Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 80

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 80
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 48SPORT ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN CHELSEA - WEST HAM 2-0 1-0 John Terry (31.), 2-0 Diego Costa (62.). BURNLEY - LIVERPOOL 0-1 0-1 Raheem Sterling (63.). WBA - MAN. CITY 1-3 0-1 Fernando (8.), 0-2 Yaya Touré (13., víti), 0-3 David Silva (34.), 1-3 Brown Ideye (86.). MAN. UTD - NEWCASTLE 3-1 1-0 Wayne Rooney (23.), 2-0 Wayne Rooney (36.), 3-0 Robin van Persie (53.). 3-1 Papiss Cissé (86., víti). SWANSEA - ASTON VILLA 1-0 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (13.). LEICESTER - TOTTENHAM 1-2 0-1 Harry Kane (2.), 1-1 Leonardo Ulloa (49.), 1-2 Christian Eriksen (72.). C. PALACE - SOUTHAMPTON 1-3 0-2 Sadio Mané (17.), 0-2 Ryan Bertrand (48.), 0-3 Toby Alderweireld (54.), 1-3 Scott Dann (83.). EVERTON - STOKE 0-1 0-1 Bojan Krkic (38., víti). SUNDERLAND - HULL 1-3 1-0 Adam Johnson (1.), 1-1 Gastón Ramírez (32.), 1-2 James Chester (51.), 1-3 Nikica Jelavic (90.). ARSENAL - QPR 2-1 1-0 Alexis Sánchez (37.), 2-0 Tomás Rosický (65.), 2-1 Charlie Austin (79., víti.). STAÐAN Chelsea 18 14 3 1 40-13 45 Man. City 18 13 3 2 39-15 42 Man. United 18 10 5 3 33-19 35 Southampton 18 10 2 6 31-14 32 West Ham 18 9 4 5 29-21 31 Arsenal 18 8 6 4 32-22 30 Tottenham 18 9 3 6 24-24 30 Swansea 18 8 4 6 23-19 28 Liverpool 18 7 4 7 22-24 25 Newcastle 18 6 5 7 19-26 23 Stoke City 18 6 4 8 19-23 22 Everton 18 5 6 7 27-28 21 Aston Villa 18 5 5 8 11-22 20 Sunderland 18 3 10 5 16-27 19 West Brom 18 4 5 9 18-26 17 QPR 18 5 2 11 21-34 17 Hull 18 3 7 8 18-25 16 Crystal Palace 18 3 6 9 20-30 15 Burnley 18 3 6 9 12-27 15 Leicester 18 2 4 12 16-31 10 KÖRFUBOLTI „Gleðilega hátíð, sömuleiðis,“ svarar Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfu- bolta, blaðamanni á öðrum degi jóla. Þessi öflugi kraftframherji LF Basket í sænsku úrvalsdeild- inni og íslenska landsliðsins var ekki á milli hangikjötsdiska þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær heldur var hann að ferðast aftur heim til Luleå í Svíþjóð þar sem hann spilar. „Það var tíu daga leikjafrí þann- ig að við fengum fimm daga til að fara heim til okkar. Það var mjög þægilegt og gott að fá að komast heim loksins. Þetta eru fyrstu jólin sem ég er á Íslandi í sex ár,“ segir Haukur Helgi sem hefur eytt jól- unum í Bandaríkjunum, þar sem hann var í mennta- og háskóla, á Ítalíu og Spáni undanfarin ár. „Frá því ég fór út fyrst hef ég ekki komist heim um jólin þann- ig að það var frábært að vera með mömmu og fjölskyldunni,“ segir hann, en hvað fékk hann svo í jóla- matinn; sú sígilda hátíðaspurning? „Það var „beef wellington“. Bara það besta þegar litli strákurinn kemur heim,“ segir Haukur og hlær við. Sáttur við sinn leik LF Basket, liðið sem Haukur Helgi spilar með, er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir fimmtán leiki. Leiðin á toppinn er þó ekki löng því aðeins munar fjórum stigum á efsta liðinu og LF. Haukur og félagar byrjuðu brösuglega og unnu fimm af fyrstu tíu leikjum sínum, en er nú búnir að vinna fimm í röð. „Við hentum frá okkur tveim- ur leikjum sem við hefðum átt að vinna þannig að staðan gæti verið betri. En við erum komnir á gott ról núna og stefnum á að vinna næsta leik,“ segir Haukur, en þá koma Drekarnir frá Sundsvall í heimsókn. Þar innanborðs eru fjórir íslenskir landsliðsmenn. „Það er mjög gaman að spila þá leiki þegar maður vinnur. Þá er maður með montréttinn. Það er ekki alveg jafn gaman þegar maður tapar,“ segir hann. Í heildina er Haukur Helgi sáttur við sinn leik það sem af er tímabilinu. „Ég verð að vera það. Þjálfarinn vill samt að ég skjóti meira, en ég er sáttur. Ég datt í smá lægð í síðustu 3-4 leikjum þar sem ég var ekki alveg nógu góður en ég er allur að koma til og sjálfs- traustið að aukast.