Fréttablaðið - 27.12.2014, Page 35

Fréttablaðið - 27.12.2014, Page 35
ATSKÁK Atskákmót Icelandair fer fram á Hótel Natura í dag. Í ár er mótið ein staklingskeppni. Tefldar verða 11 umferðir með 15 mínútna um hugsunartíma. Erna var nær daglegur gestur í fréttatímum en hvarf síðan skyndilega á braut. Hún var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar frá árinu 1998 og þar á undan hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa frá árinu 1985. Hún átti því langan og far- sælan feril að baki í erilsömu starfi. „Ég ákvað að hefja háskólanám í íslensku. Ég hef alltaf haft áhuga á íslensku máli og langaði að kynnast því betur. Ekki endilega til að fá gráðu heldur fremur til skemmtunar. Ég er nýbúin að ljúka próf- um og hef haft óskaplega gaman af nám- inu, enda alltaf þótt gaman í skóla. Það er svo gaman að koma aftur í háskólann eftir þrjátíu ár en ég útskrifaðist þaðan í viðskiptafræði á sínum tíma. Þá var ein tölva í húsinu og hún tók heilt her- bergi,“ segir Erna. „Svo á ég alveg eftir að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ segir hún glettin. Á TÍMAMÓTUM „Mig langaði í öðru vísi líf. Ég er ný- komin á löggiltan eftirlaunaaldur og vil mæla með því að fólk finni sér einhver áhugamál til að fást við á þeim tímamót- um. Það var dásamlegt að byrja aftur í skóla og hella sér út í námið. Ég var búin að vera atvinnuþrasari, eins og ég segi stundum, í næstum þrjátíu ár. Það var orðið nóg. Bæði fannst mér ágætt fyrir mig að skipta um hlutverk og ÚR ATVINNUÞRASI Í HÁSKÓLANÁM SKIPT UM GÍR Erna Hauksdóttir var rödd ferðaþjónustunnar í áratugi en ákvað fyrir ári að skipta um gír í lífinu og fara í háskólanám. Hún segir að það hafi verið góð ákvörðun, íslenskan hafi lengi verið áhugamál sitt. MARGT AÐ GERAST Erna er mikil fjölskyldu- manneskja og hefur yndi af því að fá fólk í mat. Hún á tvö börn og sjö barnabörn. MYND/ERNIR Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu P R EN TU N .IS Goodnight Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.