Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Qupperneq 4
4 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað S tarfsmenn eignarhaldsfé­ lagsins Milestone létu eitt af dótturfélögum trygginga­ félagsins Sjóvár, K9 ehf., fjármagna ýmiss kon­ ar kostnað við rekstur félagsins, til dæmis kostnað við fatahreinsun og leigubíla. Þetta herma heimildir DV. Milestone var eigandi Sjóvár og var K9 ehf. stýrt af fjármálastjóra Mile­ stone, Arnari Guðmundssyni. Mile­ stone lenti í verulegum fjárhags­ erfiðleikum í árslok 2007 og leitaði í auknum mæli til Sjóvár eftir fjár­ mögnun á árinu 2008. Viðskipti K9 ehf. hafa verið til rannsóknar hjá eftir litsaðilum hér á landi. Heimildir DV herma að fram­ kvæmdastjóri K9 ehf. hafi árið 2008 millifært milljónir króna af reikn­ ingi félagsins og inn á reikning Mile­ stone. Fjármunirnir voru svo not­ aðir til að greiða fyrir áðurnefndan rekstrarkostnað Milestone. K9 ehf. átti reiðufé upp á meira en 176 millj­ ónir króna í árslok 2007 en í árslok 2008 var þessi tala komin niður í 61,5 milljónir. Félagið tapaði ríflega 231 milljón króna árið 2008 og fóru eignir félagsins úr ríflega 485 millj­ ónum króna og niður í ríflega 117 milljónir. „Stórt núll“ DV hefur ekki heimildir fyrir því hver staðan er á rannsókn eftirlits­ aðila á málefnum K9 ehf. en það mun hafa þótt óeðlilegt að fjármunir félagsins hafi verið notaðir til að greiða rekstrar kostnað Milestone. Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvá hefur staðið yfir síðastliðin ár en ekki hafa verið gefnar út ákærur í málum tryggingafélagsins. Greint hefur verið frá því nokkrum sinn­ um að það styttist í ákærurnar en þær hafa ekki litið dagsins ljós. Rannsóknin snýst meðal annars um meinta misnotkun á bótasjóði tryggingafélagsins. Heimildirnar um notkun Mile­ stone á K9 ehf. ríma við aðrar heim­ ildir um stöðu Milestone á þessum tíma. Samkvæmt skýrslu sem ráð­ gjafafyrirtæki í eigu tveggja fyrr­ verandi starfsmanna sérstaks sak­ sóknara, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, vann um gjaldþol Milestone fyrir þrotabú félagsins var staða þess orðin það slæm á fyrri hluta árs 2008 að Arnar Guðmundsson lýsti henni sem einu „stóru núlli“ í tölvupósti til Guðmundar Ólasonar í maí það ár. Í skýrslunni segir einnig að í lok apríl 2008 hafi „greiðslu­ vandræði Milestone ehf. verið orðin það mikil að forsvarsmenn félagsins ræddu þau opinskátt í tölvupóstum sín á milli.“ Þá liggur jafnframt fyrir að á fyrstu sex vikum ársins 2008 voru rúmlega 1.500 milljónir króna lagðar inn á reikning eignarhaldsfélagsins Mile­ stone í Glitni af reikningum trygginga­ félagsins Sjóvár vegna þess að staðan á reikningi félagsins var orðin nei­ kvæð. Þetta kom fram í skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Ernst og Young vann fyrir þrotabú Mile stone árið 2010. Þegar þarna var komið sögu hafði Milestone gert árangurs­ lausar tilraunir til að endurfjár­ magna félagið frá því um sumarið 2007 með því leita til tuga fjármála­ fyrirtækja eftir lánafyrirgreiðslu. Enginn vildi hins vegar lána Mile­ stone peninga nema Glitnir og Sjó­ vá, sem Milestone átti að fullu eða hluta. Lánasamningar í leigubílum DV hefur einnig greint frá því að tengsl Milestone við Sjóvá hafi verið það mikil að Milestone hafi sent lánasamninga til undir­ ritunar hjá Sjóvá með leigubílum. Skrifstofur Mile stone voru á Suðurlandsbraut og skrifstofur Sjóvár eru í Kringlunni. Forsvarsmenn Sjóvár þurftu að undirrita lána­ samninga fyrir hönd trygginga­ félagsins til að þeir myndu öðlast gildi. Heimildir DV herma að leigu­ bílarnir hafi verið látnir bíða fyrir utan skrifstofur Sjóvár í Kringlunni á meðan skrifað var undir lánasamn­ ingana og þeir síðan fluttir aftur á Suðurlandsbrautina til Milestone. Þessi saga stemmir við frásögn