Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 6
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 VINNUMARKAÐUR Samtök atvinnu- lífsins gagnrýna stefnu stjórn- valda að taka til sín sífellt stærri hluta af tryggingagjaldi sem lagt er á öll greidd laun í landinu. Frá árinu 2008 hefur þessi skattur hækkað um rúm 3 prósent af launum. Frá síðustu alþingis- kosningum er hækkun gjaldsins um níu milljarðar króna á ári. Björgólfur Jóhannsson, for- maður SA, telur stjórnvöld ekki standa við gefið loforð í þessum efnum. „Atvinnulífið tók á sig verulega ábyrgð í kjölfar efna- hagshrunsins árið 2008. Þá tók atvinnulífið á sig hækkun trygg- ingagjalds vegna aukins atvinnu- leysis. Það var þá gert með lof- orði þáverandi stjórnvalda um að þessi gjöld myndu lækka þegar kæmi til lækkandi atvinnuleys- is. Nú er raunin að atvinnuleysi mælist mjög lágt og því ætti tryggingagjald að lækka í sam- ræmi við það. Við það er ekki staðið, svo einfalt er það,“ segir Björgólfur. Atvinnuleysi í nóvember var 3,1 prósent. Samanburður mælinga Hagstofunnar frá 2013 og 2014 sýnir að bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi fólks hefur auk- ist samhliða minnkandi atvinnu- leysi. Leita þarf aftur til október 2008 til þess að finna lægra hlut- fall atvinnuleysis Að mati SA er gjaldið slæmur gjaldstofn til að fjármagna önnur útgjöld ríkisins þar sem það dreg- ur úr styrk fyrirtækja til að ráða nýtt starfsfólk. - sa Samtök atvinnulífsins gagnrýna óbreytt tryggingagjald þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi á landinu: Slæmur gjaldstofn til að fjármagna útgjöld BESSASTAÐIR Hefðbundið er að hand- hafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæsta- réttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöð- um. Ekki er hefð fyrir því að til- kynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðu- veitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafð- ur á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veit- ingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar frétt- ir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldis- ins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónas- son og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddara- krossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stór- riddarakross, þar næst stórridd- arakross með stjörnu og loks stór- kross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálf- dánarson sagnfræðingur í hádegis- fréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orð- unnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arf- leifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljóm- ar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guð- mundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. johannoli@frettabladid.is Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Erlendir sendiherrar, ræðismenn Íslands og handhafar forsetavalds eru á meðal þeirra sem hljóta fálkaorðuna utan hinna reglubundnu daga. Sagnfræðingur segir orðuna hafa verið umdeilda og eiga rætur að rekja til samfélags sem sé horfið. SIGMUNDUR DAVÍÐ Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÆKNI Fyrirtækin Microsoft og Sony vinna nú hörðum höndum við að laga netvafra sína í leikjatölv- unum Xbox og PlayStation eftir að hópur tölvuþrjóta sem kallar sig Lizard Squad réðst á tölvukerfi fyrirtækjanna um helgina. Hóp- urinn segir að árásin eigi að vera hvatning fyrir fyrirtækin til að uppfæra öryggiskerfi sín. Til að fá sem mest út úr leikja- tölvum sínum þurfa menn að tengj- ast netinu. Það var ekki hægt eftir árásina. - þij Árás á Sony og Microsoft: Vilja uppfært öryggi á Xbox AF VETTVANGI Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús ýmist með reykeitrun eða brunasár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SVÍÞJÓÐ Brennuvargur kveikti í mosku í sænska bænum Eskilstuna á jóladag. Á annan tug manns var við bænir þegar kviknaði í og særðust fimm. Heimildir herma að eldsprengju hafi verið kastað í moskuna. Enginn hefur verið handtekinn vegna atviksins. Íkveikjan varð í kjölfar mikilla deilna á sænska þinginu um hvort herða eigi innflytjendalöggjöf. Margir íbúar Eskilstuna eru af erlendu bergi brotnir en fyrr í ár brutust út átök milli nýnasista og innflytj- enda í bænum. - jóe Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að kveikt var í sænskri mosku: Hiti að færast í innflytjendamál HAWAII Barack Obama Banda- ríkjaforseti fagnaði því að stríðið í Afganistan tæki brátt enda í kvöld- verði í herstöðvum bandaríska sjó- hersins á Hawaii á jóladag. „Við höfum verið í stöðugu stríði nú í meira en 13 ár,“ sagði Obama við hermenn og fjölskyldur þeirra í herstöðinni við Kaneohe-flóa en hann lofaði því að hernaðinum í Afganistan lyki í næstu viku. „Þökk sé hinni ótrúlegu þjón- ustu bandaríska hersins, þá hafa Afganar nú tækifæri til að endur- byggja land sitt. Við erum óhult- ari. Landið verður ekki uppspretta hryðjuverkaárása á ný,“ sagði hann. Forsetinn, sem var viðstaddur kvöldverðinn ásamt forsetafrúnni, Michelle Obama, sagði að Banda- ríkin stæðu samt enn í erfiðum verkefnum víðs vegar um heim, meðal annars í baráttunni við Ísl- amska ríkið í Írak og Sýrlandi. „Við erum enn með fólk í Afgan- istan sem er að hjálpa afgönsku öryggissveitunum,“ sagði Obama. „Við erum með fólk í Afríku sem berst gegn ebólunni og augljóslega erum við með fólk á verði alls stað- ar um heiminn.“ Barack Obama snæddi kvöldverð með hermönnum á jóladag á Hawaii: Segir þrettán ára stríð á enda BARACK OG MICHELLE OBAMA Forsetahjónin snæddu kvöldverð með bandarískum hermönnum við Kaneohe- flóa á jóladag. MYND/AFP BJÖRGÚLFUR JÓHANNSSON For- maður SA. Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona miklum vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.