Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 32
4 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað Verndar og hjálpar n Hera Sóley biður faðir vorið á kvöldin É g trúi á Guð og að hann verndi okkur og hjálpi í gegnum lífið,“ segir Hera Sóley Sölvadóttir sem segist stundum biðja Fað­ ir vorið á kvöldin. „Ég trúi því að hann sé með okkur á hverjum degi og í hjarta okkar. Presturinn hefur vakið með mér meiri áhuga á trúnni og fengið mig til þess að hugsa um hvernig við lifum hvern dag.“ Um Jesú segir hún: „Hann var mjög góður og gaf öllum það sem þeir áttu skilið.“ Þegar Hera Sóley er spurð um væntingar varðandi fermingar­ daginn segir hún: „Ég vona að þetta verði frábær dagur. Ég staðfesti skírnina og hlakka til þess að verða komin í fullorðinna manna tölu.“ Hún segir að það sé búið að kaupa fermingarkjólinn sem er kremlitaður blúndukjóll. „Ég ætla að fara í hárgreiðslu um morguninn, láta krulla endana, gera eitthvað rosalega flott við hárið.“ Fermingarveislan verður í safn­ aðarheimili kirkjunnar þar sem Hera Sóley fermist og segir hún að hún og móðir hennar séu búnar að skipuleggja veisluna, velja servíettur og skraut. „Það verður fjólublátt og túrkis­ blátt þema og það verður alls kon­ ar skraut, meðal annars skreyttar krukkur á borðunum. Við bjóðum veislugestum upp á alls konar dýrindis góðgæti; kaffi, kökur, ístertu og fleira gómsætt og ég er viss um að það muni allir sam­ gleðjast mér á þessum degi.“ Hera Sóley veit um eina ferm­ ingargjöf: „Ég fæ utanlandsferð frá foreldrum mínum til Englands. Ég hlakka til og ég held ég heimsæki frænku mína í London.“ Reif blómin úr hári sínu n Þórunn Högnadóttir kveið fermingardeginum n Var stjörf á myndum É g kveið svolítið fyrir þessum degi af því að ég var stærst af fermingarbörnunum og stærsta fermingarbarnið átti að fara með vers í athöfn­ inni,“ segir Þórunn Högnadóttir. „Mér fannst rosalega erfitt að þurfa að standa fyrir framan alla í kirkj­ unni og fara með þetta vers sem ég man ekkert hvað var. Ég kveið of­ boðslega fyrir því. Það sést greini­ lega á myndunum en ég er stjörf á þeim. Pabbi sagði að ég hefði ekki einu sinni litið upp. Ég man lítið eftir þessum degi þangað til ég kom í veisluna.“ Hvað með fermingarfötin. Jú, dragt: Sítt, bleikt pils og bleikur jakki. Eiginlega beibíbleikt,“ segir Þórunn. „Það var voðalega mikið í tísku á þessum tíma. Svo var ég í hvítri skyrtu með slaufu á, í hvítum blúndusokkabuxum og í mokka­ síum. Mér fannst ég vera voðalega fín.“ Svo fór tilvonandi fermingarbarnið í hár­ greiðslu. „Það voru sett hvít blóm í hárið á mér en ég fílaði það ekki þannig að ég reif þau úr hárinu. Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á hlutunum en auðvitað hefði ég kannski ekki átt að gera þetta.“ Þær voru þrjár frænkurnar sem fermd­ ust sama daginn og héldu þær sameiginlega fermingarveislu. Boðið var upp á tertur og kök­ ur í veislunni og kran­ sakakan var punkturinn yfir i­ið. „Ég fékk græjur frá mömmu og pabba og rosalega mikið af skart­ gripum.“ Þórunn seg­ ir að græjurnar standi upp úr hvað gjafirnar varðar. „Það var eitt­ hvað sem mig var búið að langa í í einhvern tíma og ég á þær ennþá.“ Þórunn segir að fermingin sé hluti af því að þroskast. „Og ef maður er trúaður þá er þetta eitt­ hvað sem maður gerir. Ég vildi að ég myndi meira eftir þessum degi og að ég hefði ekki verið svona kvíðin þar sem ég þurfti að lesa í kirkjunni. Ég var eig­ inlega reið. Ég var fúl út í prestinn að hafa látið mig gera þetta.“ Það var svo fyrir stuttu sem móð­ ir Þórunnar lét hana fá blúndu­ hanskana, klútinn og sálmabókina sem hún var með í fermingunni. „Og það geymi ég.“ Svava Jónsdóttir „Ég var fúl út í prestinn að hafa látið mig gera þetta. Þórunn Högnadóttir „Og ef maður er trúaður þá er þetta eitthvað sem maður gerir,“ segir Þórunn sem kveið fyrir fermingardeginum því hún átti að fara með vers í athöfninni. Fín í bleiku „Mér fannst ég vera voðalega fín,“ segir Þórunn Högnadóttir sem klæddist bleiku pilsi og bleikum jakka, en blómin reif hún úr hárinu, enda strax með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Fáránlega hollt á borðið Það eru alltaf einhverjir gestir sem lifa ógurlegu meinlætalífi og geta ekki hugsað sér að borða þær dýrðlegu (og oft og tíðum hitaein­ ingaríku) veitingar sem einkenna hina einu sönnu fermingarveislu. Svo eru aðrir sem einfaldlega mega ekki borða rjómatertur eða sykurmikinn mat heilsunnar vegna. n Það er því ekki úr vegi að huga að því og bjóða upp á einfalda og holla smárétti svona rétt til að friða samviskuna. n Einfalt er að skera nið­ ur grænmeti og bera fram með púrru­ lauksídýfu. Ídýfan er einföld. Það fer ein matskeið af púrrulauksúpudufti í eina dós af sýrðum rjóma. Hún er sett í skál og skálin svo sett til hliðar eða á bakka og hún umkringd græn­ meti. Það tekur tíma að skera grænmetið en til dæmis væri hægt að nota gúrkur, gulrætur, paprikur í öllum litum og kirsuberjatómata. n Ávaxtabakkar eru líka kærkomin til­ breyting frá hna­ llþórum. Á þess­ um árstíma er oft hægt að fá margar gerðir af melón­ um og hægt að skreyta með þeim og niðurskornum an­ anas auk vínberja. n Þá er sniðugt að útbúa humm­ us og bera fram með fallegu hrökkbrauði. Hummus er frekar ódýrt að gera sjálfur og hægt að finna mjög einfaldar uppskrift­ ir á netinu. Hera Sóley Sölvadóttir „Það verður fjólublátt og túrkisblátt þema og það verður alls konar skraut, meðal annars skreyttar krukkur á borðunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.