Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 40
12 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað „Þetta var stórt móment“ nÞyrmdi yfir Gissur Pál af þakklæti þegar kom að því að skoða gjafirnar É g tók virkan þátt í trúarbragða- fræðslu og hafði áhuga á þess- um efnum,“ segir Gissur Páll Gissurarson. „Ég var mjög áhugasamur um trúna og ég fermdist af trúarlegum ástæðum þó að þessi veraldlegu mál hafi að sjálfsögðu skipt einhverju máli; fermingargjafir og svoleiðis. Þetta var stórt móment. Hvað varðar ferminguna sjálfa þá er það oft mesti ótti fermingarbarna að fara með ritninguna en ég sló ekk- ert hendinni á móti því að standa í sviðsljósinu og gerði það með glöðu geði.“ Gissur Páll segir að sér hafi þótt gaman að taka þátt í undirbún- ingi fermingarveislunnar. „Þetta var mikið tilstand og var mikil tilhlökk- un að halda skemmtilega og góða veislu. Þegar fermingarveislunni var lok- ið var komið að því að skoða gjafirnar og þá eiginlega þyrmdi yfir mig því mér fannst þetta svo mikið. Ég var svo þakklátur og átti eiginlega hálf- erfitt með að takast á við þetta því ég fékk mikið af gjöfum og fullt af pen- ingum og ég náttúrulega eyddi öllu í vitleysu. Þetta var ofsalega stór dagur og mér leið eins og ég hefði fullorðn- ast mjög mikið við þessi tímamót. Þetta var fallegur dagur, það kom margt fólk, það gekk allt vel og veislan var mjög skemmtileg eins og við ætluðum okkur að hafa hana.“ n Leitað að hreiðrum n Séra Pétur keypti ríkisskuldabréf fyrir fermingarpeningana S éra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, segir að amma hans hafi kennt honum bænir í Mið- Fossum í Andakíl þar sem hann átti heima á sama stað og hún. „Ég man að hún fór með mér í sunnudagaskóla eða í kirkju þar sem ég fékk Jesúmiða til að setja í bók. Hún að minnsta kosti sáði þeim fræjum sem hafa svo spírað í framhaldinu þótt maður hafi ver- ið andsnúinn kristni og kirkju á menntaskólaárunum.“ Pétur segir að þegar hann var á fermingaraldri hafi ekkert verið rætt um það hvort krakkar fermdust eða ekki. „Það var ekkert talað um það eða hvort það væru einhverjir hálfheiðingjar í skólanum eða svoleiðis. Það var bara hlutur af því að vera lífs en ekki liðinn að fermast.“ Svo leið að ferm- ingunni. „Það var bakað mikið og það var fermt. Ég man ekkert eftir fermingarathöfninni sem slíkri og alls ekki hvað presturinn sagði. Ein- hverjir frændur og frænkur, sem maður sá ekki mikið í annan tíma, komu í heimsókn vítt og breitt að og kofinn var fylltur af fólki. Þannig naut maður dagsins. Fyrirfram hafði ég velt því fyrir mér að þetta væri fjölskyldusamvera og að þarna kæmu menn til þess að hittast, heyrast og éta mikið.“ Fékk skrifborð og armbandsúr Séra Pétur rifjar upp hvað hann fékk í fermingargjöf fyrir rúmum 40 árum. „Ég fékk skrifborð frá mömmu og pabba; dæmigert skrif- borð úr tekki með þremur skúff- um, einni skáphurð og lítilli skúffu í miðjunni. Svo fékk maður eitthvað af bókum, svo sem ljóðabókum, og ég fékk armbandsúr, Pierpont númer 2083, og það átti ég ótrú- lega lengi þrátt fyrir að það slægist utan í dráttarvélar, fjós, fjárhús eða týndist – það gekk alltaf. Ég fékk ekki mikið af peningum, en eitt- hvað kom þó inn og ég held ég hafi keypt ríkistryggt happdrætt- isbréf sem var til að styrkja brúna yfir Skeiðar ársand. Svo var eitt- hvað lagt inn á bók í kaupfélaginu í Borgarnesi.