“ Er vonandi stökkpallur Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall er Haukur Helgi búinn að prófa að spila í spænsku úrvals- deildinni, bestu evrópsku deild- inni, Hann spilaði með La Bruixa d’Or Manresa fyrir tveimur árum, en var svo lánaður til Breogan í B-deildinni. Nú er hann kominn til Svíþjóðar sem hann lítur á sem eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. „Þetta er skref aftur á bak fyrir mig núna, en ég þurfti að komast á stað þar sem ég fengi að spila mikið og auka sjálfstraustið. Von- andi verður þetta svo bara stökk- pallur,“ segir Haukur Helgi, en þjálfari liðsins er Peter Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem þekkir Hauk mjög vel. „Hann var stór ástæða þess að ég samdi við LF. Hann vissi alveg hver ég var og svona og ég vissi hvernig þjálfari hann er. Hann vill að ég sé ákveðinn og reyni að setja boltann í körfuna. Þetta er nefni- lega ekkert svo flókið þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Hauk- ur sem vonast til að komast aftur í stærri deild sem fyrst. „Það væri hrikalega gaman en maður veit aldrei hvað gerist. Ég ætla bara að klára þetta tímabil almennilega og sjá svo til.“ Dimmt í frostinu Haukur Helgi býr í 50.000 manna bæ sem heitir Luleå norðarlega í Svíþjóð. Þar getur lífið verið strembið yfir kalda vetrarmán- uðina. „Manni finnst þetta vera mjög lítið. Það er ekki neitt þarna. Núna bíður mín 20 gráða frost og í janú- ar verður komið 40 gráða frost. Ég held ég verði ekki mikið utandyra þá; held mig bara inni með eldivið. Þessi kuldi er alveg fáránlegur,“ segir Haukur Helgi. „Það er líka hrikalega dimmt þarna fyrir utan kuldann og lítið að gera. Maður reynir bara að hanga með strákunum til að gera eitthvað. Ég er duglegur að fara á kaffihús. Við strákarnir í liðinu eigum okkar borð þarna. Við sitj- um þar oft og grípum í spil. Það var aðeins meira að gera á Spáni og veðrið aðeins betra,“ segir Haukur Helgi Pálsson. tomas@365.is Íslensk jól í fyrsta sinn í 6 ár Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson gat eytt jólunum í faðmi fj ölskyldunnar á Íslandi. Tók eitt skref aft ur á bak á ferlinum í von um að taka tvö skref áfram. Hefur það gott í 40 gráðu frosti í Svíþjóð. HEIMA UM JÓLIN Haukur Helgi Pálsson dvaldi á Íslandi um jólin en hann er farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann mætir Íslendingaliðinu Sundsvall Dragons í fyrsta leik eftir hátíðarnar 29. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Eins og undanfarin ár þarf stór hluti handboltamanna landsins að fara varlega í jólamatinn vegna Flugfélags Íslands-deildabikarsins sem fram fer í Strandgötu um helgina. Þessi árlega tveggja daga handboltaveisla hefst í Strandgötu á laugardaginn og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudaginn. Mikil endurnýjun er í karlaflokki þar sem þrjú lið sem ekki voru með í fyrra keppa að þessu sinni. Haukar, ÍBV og Fram falla út og inn koma Afturelding, ÍR og Valur, en eins og alltaf eru það fjögur efstu liðin í Olís-deildum karla og kvenna sem fá þátttökurétt. Hjá konunum kemur Fram inn fyrir Val en eins og í fyrra eru Grótta, ÍBV og Stjarnan mætt til leiks, en Garðbæingar eiga titil að verja. Hjá körlunum eru Haukar ríkjandi meistarar. Veislan