Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 2
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Voðmúlastaðakapella VINSÆLASTA MYNDIN Rangt var farið með nafn mannsins sem átti mynd af Voðmúlastaðakapellu í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins og Vísis. Myndin var valin vinsælasta myndin af lesendum og birtist hún í Fréttablaðinu á aðfangadag jóla. Ljósmyndarinn heitir Sigurður Jónsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. VIÐSKIPTI Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferða- manna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitinga- staðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns,“ segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftir- spurninni heldur haft snarari hand- tök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýr- landi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auð- vitað finnist okkur gott að fá svo- lítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“ 176 þúsund fleiri erlendir ferða- menn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% fjölg- un ferðamanna milli ára frá áramót- um í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölg- að um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörk- uðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%. kristjanabjorg@frettabladid.is Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag Yaman Brikhan, eigandi kebabstaðarins Ali Baba í Veltusundi, þurfti að hafa snör handtök á veitingastað sínum. Hann afgreiddi sex hundruð viðskiptavini á að- fangadag. Metfjöldi ferðamanna dvelur í höfuðborginni yfir jólin. SAMHJÁLP Yaman er múslimi og finnst sjálfsagt að vinna á jólum á meðan kristnir Íslendingar halda jól sín hátíðleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANDRI MARÍNÓ KARLSSON STRAUMUR FERÐAMANNA Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANDRI MARÍNÓ KARLSSON REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki tjá sig um ummæli Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavík- ur, um að brýn þörf sé á nýjum garði í Reykjavík. „Ég treysti því að borgaryfir- völd hugi að því núna því það má engan tíma missa. Það tekur um sex ár að útbúa nýjan kirkju- garð,“ sagði Þórsteinn í kvöld- fréttum Stöðvar 2 á jóladag. „Það væri nokkuð hastarlegt ef höfuð- borgin hefði ekki rými fyrir kis- tugrafir í náinni framtíð.“ Að hans mati blasir það við að fara verður með hina látnu út úr sveitarfélaginu ef ekki verður brugðist við mjög hratt. - sa Dagur um nýjan kirkjugarð: Borgarstjóri vill ekki tjá sig ➜ Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn sunnudaginn 21. desember. Jóhann Kolbeins er formaður Hesta- manna- félags- ins Sóta. Bergur Þorri Benja- mínsson, málefna- fulltrúi Sjálfsbjargar, er ósáttur við nýjar reglur um ferðaþjón- ustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að hans mati. Páll Winkel fangelsis- málastjóri sagðist í samtali við Fréttablaðið telja það fjarstæðukennt að íslensk stjórnvöld geti samið um að íslenskir fangar afpláni í fangelsum erlendis. Lang- ur biðlisti er eftir afplánun hér á landi. Norsk og hollensk stjórnvöld hafa samið um að 242 norskir fangar fái að afplána í Hollandi. Kristín Helga Guð- mundsdótir er verk- efnisstjóri Konukots. Í Konukoti var tekið vel á móti konum sem ekki áttu í önnur hús að venda á jólunum. Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands undirrituðu í vikunni viljayfir- lýsingu um byggingu 650 nýrra stúdenta- íbúða á háskólasvæðinu og í nágrenni þess. Kristín Ingólfsdóttir er háskólarektor. LÖGREGLUMÁL Ekið var yfir leiði í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi, fyrir og um hátíðirnar, og þau skemmd. Vitað er um tvö tilvik hið minnsta og í öðru þeirra sat bíllinn fastur á leiði og var skilinn þar eftir. Talið er að um fimmtán leiði hafi skemmst við athæfið. „Þegar við komum að var búið að rífa annað aftur- dekkið, nánast búið að affelga það,“ segir Halldóra Ólafsdóttir en hún kom að bílnum sem hafði verið yfir- gefinn. Augljóst var á verksummerkjum að töluvert hafði gengið á. „Við höfum séð þetta nokkrum sinnum áður og því miður kemur þetta reglulega fyrir,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, yfirverkstjóri Gufuneskirkjugarðs. Tjónið sé að mestu tilfinningalegt fyrir aðstandend- ur en einnig sé það fjárhagslegt fyrir kirkjugarðinn. Það þurfi að tyrfa og lagfæra bæði legsteina og krossa. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykja- víkur, segir að málið muni verða kært til lögreglu og gefi ökumennirnir sig ekki fram muni fara fram saka- málarannsókn. Umsjónarmenn kirkjugarðsins biðla til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að koma þeim til lögreglu. - skh, lb, jóe Ökumenn spóluðu á ökutækjum í Gufuneskirkjugarði og löskuðu mörg leiði: Skemmdir unnar á kirkjugarði FIMM Í FRÉTTUM BRCA-GEN OG HÖNNUNARHÚSGÖGN GLEÐIFRÉTTIN HELGISPJÖLL Aðkoman var ekki falleg en bílar höfðu skemmt um fimmtán leiði. MYND/HELEN SIF Sjávarútvegsskólanum þakkað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem framlag Sjávarútvegsskóla stofnunarinnar á Íslandi er þakkað. Viðurkenningin beinist einkum að framlagi skólans í þágu smárra eyþróunarríkja. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sam- einuðu þjóðanna er rekinn sem hluti af framlagi Íslands til þróunarmála og hefur verið starfræktur síðan 1998. Þar hafa um 300 sérfræðingar í sjávarútvegsmálum í þróunarlöndum hlotið sex mánaða þjálfun hérlendis og hafa yfir þúsund manns tekið þátt í námskeiðum sem skólinn hefur þróað og haldið í samstarfslöndunum. Skólinn er rekinn samkvæmt þríhliða samningi Hafrannsóknastofnunar og utan- ríkisráðuneytisins við SÞ. BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar fór með ellefu ára gamla stúlku frá Hvolsvelli á Land- spítalann í Fossvogi eftir að hún skall af snjóþotu á húsvegg. Stúlkan var að renna sér á snjóþotu við bæinn Ytri-Skóga undir Eyjafjöllum og endaði sleðaferðin á húsvegg. Höggið var talsvert og hraðinn mikill. Hún handleggsbrotnaði og hlaut höfuðáverka sem gáfu tilefni til þess að flytja hana með hraði suður. Slysið varð um hálffjögur- leytið. Sjúkrabifreið flutti stúlk- una á Hvolsvöll og þaðan var hún flutt með þyrlu til Reykjavíkur og var komin þangað um korter í sex. - kbg Flutt með þyrlu frá Hvolsvelli: Skall á húsvegg af snjóþotu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.