Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Side 46
30 Viðtal 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað sólarhringnum til þess að reyna að fara meira út eða skrifa greinar og koma þessu á framfæri. Verkefnið svelgdi mann í sig lengst af.“ Niðurrífandi fjölmiðlaumfjöllun „Síðan hafa ákveðnir fjölmiðlar hér í landinu ekki beinlínis verið vinsam­ legir ríkisstjórninni. Hér er gefið út blað sem heitir Morgunblaðið, sjá ekki allir hvernig það er skrifað og með hvaða hugarfari? Þar er hamast í því upp á hvern einasta dag að rífa okkur niður og reita af okkur æruna og gera lítið úr öllum árangri. Ef þeir óttast að einhver fari að halda að hér hafi náðst einhver árangur þá er ráð­ ist á það. Satt best að segja þá er það ekki mjög uppbyggilegt og stundum undrast ég að slíkt skuli vera borið á borð fyrir Íslendinga á árinu 2013, til dæmis leiðarar undanfarinna daga. Þetta er alveg yfirgengilegt. Hvernig er með eigendur Morgun­ blaðsins sem leggja til þess fé ár eftir ár að þetta blað geti komið út, er þeim alveg sama hvernig þetta mál­ gang er svo notað? Eru þeir stoltir af því að ritstjórnarvaldinu er beitt með þessum hætti? Eru þeir stoltir af leiðaranum um gluggaskrautið?“ Steingrímur hefur sjálfur verið harð­ skeyttur í pólitík og segist ekkert kveinka sér undan því ef ráðist er á málefnin en ekki manninn. „Auð­ vitað er þetta alltaf viðkvæmt þegar nánustu aðstandendur taka þetta inn á sig. En ég kvarta aldrei undan hvössum skotum ef þau snúast um pólitík. Það er alltaf erfiðara ef þetta er persónulegt og rætið. Og svo þegar þetta tekur út yfir allan þjófabálk eins og stundum gerist.“ Vissi að þetta yrði erfitt Ástæðurnar fyrir brotthvarfi hans úr formannsstólnum eru fleiri. Sjálfur hafði hann einsett sér að vera ekki for­ maður lengur en í um tíu ár. „Ég tel að það sé engum hollt að sitja of lengi í slíku embætti, hvorki mér sjálfum né flokknum sem ég er í forystu fyrir. Ég er búinn að vera formaður flokksins í fjórtán ár. Árið þar á undan var við­ burðaríkt og miklar hræringar áttu sér stað í íslenskum stjórnmálum þannig að það má segja að það ár hafi verið undirlagt líka. Ég hef eiginlega helgað mig þessu verkefni í fimmtán ár og það er býsna langur tími. Í raun og veru er það lengri tími en ég taldi sjálfur að væri skynsamlegt, þótt hér hafi auðvitað ríkt sérstakar aðstæður á síðustu árum. Það er eðli­ legur hluti af pólitíkinni og lífinu og það þurfa að vera kynslóðaskipti í þessu fagi. Nú eru runnin upp tímamót, kjör­ tímabilið er senn á enda og við erum búin að ljúka því verkefni sem við tók­ um að okkur, að veita landinu forystu út úr þessum ósköpum. Það hefur auðvitað mætt mikið á mínum herð­ um sem formanns annars stjórnar­ flokksins og fjármálaráðherra í þrjú erfið ár. Þó að ég viðurkenni vel að við séum ekki búin að vinna úr öllum afleiðing­ um hrunsins og víða er við erfiðleika að glíma þá höfum við almennt séð náð miklum árangri og ég skil sáttur við. Staðan í dag er betri en ég átti von á að hún yrði þegar ég horfði til fram­ tíðar fyrir fjórum árum síðan. Ég vissi að þetta yrði erfitt og krefj­ andi verkefni. Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir þá flokka og þá forystu­ menn sem yrðu að bera hitann og þungann af þessu starfi en við hik­ uðum hvergi. Við helltum okkur í þetta þegar ríkisstjórnin leystist upp og landið var á barmi upplausnar og mátti síst við öðru en hafa starfhæfa ríkisstjórn sem var tilbúin til þess að glíma við ástandið. Aðstæðurnar voru þannig að hún gat ekki orðið til nema við værum tilbúin til þess að stíga inn í myndina og það vorum við.