá
Chipolo - Margir litir
1 stk - verð: 3.990 kr.
3 stk - verð: 8.990 kr.
Far- og spjaldtölva
Dell Inspiron 7347
Verð:179.990 kr.
Hörðustu pakkarnir
fást hjá Advania
Guðrúnartúni 10, Reykjavík
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Tryggvabraut 10, Akureyri
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
advania.is/jol
Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar
Fartölvutaska
Bogart 13V
Verð: 8.990 kr. Leðurtaska
Tiding Vintage leðurtaska
Verð: 26.990 kr.
Heyrnartól - þrír litir
Jabra Revo Stereo
Verð: 29.990 kr.
Heyrnartól
Urbanears Pla
an - margir litir
Verð: 10.490 kr.
Fartölva
Dell Inspiron 3531
Verð: 54.990 kr.