Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 68
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Brandarar Þeir Ágúst Beinteinn Árna- son og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarps- leikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Hvað þurftu dreng- irnir að gera í prufunum? Ág. „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt. Th. „Ég fékk mjög spennandi texta.“ Hafið þið leikið áður? Ág. „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Söng- list, Þjóðleikhúsinu og í Borgar- leikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvit- unum!“ (gefur honum fimmu!) Th. „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teikni- myndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grín- þættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“ Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi? Ág. „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“ Th. „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“ Þurfið þið að mæta á margar æfingar? Ág. „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“ Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum? Ág. „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kall- aður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“ Th. „Þá hittir hann Júm- Júm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“ Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór? Th. „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa hand- rit. Ég hef búið til margar stutt- myndir með vinum mínum. Hef líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíð- um.“ Ág. „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur feng- ið gríðarlega góð viðbrögð!“ Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir? Ág. „Leikari, rappari eða lögfræð- ingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“ Th. „Leikari, ekki spurning!“ Leika Míó og JumJum Ágúst Beinteinn Árnason, 13 ára, leikur Míó og Theodór Pálsson 12 ára vin hans, JúmJúm, í leikritinu Elsku Míó minn sem Útvarpsleikhúsið tekur upp í janúar. UPPRENNANDI LEIKARAR Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Einu sinni var gamall, blindur maður úti að labba með pappa- kassa í bandi og mætti löggu. „Fallegur hundur sem þú átt,“ sagði löggann, því hún hélt að mað- urinn héldi að pappakassinn væri hundur. „Sérðu ekki að þetta er pappa- kassi,?“ spurði sá blindi. Löggan roðnaði og rölti í burtu. Þá sagði sá gamli: „Þarna göbb- uðum við hann, Snati minn!“ Hver er munurinn á lauk og fiðlu? Það grætur enginn þegar fiðlan er skorin. Vinur 1. Kötturinn minn fékk fyrstu verðlaunin á fuglasýn- ingunni. Vinur 2: Hvernig má það vera? Vinur 1: Hann át fyrstuverðlauna- fuglinn. Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 112 „Er það ekki enn ein stafasúpan,“ dæsti Róbert. „Ég skil bara ekki hvað er svona merkilegt við það að rugla stöfum fram og til baka.“ „Jú, það eru svo skemmtilegar þrautir,“ sagði Konráð glaður. „Því þegar maður er að lesa eru öllum orðunum raðað upp í beinar línur og þessvegna er svo gaman að brjóta orðin upp og raða þeim einhvernvegin öðruvísi, raða þeim í þrautir.“ „Stafaþraut, jáhá,“ rumdi í Kötu. „Og hvernig er þessi stafasúpu þraut? „Jú það á að raða þessum sjö stöfum þannig að þeir myndi eitt orð.“ Getur þú hjálpað þeim að leysa þessa þraut? Klipptu út stafina eða skrifaðu þá á blað og reyndu að raða þeim upp þannig að þeir myndi eitt orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.