Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Page 12
verðandi móðir
bitin af veggjalús
12 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
É
g fékk eiginlega vægt tauga
áfall þegar ég sá hana á mér,“
segir kona á þrítugsaldri
sem lenti í þeirri óskemmti
legu reynslu að finna veggja
lýs eða „bed bugs“ eins og þær
heita á ensku, á heimili sínu sem
hún hafði fyrir ekki svo löngu fest
kaup á í Hlíðahverfinu í Reykjavík.
Pöddurnar eru óskemmtilegur
heimilisgestur en þær þrífast yfir
leitt í rúmdýnum og koma fram
og sjúga blóð úr fórnarlambi sínu
þegar rökkva fer. Þetta getur valdið
fórnarlambinu talsverðum ama,
þar sem oft fylgja því óþægileg út
brot.
Sýgur blóð úr fórnarlambi sínu
Töluverður tími leið þar til konan
sem um ræðir áttaði sig hvers kyns
var en hún hafði leitað læknis
hjálpar og vegna þess að maður
hennar fékk ekki útbrotin þá taldi
læknirinn ekki um pöddubit að
ræða. „Ég byrjaði að fá útbrot sem
mig klæjaði í á meðgöngu, mað
urinn minn fékk ekki þessi útbrot
þannig ég tengdi þetta bara við
meðgönguna,“ segir hún. Það var
svo einn morguninn sem paddan
blasti við konunni á húð hennar.
„Þegar maðurinn minn var að fara
í vinnu einn morguninn og ég ætl
aði að sofa aðeins lengur þá sáum
við pödduna á mér,“ segir konan og
tekur fram að það hafi ekki verið
geðsleg sýn. „Þær eru það stórar að
þær eru vel sýnilegar með berum
augum,“ segir konan. Veggjalúsin
sýgur blóð úr fórnarlambi sínu og
þenst út í kjölfarið. Þannig var hún
þegar konan varð hennar vör.
Frystu allt og fluttu út
Í kjölfarið hringdu þau á mein
dýraeyði. „Hann kom og skoðaði
þetta hjá okkur og sá þá að þær
voru í rúminu,“ segir hún. Í fram
haldinu þurfti að leigja sérstakan
frystigám og frysta allt sem var í
svefnherbergi þeirra. Fötin þeirra,
rúmið og annað sem var í her
berginu og á meðan ákváðu þau
að flytja út úr íbúðinni. Veggjalús
in virðist hafa verið staðbundin
innan svefnherbergisins en yfir
leitt halda þær sig í einu herbergi.
„Sumir lenda í fáránlega miklu
tjóni út af þessu og geta þurft að
henda öllu sínu. Við sluppum
nokkuð vel.“
Hún segir mismunandi með
hverju meindýraeyðar mæli í
glímunni við veggjalýs. „Sumir
vilja að öllu sé hent en þessi sagði
að það væri nóg að frysta þetta
og það virðist ætla að duga, alla
vega höfum við ekkert orðið vör
við þær aftur,“ segir hún en nokkr
ar vikur eru síðan þau fluttu inn
í íbúð sína aftur. Þau fluttu með
rúmið sitt aftur í íbúðina en dýnan
er plöstuð og þau fylgjast vel með
hvort ummerki eftir veggjalýs sjá
ist. „Við vonum bara að þær séu al
veg farnar núna.“
Fjölgun tilfella undanfarin ár
Hún segist ekki vita hvaðan pödd
urnar hafi komið. „Við höfum ekki
hugmynd. Við höfðum farið til
útlanda hálfu ári áður en ég fór
að finna fyrir þessu þannig ég veit
ekkert hvort þær hafi komið með
okkur að utan eða einhvern veginn
öðruvísi. Það er eiginlega ómögu
legt að segja,“ segir hún. Veggja
lús er þekkt vandamál á hótelum
og öðrum gististöðum erlendis en
hefur ekki verið stórt vandamál
hér á landi.
Að sögn meindýraeyðis sem
DV ræddi við þá hefur vandamál
ið færst í aukana undanfarin ár.
„Þetta var mest hérna þegar allir
farandverkamennirnir voru hér,
þá fjölgaði tilfellum mikið,“ segir
Róbert Ólafsson meindýraeyðir.
Hann segir að svo hafi dregið að
eins úr þessu en undanfarið ár
virðist tilfellum hafa fjölgað á ný,
án skýringa. „Við vitum í raun ekk
ert af hverju það hefur gerst en
yfir leitt gerist þetta í kjölfar þess
að fólk kemur utan,“ segir Róbert.
Hann segir geta verið afar vanda
samt að losna við veggjalýs en
aðal lega skapi það óþægindi fyrir
íbúa þar sem aðgerðunum fylgi oft
talsvert rask. „Þetta er sennilega
einhver mesti óþverri sem maður
getur fengið heim til sín. Þetta er í
rúminu, fer á mann og það er svo
mikið rask oft að eiga við þetta.“
Hann segir enga reglu á því hvar
veggjalýs finnist. „Það getur ver
ið í 200 milljóna króna húsum eða
kjallaraherbergjum. Það breytir
engu,“ segir Róbert. Aðgerðirnar
segir hann misjafnar eftir því
hversu viðamikið vandamálið er
og gerð húsnæðis. Oft þurfi að
henda rúmdýnunni en lýsnar geta
einnig leynst undir gólflistum og
víðar. n
n Aukin útbreiðsla veggjalúsar hérlendis n Frysta þurfti búslóð ungs pars
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Bjuggu í dýnunni Veggjalýsnar leyndust í dýnu fólksins. Mjög algengt er að þær komi sér
fyrir í rúmdýnum. Hér má sjá dæmi um það en myndin tengist fréttinni óbeint.
