Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 46
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 20144
Eitt af því leiðinlegasta sem getur hent á
ferðalagi er að standa á flugvelli í fjarlægu landi
og finna hvergi töskurnar, jafnvel þótt það verði
góð saga til að segja frá síðar. En þó að við
höfum öll heyrt slíkar sögur eru líkurnar á að
flugfélag týni farangri merkilega litlar ef marka
má traveltips.usatoday.com. Aðeins eins prósents
líkur eru á því að stórt flugfélag týni töskum.
Merkingin sem segir í hvaða flug taskan á að
fara getur skemmst svo ekki er hægt að lesa
eða skanna hana inn. Ef þú hreinlega gleymir að
kippa einni tösku af bandinu þegar þú ferð af
flugvellinum fer hún í „tapað-fundið“ á vellinum
þar sem hægt er að vitja hennar. Mannleg mistök
geta einnig orðið til þess að
taska fer ekki á réttan stað. Starfs-
maður gæti stimplað inn rangan
áfangastað við innritun, taska
gæti lent á röngu færibandi
og þar með í aðra flugvél.
Ef það gerist kemur flug-
félagið töskunni á réttan
áfangastað.
Merktu töskuna þín
vandlega með nafni og
síma, netfangi og heim-
ilisfangi, notaðu litríkar
merkingar svo aðrir
farþegar taki þína tösku síður í mis-
gripum, mættu tímanlega í innritun
svo síður verði fljótfærnismistök,
gakktu úr skugga um að töskurnar
hafi verið merktar réttum áfanga-
stað. Gott er að eiga mynd af
töskunum á símanum til að
sýna ef leita þarf að töskunni.
Forðastu að bóka tengiflug
sem tæpt er að ná, það eykur
líkurnar á að taskan nái ekki
milli véla í tíma.
www.traveltips.usatoday.com
TÝNDAR TÖSKUR
BLYSFÖR Í ÖSKJUHLÍÐ
Ferðafélag barnanna í samstarfi
við Ferðafélag Íslands og Útivist,
stendur fyrir stuttri en skemmti-
legri göngu um Öskjuhlíð í dag.
„Við söfnumst saman við Nauthól
í Nauthólsvík klukkan 17.30 þar
sem allir geta fengið ókeypis
kyndla,“ segir Brynhildur Ólafs-
dóttir fararstjóri. Gangan hefur
verið farin síðustu ár og ávallt er
vel mætt. „Þetta hafa verið milli
hundrað og tvö hundruð manns,“
segir Brynhildur enda er gangan
ókeypis.
Gengið er frá Nauthóli og upp í
Öskjuhlíðina. „Það er sérstaklega
gaman að ganga í myrkrinu
inn í skóginn með kyndlana. Þá
myndast skemmtilegir skuggar
og svo höfum við alltaf verið
svo heppin að finna jólasveina í
skóginum sem spjalla við okkur
og syngja.“
SVÖRT TÍÐ HJÁ
NORSKUM HÓTELUM
Miklu minni eftirspurn hefur
verið eftir hótelherbergjum í Ósló,
Þrándheimi, Bergen og Stavanger
í haust en búist var við. Samtímis
hefur hótelherbergjum fjölgað
mikið og verðið hefur lækkað.
Það þykir ekki gott fyrir nýju
hótelin. Það hefur verið svört tíð
í haust fyrir hótelbransann skrifar
netmiðillinn VG.
Allra verst var þetta hjá hótelum
í Kristansund þar sem var 30%
fækkun gesta miðað við sama
tíma í fyrra. Kristiansund er á
vesturströnd Noregs.
Margir eru svekktir yfir hversu
mikið hefur verið byggt af hót-
elum en það getur haft neikvæð
áhrif á markaðinn. Reyndar hefur
tíðin verið best nyrst í landinu í
Bodø og Tromsø þar sem tókst
að fylla hótelin að tveimur þriðju.
Boðið var upp á mun lægra verð
á herbergjunum en venjulega á
þessum tíma og var munurinn
4,6%. Hóteleigendur eru ekki
hrifnir af lækkun verðsins en það
ræðst auðvitað af eftirspurn.
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka á: 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS
Frí þráðlaus internet -
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir
Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
main@re.is • www.re.is
Skannaðu strikamerkið
með snjallsímanum og
kynntu þér áætlunina.
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.