“ Minni manna mætti vera betra Það er ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið og hefur aldrei gert. „Ekki í eina sekúndu. Þá fyrst hefði ég séð eftir því að hafa stofnað þennan flokk ef hann hefði runnið af hólmi þegar skyldan kallaði. Við höfum skrifað algjörlega nýjan kafla í stjórnmálasögu landsins. Með okk­ ar styrk og tveimur kosningasigrum í röð þá varð til raunhæfur möguleiki á að mynda rauðgræna ríkisstjórn sem er sögulegt. Það er líka sögulegt að sú stjórn hefur klárað kjörtímabilið. Því hefur ekki alltaf verið spáð og þær hafa fokið margar stjórnirnar. Hitt vissi ég alltaf að þetta yrði erfitt og að við yrðum að gera ýmis­ legt sem yrði ekki til vinsælda fall­ ið. Niðurskurður og skattahækkan­ ir og margt fleira er sjaldan neinn gleðiboðskapur. Þegar samfélag á í erfið leikum hafa menn tilhneig­ ingu til að kenna þeim um sem hafa völdin hverju sinni, hversu sann­ gjarnt eða ósanngjarnt sem það nú er. Mér finnst gjarna að minni manna mætti vera betra og menn mættu muna hverjir komu okkur í þetta. En við sjáum hvernig það fer þegar nær dregur að kosningum og umræðan fer í gang af alvöru. Ég sagði alltaf að það gæti vel ver­ ið að við myndum gjalda fyrir það að gera þetta en það væri samt rétt að gera það. Einu verkalaunin sem ég þrái er að geta sagt og haft innistæð­ ur fyrir því þegar kjörtímabilið er á enda runnið; að okkur hafi tekist það sem við tókum að okkur að gera, að bjarga Íslandi frá þroti og koma því út úr erfið leikunum og á rétt spor.“ Ómálefnaleg og óboðleg umræða „Auðvitað má alltaf deila um það hvort eitthvað hefði mátt gera öðru­ vísi,“ segir Steingrímur og hallar sér fram á borðið, „eða hvort hægt hefði verið að dreifa byrðunum með öðr­ um hætti, ná bata hraðar eða hvað. Hitt ættum við ekki að þurfa að ríf­ ast um sem opinberar hagtölur sýna og mælingar staðfesta, að Ísland er komið á allt annan og betri stað en við blasti í árslok 2008 þegar öll um­ ræðan snerist um það hvort við fær­ um í þrot og hér yrði greiðslufall. Við vorum ofarlega á lista yfir þau tíu lönd heimsins sem voru talin lík­ legust til að enda í þroti, áhættu­ álagið var í grískum himinhæðum og alls staðar lokað á Ísland. Við feng­ um hvergi fyrirgreiðslu og hvergi lán nema með því að leita á náðir Al­ þjóðagjaldagjaldeyrissjóðsins. Þetta voru auðvitað ógnvænlegar aðstæður og þegar ég rifja þetta upp fyrir mér þá er ég glaður og ánægður og sáttur að þetta hafi þó tekist þetta vel. Þeir erfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir núna eru smáhnullungar á götu okkar miðað við björgin sem við þurftum að velta úr vegi. Það er óskaplega ósanngjarnt og ómálefnalegt að setja ástandið ekki í samhengi við þær aðstæður sem við vorum að glíma við. Núna reyna menn að draga upp þá mynd að öll vandamál Íslands séu vegna þess að við séum með þessa ríkisstjórn. Það er ekki boðleg umræða því það er ekki rétt. Það er ómálefnalegt líka að reyna að rífa niður þann árangur sem hefur náðst. Það hjálpar okkur ekk­ ert. Menn langar auðvitað að klekkja á okkur sem stjórnmálamönnum og eru í sínum pólitíska leik en það er ekkert hollt fyrir landið. Það er betra fyrir stemninguna á Íslandi að gleðj­ ast yfir þeim árangri sem við höfum þó náð. Við þurfum auðvitað að vera raunsæ og viðurkenna að enn erum við að glíma við vandamál en þau eru til að sigrast á þeim. Við