Veggjalús Hér
má sjá veggjalús
sjúga blóð úr
fórnar lambi sínu.
Útbrot Konan fékk hvimleið útbrot
en læknir hélt að ekki væri um pöddubit
að ræða þar sem maður hennar hafði
engin einkenni. Hér má sjá útbrot eftir bit
veggjalúsar.
„Þær eru
það stórar
að þær eru vel
sýnilegar með
berum augum
„Réttarbót
fyrir börn á
Íslandi“
„Þetta er mikil réttarbót fyrir börn
á Íslandi,“ segir Erna Reynisdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaheilla
– Save the Children á Íslandi. Á
miðvikudag var samningur Sam
einuðu þjóðanna um réttindi
barna, Barnasáttmálinn, löggiltur
á Alþingi. Barnaheill – Save the
Children á Íslandi fagna þessum
áfanga í tilkynningu og segja hann
vera mikla réttarbót fyrir íslensk
börn.
Í tilkynningunni kemur fram
að alþjóðasamtök Barnaheilla,
Save the Children, hafi frá upp
hafi barist ötullega fyrir réttind
um barna og segja megi að saga
samtakanna sé samofin sögu
barnasáttmálans og baráttu fyrir
réttindum barna. „Stofnandi Save
the Children, Eglantyne Jebb, á
hugmyndina að, og skrifaði fyrstu
yfirlýsinguna um réttindi barns
ins árið 1923. Yfirlýsingin varð
fyrsta skrefið að bættum réttind
um barna og undanfari barnasátt
málans eins og við þekkjum hann
í dag,“ segir í tilkynningunni.
Erna segir að það sé mikið
fagnaðarefni að nú sé Barnasátt
málinn loks orðinn löggiltur og
að hægt verði að beita ákvæðum
hans fyrir íslenskum dómstólum
sem settum lögum. „Þingmenn
eiga hrós skilið fyrir að standa
vörð um réttindi íslenskra barna
með þessum hætti,“ segir Erna.
Rauði krossinn
fær styrk
Rauði krossinn á Íslandi hefur hlot
ið 16 milljóna króna styrk frá ECHO,
neyðarsjóði Evrópusambandsins, til
að leiða fjölþjóðlegt almannavarna
verkefni næstu tvö árin. Megin
tilgangur verkefnisins er að ein
falda aðkomu erlends hjálparliðs og
hjálpargagna milli landa á neyðar
tímum og þegar hamfarir verða.
Í tilkynningu sem Rauði kross
inn á Íslandi sendi frá sér á fimmtu
dag kemur fram að systurfélög
Rauða krossins í Finnlandi, Írlandi,
Lettlandi og Póllandi taka þátt í ver
kefninu auk stjórnvalda í hverju
landi. Þá kemur Alþjóða Rauði
krossinn að ráðgjöf og samhæfingu.
Lögfræðistofan LOGOS styður verk
efnið og mun annast lögfræðilegan
hluta þess hér á landi.
„Styrkur sem þessi er viður
kenning á því mikilvæga hlutverki
sem Rauði krossinn gegnir á sviði
neyðarvarna og neyðaraðstoðar,“
segir Kristján Sturluson, fram
kvæmdastjóri Rauða krossins á Ís
landi. „Rauða krossinum á Íslandi
er sýnt mikið traust með því að velja
félagið til að leiða þessa vinnu,“
bætir Kristján við.
Megininntak verkefnisins er að
kanna hvernig lög og reglugerðir
geta tafið eða jafnvel komið í veg
fyrir alþjóðlega aðstoð á neyðartím
um og koma með tillögu til úrbóta.
Hluti af verkefninu verður í formi
almannavarnaæfingar þar sem æfð
verða alþjóðleg viðbrögð við nátt
úruhamförum hér á landi.
Alls eru um 750 sjálfboðaliðar
Rauða krossins um allt land til taks
ef hamfarir eða önnur áföll dynja
yfir. Þessir sjálfboðaliðar hafa verið
þjálfaðir í að setja upp fjöldahjálp
arstöðvar og veita sálrænan stuðn
ing og skyndihjálp þegar mikið ligg
ur við.
Um veggjalús
Veggjalús lifir í upphituðu þurru
húsnæði. Hún nærist á blóði sem hún
sýgur úr fórnarlömbum sínum. Þegar
hungur sverfur að skríða lýsnar fram
úr fylgsnum sínum sem oftast eru í
námunda við svefnstaði, í sprungum og
glufum í tréverki, niður með rúmdýnum,
í fellingum með saumum, undir gólflist-
um, í rafmagnsdósum, á bak við myndir
og annað sem hangir á veggjum, laust
veggfóður eða glufóttan panel; í stuttu
máli hvarvetna þar sem felustaði er að
finna.Veggjalúsin sýgur kröftug lega en
á 10 mínútum getur hún dregið til sín
sjöfalda þyngd sína af blóði og þenst
út við það. Þegar hún er södd kemur
hún sér í skjól, leggst á meltu, makast
og verpir eggjum. Flestir fá kláða og
óþægindi af biti hennar en sumir sýna
engin viðbrögð. Ekki er vitað hvort
veggjalýs geti flutt sýkla eða veirur á
milli manna en grunur hefur verið um
að þær geti flutt lifrarbólgu B á milli
manna.
Veggjalúsin athafnar sig einkum að
nóttu til. Fólk verður ekki vart við
stungurnar þar sem þeim fylgir deyfing.
Að morgni gerir svo oft kláðinn vart við
sig og stundum má greina blóðpunkta
á rúmfötum eftir þær.