Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 22
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Það er allt á suðupunkti baksviðs við stóra svið Þjóðleikhússins í vikunni fyrir jól. Rennsli á Sjálf-stæðu fólki er að ljúka og leikstjórinn, Þorleifur Örn Arnarsson, höfundar leikgerð- arinnar, Ólafur Egilsson og Símon Birgisson, leikmyndateiknarinn Vytautas Narbutas, að ógleymd- um aðalleikaranum Atla Rafni Sigurðssyni, öðrum leikurum og sviðsmönnum, eiga í eldheitum sam- ræðum í öllum hornum. Það er þó enginn af þessum heiðursmönnum sem ég er komin til að hitta heldur leikkonurnar Elma Stefanía Ágústs- dóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem leika mæðgurnar Ástu Sóllilju og Rósu. Þegar við höfum fundið okkur sæmilega friðsælt afdrep í krað- akinu byrja ég á því að spyrja þær hvort það sé satt sem kvisast hafi út að verið sé að breyta þessu ástsæla verki í eitthvert femínistaávarp. Vigdís: „Auðvitað mótast okkar sýning af viðhorfum samtímans og femínismi og staða konunnar er okkur ofarlega í huga. Kvenpers- ónur verksins eru bókstaflega seld- ar án þeirra samþykkis og vitundar. Höfundar leikgerðarinnar, leikstjór- inn og leikhópurinn allur hafa verið alveg óhrædd við að taka afstöðu í túlkuninni á verkinu.“ En áherslan er meira á upplifun kvennanna tveggja, Rósu og Ástu Sóllilju, á yfirgangi Bjarts en hefur verið í fyrri leikgerðum, ekki satt? Elma: „Ég veit það nú ekki, held þetta snúist fyrst og fremst um hvernig við birtum Bjart. Ef hann er birtur sem rómantísk hetja þá litast sýningin af því, en ef við afhjúpum hann svolítið sem þann mann sem hann í rauninni er þá verða viðbrögðin í samræmi við það. Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel að kjarna hans persónu í þessari sýningu. Það er bara svo margt hræðilegt sem gerist í þessu verki og maður fer að spyrja sjálfan sig: hvar er fegurðin? Fegurð bók- menntatexta getur legið á svo mörg- um sviðum og vakið manni von en kjarninn í því sem gerist er samt svo hryllilegur.“ Vigdís: „Bókin fjallar auð vitað um allt þetta fólk. Snilldin hjá Halldóri er að veita okkur innsýn í tilfinningalíf svo ólíkra persóna. Hvort sem það er 13 ára stúlku- barn sem er misnotað eða ófrísk kona. Hann hefur svo mikinn skiln- ing á mannskepnunni. Og það er mjög sterkt í bókinni og hefur verið mjög frjór jarðvegur fyrir okkur að sækja í.“ Þrívíðar persónur Bjartur hefur í gegnum tíðina orðið einhvers konar ímynd þjóðarinnar og af sumum álitinn hetja, það hefur minna verið horft á þessar dökku hliðar hans. Vigdís: „Maður hefur eðlilega samúð með lítilmagnanum, og það er Bjartur vissulega, bæði hvað varðar þjóðfélagsstöðu og hans skapgerðarbresti. Maður finnur til með honum þótt hann sé sinn eigin versti óvinur.“ Elma: „Hann hefur lengi verið ákveðið tákn fyrir sjálfstæðisþrá mannsins, sjálfstæði Íslendinga jafnvel, og við hugsum um hann sem slíkan. En þessi sjálfstæðisbar- átta, eins og Laxness lýsir henni, er vissulega blóðugt stríð.“ Vigdís: „Það er þessi fallegi tónn í honum, skáldið, sem gerir hann margbrotinn og upphefur hann yfir það að vera bara fauti. Hann semur ljóð, nefnir dóttur sína Ástu Sóllilju og bæinn sinn Sumarhús. Þetta gefur honum fleiri víddir sem manneskju og þ.a.l. er hann áhuga- verðari.“ Hvað um bir t ingarmynd kvennanna í þessari sýningu? Fáum við einhverja nýja sýn á Ástu Sóllilju til dæmis? Elma: „Ásta Sóllilja, rétt eins og Rósa, hefur lifað með þjóðinni í mörg ár. Mér hefur sjálfri þótt ofboðslega vænt um hana síðan ég las bókina fyrst. Ég gleymi því aldrei hvað ég fann rosalega til með henni. Ég veit ekki hvort áhorfend- ur fá nýja sýn á hana, ég reyni bara eins og ég get að vinna hana eins og hún er fyrir mér þannig að einhver nýr vinkill hlýtur að koma á hana. Sárast er að hennar upplifun á eigin harmi og þeim brotum sem framin eru á henni er að hún reynir að leita skýringa hjá sjálfri sér. Hvað hún gerði rangt. Þótt hún sé vissulega fórnarlamb.