Steingríms Wernerssonar, annars aðaleigenda Milestone, en hann bar því við í yfirheyrslum hjá saksóknara að bótasjóði Sjóvár hefði verið stýrt af skrifstofum Milestone á Suður­ landsbrautinni. n „Forsvars- menn félagsins ræddu þau opinskátt í tölvupóstum sín á milli Létu Sjóvá borga LeigubíLa og hreinSun n Lánasamningar fluttir frá Milestone til Sjóvár í leigubílum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Leigubílar til Sjóvár Eftirlitsaðilar hafa rannsakað fjár- mögnun dótturfélags Sjóvár, K9 ehf., á móð- urfélagi trygginga- félagsins, Milestone. Guðmundur Ólason var forstjóri Milestone. Milljónir í verktaka- samninga Menntamálaráðuneytið gerði verktakasamninga við þrettán aðila á tímabilinu 1. maí 2011 til 20. janúar 2013. Samn­ ingarnir voru að andvirði tæp­ lega 52 milljóna króna. Hæstu greiðslurnar fóru til fyrirtæk­ isins Attentus ehf., sem gerði úttekt á leik­, grunn­ og fram­ haldsskólum, og félagsins Gát sf., sem gerði úttekt á grunn­ og framhaldsskólum. Attentus fékk 12,9 milljónir og Gát 10,3. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobs­ dóttur, mennta­ og menningar­ málaráðherra, við fyrirspurn Vigdís­ ar Hauksdóttir, þingkonu Framsóknarflokksins. Þar segir einnig að verktaka­ samningarnir séu allir vegna ýmissa sérhæfðra verkefna sem tengjast starfsemi og verkefnum ráðuneytisins. Flestir samning­ anna hljóða upp á greiðslur yfir einni milljón króna en þó eru tveir samningar upp á 75 þús­ und krónur og einn upp á 600 þúsund krónur. Háskóli Íslands er meðal þeirra aðila sem ráðuneytið gerði verktakasamning við á tímabilinu en skólinn gerði mat á starfsbrautum framhaldsskóla og úttekt á málefnum barna með tal­ og eða málþroska­ frávik. Skólinn fékk tæpar 5,7 milljónir króna fyrir verkið. Sex einstaklingar eru í hópi þeirra sem fengu verktaka­ samning hjá menntamála­ ráðuneytinu; Björk Ólafsdóttir, Elín Thorarensen, Svanhild­ ur Sverrisdóttir, Unnar Her­ mannsson, Þóra Þórðardóttir og Þóra Björk Jónsdóttir. Fjórir lög aðilar voru með verktaka­ samning á umræddu tímabili auk þeirra þriggja sem áður hafa verið nefndir. Það eru Capacent Gallup, Íslenskir endurskoðend­ ur ehf., Ísmat ehf. og Maskína. Úr öndunarvél og er vöknuð Þ etta lítur allt vel út í augnablik­ inu, hún er komin úr öndunar­ vélinni og vöknuð,“ segir Anna Stefanía Jóhannesdóttir, systir Hönnu Grétu Jóhannesdóttur en saga hennar var sögð hér í DV á miðviku­ dag. Hanna sem er aðeins 36 ára fékk alvarlegt hjartaáfall eftir að hafa heim­ sótt dóttur sína sem situr í fangelsi úti í Tékklandi fyrir fíkniefnasmygl. Hún fór fyrst að kenna sér meins þegar hún var stödd úti og leitaði sér læknishjálpar tveimur dögum eftir að hún kom heim. Hún var sett í hjartaaðgerð og ástandið reyndist alvarlegra en fyrst var haldið. Tvísýnt var um ástand hennar og henni haldið sofandi í öndunarvél. Nú eru horfurnar betri, Hanna er vöknuð, komin úr öndunarvélinni og fjölskyld­ an er að vonum í skýjunum. „Eins og þetta lítur út núna þá er þetta eiginlega bara ótrúlegt en læknarnir segja okkur að það geti komið bakslag en þeir vita það ekki. Þetta lítur vel út eins og stað­ an er núna. Hún hefur reynt að setjast upp og tala við okkur og þetta virðist allt vera að koma,“ segir Anna. Eftir umfjöllun DV lögðu fjölmargir fjölskyldunni lið en þau höfðu stofnað styrktarreikning fyrir Hönnu og börnin hennar þrjú. Fjölskyldan er afar hrærð og þakklát yfir viðbrögðunum og vilja koma þökkum á framfæri. „Okkur langar bara að skila þakklæti til allra þeirra sem hafa hjálpað okkur og lagt þeim lið,“ segir Anna. n viktoria@dv.is n Hanna Gréta er á batavegi eftir erfitt hjartaáfall Fengu góðar fréttir Móðir Hönnu, Árný, systir hennar, Anna, og sonur Hönnu, Ármann, halda hér á mynd af Hönnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.