“ Séra Pétur fermdist um hvítasunnuna 1969 og hann seg- ir fermingardaginn hafa verið sól- ríkan og bjartan. Hann hafði feng- ið jakkaföt fyrir daginn. „Ég held ég hafi farið til Reykjavíkur frekar en í kaupfélagið í Borgarnesi og þar var eitthvað sem passaði á mann og maður fór í. Þannig að það var ekki liturinn eða útlitið eða þess hátt- ar. Svo var höfð slaufa við. Ég hef tvisvar verið í jakkafötum á ævinni – við þessa fermingu og í stúdents- veislunni.“ Pétur var í jakkafötun- um þegar hann fór ásamt hluta af gestunum út í sólina eftir að búið var að tæta í sig terturnar og hann var búinn að taka upp gjafirnar. „Ég fór að leita að hreiðrum með ein- hverjum ættmennum á líkum aldri og maður sjálfur, sem maður hafði ekki séð lengi og við fórum upp í fjallið fyrir ofan Hamra, bæinn sem ég átti heima á þegar ég fermdist.“ n Svava Jónsdóttir „Það var bara hlutur af því að vera lífs en ekki liðinn að fermast. Nýfermdur Pétur Pétur keypti sér meðal annars ríkistryggð happdrættisbréf fyrir fermingarpeningana. Pétur Þorsteinsson „Fyrirfram hafði ég velt því fyrir mér að þetta væri fjöl- skyldusamvera og að þarna kæmu menn til þess að hittast, heyrast og éta mikið.“ Gissur Páll Gissurarson „Ég var mjög áhugasamur um trúna og ég fermdist af trúarlegum ástæðum þó að þessi verald- legu mál hafi að sjálfsögðu skipt einhverju máli; fermingargjafir og svoleiðis.“ m y N d s iG tr y G G u r a r i Kyrtillinn táknar hreinleika Fermingin er mjög táknræn athöfn og flestir siðir tengdir henni hafa einhverja þýðingu inn- an kristinnar trúar. Þannig er til að mynda fermingarkyrtillinn hvítur, sem táknar hreinleikann, en ástæða þess að hann er síður nið- ur á hæla er að hann á að minna á skírnarkjólinn – það á að tengja fermingu og skírn. Kyrtillinn var fyrst notaður á Íslandi fyrir um fimmtíu árum. Altarisganga vegur til sjálfstæðis Fermingin öll er tákn um að við- komandi slíti barnsskónum en altarisgangan táknar veginn til sjálfstæðis. Hún er félagslegur at- burður. Hún táknar að barnið sé tekið í fullorðinna tölu og að það sé hæft til að ganga inn í leyndar- dóm sakramentisins, að verða gildur samfélagsþegn á eigin forsendum. Að neyta oblátunnar undir lok altarisgöngunnar er tilvísun í síð- ustu kvöldmáltíðina. Námið vík- ur og trúin tekur þegar neytt er brauðs og víns; blóðs og líkama Krists. Jesús er þá meðtekinn og trúin með. Gjafirnar eiga að vera til þess fallnar að auka sjálfstæði fermingarbarnsins, að leyfa því fremur að standa á eigin fótum og reiða sig minna á foreldrana. Játning á eilífu lífi Hin lúterska ferming á rætur að rekja til „confirmatio“-athafnar- innar í kaþólsku kirkjunni. Hún er framkvæmd af biskupum en hún merkir að skírn barnsins sé staðfest og aðild þess að trúnni með því. Í lúterskri trú merkir hún skírn Jesú. En í grundvallar- atriðum þýðir fermingin að við- komandi taki trú á eilíft líf fram yfir trú á dauðann, á sama tíma og viðkomandi fellst á réttmæti kristinna gilda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.