“ Hismið flysjað burt Vigdís: „Ég held að það sem er ein- kennandi fyrir þessa uppsetningu sé að það er búið að flysja allt burt nema það sem þarf að vera með, við ætlum ekki að bjóða upp á sjö tíma rjómabolluleiksýningu með marengs. Verkið er nöturlegt og við erum ekki hrædd við að sýna það. Það lýsir veruleika sem er ekki svo fjarlægur, hugsunarhætti sem er enn með þjóðinni, heimóttarskap og fordómum. Þessi blygðunarlausa einstaklingshyggja og klíkuskapur sem gegnsýrir okkar samfélag hér á Íslandi. Inn í þetta kemur svo fólk af holdi og blóði, sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Sem sagt, Ísland í dag.“ Rósa hefur alltaf fengið óskipta samúð þjóðarinnar. Gerir hún ekk- ert rangt? Vigdís: „Hún sefur náttúrulega hjá röngum manni, það er hennar brot. Hún heldur í eitt augnablik að hún geti komist upp úr sinni stétt. En þetta fólk er pikkfast í fátæktar- gildru sem það á ekki möguleika á að komast út úr. Það er auðvitað mikill heiður að fá að leika Rósu. Ég upplifði líka miklu sterkar þegar ég las bókina aftur núna, orðin móðir og lífsreyndari en þegar ég las hana fyrst um tvítugt, að Rósa er svo miklu sterkari persóna en ég upp- lifði hana þá. Hún berst alveg fram í rauðan dauðann fyrir lífi sínu og barnsins síns, í vonlausum aðstæð- um.“ Eins og skrifað í gær Vigdís: „Þessi saga er auðvitað saga þjóðar og þessi sýning er ein útgáfa af Sjálfstæðu fólki, þeir tímar sem við lifum núna hafa áhrif á hana. Við erum með ríkisstjórn sem virðir að vettugi þær grunnstoðir sem við nefnum samfélag. Menn sem ganga blygðunarlaust erinda hagsmuna- hópa og peningaafla. Ríkisstjórn sem sker niður með því markmiði að auka stéttaskiptingu og mismun á Íslandi. Þannig að þetta eru hættu- legir tímar. Að setja Sjálfstætt fólk upp á slíkum tímum getur ekki annað en haft áhrif á uppfærsluna, annað væri heigulskapur og blinda. Þannig að já, þetta er mikilvæg sýn- ing.“ Elma: „Sjálfstætt fólk er klassískt verk. Það átti erindi við okkur þegar það kom út fyrir um áttatíu árum og það á enn fullt erindi við okkur. Því miður, gæti maður sagt, ef litið er á pólitíska línu verksins sem kristall- ast í spillingu og elur á því að þeir fátæku verði fátækari og þeir ríku ríkari.“ Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að margir séu strax komnir í þær stellingar að þessi sýn- ing sé á einhvern hátt að brjóta á verkinu, er eitthvað til í því? Vigdís: „Það finnst mér alls ekki, mér finnst hún einmitt mjög trú verkinu. En það er alltaf þannig þegar verið er að leika svona stór- ar og frægar sögur sem eru sterk- ar í okkar menningarheimi, ég tala nú ekki um þegar það eru íslensk- ar sögur, að það er aldrei hægt að þóknast öllum. Það er bara hægt að gera það sem maður sjálfur trúir að sé rétt, segja sína útgáfu af sögunni og kannski fær hún samhljóm hjá einhverjum öðrum. En það er hins vegar rétt að í þessari uppsetningu er engin vægð, enginn rósrauður bjarmi.“ Við hverju mega þá leikhúsgest- ir búast þegar þeir koma á þessa sýningu? Vigdís: „Vonandi að þeir verði snortnir. Og að þeir fari hugsi heim.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Kjarninn er hryllilegur Sjálfstætt fólk, leikgerð byggð á skáldsögu Halldórs Laxness, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í gær. Þar leika þær Elma Stefanía Ágústsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir hlutverk Ástu Sóllilju og Rósu. Þær persónur hafa löngu skipað sér á bekk við hjartarætur þjóðarinnar og því forvitnilegt að komast að því hvaða nálgun þær stöllur hafa valið sér við túlkunina. ELMA STEFANÍA OG VIGDÍS HREFNA „Snilldin hjá Halldóri er að veita okkur innsýn í tilfinningalíf svo ólíkra persóna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.