þurfum að ná upp bjartsýni og tiltrú á framtíð landsins og tala kjark í þjóðina en ekki að rífa hana niður. Allir þurfa aðhald og gagnrýna um­ ræðu, ég vil hana en ég vil að hún sé málefnaleg og sanngjörn. Það hefur ekki verið þannig. Auðvitað eru hér öfl í landinu sem mega ekki til þess hugsa að stjórn­ málasagan skrifist þannig að hér hrundi allt í lok langs valdatíma Sjálf­ stæðisflokksins. Vinstri stjórn tók við þrotabúinu og kom landinu út úr erfið leikunum. Það er ekki þannig sem þessir menn vilja að sagan skrif­ ist en hún mun skrifast þannig því hún er þegar orðin þannig. Árangurinn sem hér hefur náðst er almennt viðurkenndur erlendis, allir fréttamenn og stjórnmálamenn sem hingað koma tala út frá því að Ísland hafi náð heilmiklum árangri. Leið Íslands út úr kreppunni er stúd­ eruð úti í heimi og ég fékk óskirnar í löngum bunum um að halda erindi um það hvernig Íslandi tókst að tak­ ast á við erfiðleikana.“ Hvergi hættur Steingrímur er hvergi nærri hættur. Þvert á móti. Ein af þeim ástæðum sem hann gefur fyrir brotthvarfi sínu úr forystusveit flokksins er sú að hann langar til að halda áfram í stjórnmál­ um og hafa svolítið frjálsari hendur, meðal annars til þess að sinna sínu kjördæmi. „Ég gef ekkert út um það hvenær ég hætti svo í pólitík, ég lofa engu um það. Það getur vel verið að mér þyki þetta svo gaman að ég verði mörg kjörtímabil í viðbót. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram og það er búið að ganga frá okkar lista. Ég leiði hann í mínu gamla góða Norðausturkjördæmi þar sem ég hef verið á þingi í þrjátíu ár. Ég hef haft mikinn stuðning þar og vona að svo verði áfram að einhver hluti kjósenda vilji hafa mig áfram á þingi og helst okkur fleiri en eitt og fleiri en tvö. Það er margt spennandi að gerast í þessu kjördæmi, það er verið að hefja framkvæmdir við tvö samgöngu­ mannvirki sem bæði marka tímamót, Norðfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng og það verður gaman að vera þing­ maður þegar þessi göng verða opn­ uð. Það er að komast af stað mikil at­ vinnuuppbygging í Þingeyjarsýslu. Akureyri að eflast sem sterk miðstöð utan höfuðborgarsvæðisins og nokk­ uð jafn og góður vöxtur þar. Akureyri er líka að styrkjast sem miðstöð norð­ urslóðamála á Íslandi og það gætu miklir hlutir gerst þar í tengslum við það. Þannig að ég hef sterka tilfinn­ ingu fyrir því að þetta svæði verði eitt helsta uppbyggingar­ og hagvaxtar­ svæði á landinu næstu árin. Það er mjög gott vegna þess að þá verða þessi miklu seguláhrif suðvestur­ hornsins ekki eins mikil og það er gott fyrir byggðaþróun í landinu og jafnvægi í hlutunum. Um leið verður þetta fjölbreyttara land.“ Höfum örlög Íslands í okkar höndum Að hans mati er bjart framundan. „Íslenskt atvinnulíf er að verða bæði fjölbreyttara og heilbrigðara. Það er betra jafnvægi í hlutunum. Gengi krónunnar er mikið raunhæfara og í betri tengslum við þarfir útflutnings og samkeppnisgreinanna. Möguleik­ ar Íslands eru alveg óendanlegir. Það er einfaldlega veruleikinn að það eru fáar þjóðir á hnettinum jafn gæfusamar hvað varðar möguleik­ ana sem við höfum á þessu landi sem okkur hefur verið fengið til búsetu og varðveislu. Við erum lánsöm þjóð og okkur er engin vorkunn að rífa okkur upp úr þessu áfalli. Þetta er allt í okk­ ar höndum og það gerir engum gang að kenna öðrum um. Þetta erum bara við og við höfum okkar framtíð og okkar örlög í höndunum. Við höf­ um allt til alls til þess að skapa okk­ ur bjarta framtíð en