hefst með tvíhöfða hjá konunum; Grótta og Stjarnan mætast klukkan 12.00 og í beinu framhaldi eigast við Fram og ÍBV. Karlarnir hefja leik klukkan 15.30 þegar eigast við Valur og FH og klukkan 17.15 mætast ÍR og UMFA. Handboltaveisla í Strandgötu FÓTBOLTI „Þvílíkur fengur sem Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið síðan hann kom aftur til Swansea,“ sagði Kevin Kilbane, knattspyrnu- spekingur BBC, í gær um íslenska landsliðsmanninn sem fór enn og aftur á kostum í ensku úrvals- deildinni í fótbolta. Gylfi Þór tryggði Swansea þrjú stig með gullfallegu marki, beint úr aukaspyrnu, á 13. mínútu gegn Aston Villa. Gylfi smellti boltan- um í markmannshornið, óverj- andi fyrir Brad Guzan sem tók hið fræga skref í hina áttina. „Gylfi æfir aukaspyrnur nán- ast daglega, þannig að þetta er engin heppni,“ sagði Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, sigur- reifur í leikslok. Gylfi er nú búinn að skora tvö mörk úr aukaspyrn- um á tímabilinu og þrjú í heildina til viðbótar við stoðsendingarnar átta. Hann hefur lagt upp eða skor- að ellefu af 23 mörkum Swansea í úrvalsdeildinni til þessa. Chelsea heldur toppsætinu, en liðið vann auðveldan sigur á West Ham og Manchester City eltir það eins og skugginn, en meistararnir þurftu lítið að hafa fyrir 3-1 sigri á WBA þar sem úrslitin voru ráðin í fyrri hálfleik. Manchester City er búið að vinna átta leiki í röð í úrvalsdeildinni og gefur ekkert eftir í baráttunni við Chelsea. Hitt Manchester-liðið er líka á miklum skriði, en það vann sjö- unda sigurinn í síðustu átta leikj- um í gær. Wayne Rooney þok- ast nær markameti Sir Bobby Charlton, en þó hann sé byrjaður að spila á miðjunni skorar hann grimmt. United vann Newcastle, 3-1, á Old Trafford. - tom Þetta er engin heppni hjá Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark sem tryggði Swansea sigurinn. HETJU FAGNAÐ Jefferson Montero fagnar sigurmarki Gylfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen byrjar mjög vel með Bolton í ensku B-deildinni í fótbolta, en hann hefur ekki enn verið í tapliði eftir þrjá leiki með sínu nýja og gamla liði. Eiður var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð í gær þegar Bolton lagði Blackburn á heimavelli, 2-1, eftir að lenda marki undir í leiknum. Eiður Smári átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu sem kom á 59. mínútu, en hann lagði það upp fyrir nýjasta leikmann liðsins, Emile Heskey. Heskey, sem hefur áður spilað fyrir Liverpool og Wigan, fagnaði samningnum hjá Bolton með marki í fyrsta leik, en hann er 36 ára rétt eins og Eiður. Þarna kom 72 ára gamalt framherjapar Bolton á bragðið, og þremur mínútum seinna tryggði Darren Pratley Bolton-mönn- um sigur, 2-1. Bolton þokast upp töfluna jafnt og þett eftir að Eiður gekk í raðir liðsins, en það er nú í 14. sæti með 29 stig, níu stigum frá umspilssæti. Jóhann Berg Guðmundsson átti einnig flottan leik fyrir Charlton og tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn Cardiff með stórbrotnu marki undir lok leiksins. - tom 72 ára gamalt framherjapar kom Bolton á bragðið BYRJAR VEL Eiður Smári hefur ekki enn verið í tapliði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Arnór Þór Gunnars- son heldur áfram að gera það gott með Bergischer í þýsku 1. deild- inni. Hann skoraði níu mörk í sigri liðsins gegn Erlangen í gær og er í heildina kominn með 95 mörk í þýsku deildinni. Hann er markahæsti Íslendingurinn. - tom Arnór nálgast 100 mörk MARKAVÉL Arnór Þór er að spila vel í þýsku 1. deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.