við þurfum að vanda okkur við það. Ég hef brennandi áhuga á pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég vona að mér endist aldur og heilsa til að sjá Ísland ná sér alveg upp úr þessu og ná sér á góða siglingu sem farsælt og gott velferðarsamfélag sem byggir á lögmálum sjálfbærrar þróunar, heldur rígfast í það besta úr norrænu samfélagsgerðinni, jöfnuð, jafnrétti og jöfn tækifæri fyrir alla. Þrátt fyrir allt er norræna samfélagsgerðin sú þróaðasta sem er hér á jörð. Fyrir mér er enginn vandi að stilla kompásinn, ég tel mig hafa algjörlega hnitin til að sigla eftir.“ Finnur fyrir létti Að lokum segist hann hafa verið í öllum verkum sem til eru í stjórn­ málum. Hann hefur verið óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu, ver­ ið þingflokksformaður, varaformað­ ur flokks, formaður flokks og ráð­ herra. „Ég hef verið á víxl í stjórn og stjórnar andstöðu. Ég hef haft gaman af því að endurnýja mig og setja mig inn í nýja málaflokka. Mig langar til þess að halda því áfram. Ég var að hugsa um það áðan að ef ég finn einhverja þingnefnd sem ég hef aldrei setið í þá er ég að hugsa um að biðja um að fá að sitja í henni næst ef ég enda í stjórnarandstöðu. Nú er það ekkert víst, það getur vel verið að ég sitji áfram í ríkisstjórn. Við sjáum til. Þetta er spennandi og gaman. Mér hefur liðið óskaplega vel síð­ an ég komst að þessari niðurstöðu og tilkynnti þessa ákvörðun. Það var viss léttir. Ég læt það eftir mér að vera í góðu skapi og það er engin upp­ gerð. Mér finnst virkilega spennandi tími framundan. Ég hef fengið óhemju mikið af símtölum og skilaboðum og bréfum þar sem fólk er að óska mér góðs gengis, hvetja mig áfram og þakka mér fyrir unnin störf. Í sumum bréf­ unum er svolítill saknaðartónn en mér finnst þetta hafa gengið vel, að fólk skilji þetta og virði þetta. Flestir vilja fyrst og fremst ganga úr skugga um að ég sé sáttur við þetta sjálfur og ég er það. Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og ég er sáttur við sjálfan mig. Það er auðvitað alltaf best.“ Þá getur þú gleymt þessu Skyndilega stendur hann upp og segist þurfa að drífa sig á næsta fund. Frammi bíða tveir menn sem segja honum að fara niður á Alþingi. Þó að Steingrímur sé ekki nema fimm mínútum of seinn var síminn byrj­ aður að hringja fyrir hálftíma. Að­ spurður hvort hann sé stressaður svarar hann neitandi. „Ég er poll­ rólegur. Þú þarft að halda ró þinni sama hvað gengur á. Ef þú lætur slá þig út af laginu og ferð á taugum get­ ur þú gleymt þessu,“ segir hann í lyft­ unni á leiðinni niður. „Það er tvennt sem þú þarft að hafa til þess að geta sinnt svona starfi, innri ró og þrek. Þú þarft að vera þrekmikill og vera tilbúinn til þess að nota það þrek. Þú þarft að nýta alla þína krafta í þetta.“ Rétt áður en hann hoppar upp í bílinn sem stendur fyrir utan lítur hann reyndar á mig og bætir því við á hlaupum að þriðji þátturinn hafi líka talsvert að segja. „Það er reynslan. Með reynslunni öðlast þú ró og byggir upp þrek. Það er það sem hefur komið okkur Jóhönnu í gegn­ um þetta, ekkert annað,“ segir hann og kveður. n „Mér hefur liðið óskaplega vel síð- an ég komst að þessari niðurstöðu og tilkynnti þessa ákvörðun. Það var viss léttir. Léttir að hætta Steingrímur horfir sáttur yfir farinn veg og hlakkar til að takast á við þingstörfin þegar hann hefur orðið frjálsari hendur til að sinna sínu kjördæmi og þeim málefnum sem hann hefur áhuga á. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.