Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 5
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Rannsóknir og ritverk Þegar Elsa kom heim frá námi árið 1963 hóf hún fljótlega aftur störf hjá Raforkumálaskrifstofunni og síðan hjá Orkustofnun þegar hún varð til árið 1967. Þar vann hún síðan uns hún fór á eftirlaun 2002. Fyrstu rannsóknarskýrslur hennar hjá Raforkumála- stjóra eru frá 1964. Árið 1977 birtist þekktasta rann- sóknarritgerð Elsu, Tungnárhraun, sem var mikið tímamótaverk og er enn hin merkasta heimild um þessi hraun og um gossögu Veiðivatnasvæðisins. Árið 1980 var gerður samningur milli Orkustofn- unar og Landsvirkjunar um samræmda jarðfræði- kortlagningu á vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells og var Elsa umsjónarmaður þess verks. Kortin komu út á árabilinu 1983–1999 og hafa síðan verið grundvöll- ur allra jarðfræðirannsókna á þessu svæði. Þau voru af þremur gerðum, berggrunnskort, jarðgrunnskort og vatnafarskort, öll í kvarðanum 1:50.000. Elsa vann einkum að berggrunnskortunum og hélt áfram þar sem frá var horfið í Tungnárhraunarannsókninni við að greina sundur og kortleggja hraun og eldstöðvar Veiðivatnakerfisins allt upp í Vatnajökul. Á sama tíma var lagður grunnur að því mikla verki sem Elsa vann enn að er hún lést, þ.e. kortlagningu móbergs í eystra gosbeltinu. Elsa stundaði rannsóknir víðar og vann til dæmis að kortlagningu móbergs og hlýskeiðshrauna norðan Vatnajökuls og gaf út berggrunnskort af Möðru- dalsfjallgörðum (1997). Alls er Elsa skrifuð ein eða með öðrum fyrir 15 jarðfræðikortum í kortaskrá Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna. Elsa hafði góð tök á gjóskulagafræði og gjósku- tímatalinu. Hún rannsakaði stórfelld gjóskuflóð sem orðið hafa samfara forsögulegum Heklugos- um en um þær rannsóknir birti hún grein, ásamt Árna Hjartarsyni, hér í Náttúrufræðingnum 1985. Aðra grein skrifaði hún með Guðrúnu Larsen um gjóskufall í Heklugosinu 1991. Einnig kannaði hún gjósku í fornu lónseti að Fjallabaki (2001) og gjóskulög við Trjáviðarlæk. Hún skrifaði mikið um vísindarannsóknir, rannsóknarferðir og ritstörf dr. Helga Pjeturss og var meðal höfunda bóka um hann: Helgi Pjeturss og jarðfræði Íslands (2003) og Dr. Helgi Pjeturss: samstilling lífs og efnis í alheimi (1995), Þættir um heimsfræði Helga Pjeturss (1975), Skrá yfir ritverk Helga Pjeturss (1974). Hún var enn- fremur meðhöfundur bókarinnar 100 Geosites in South-Iceland, sem er ljósmyndabók með stuttum skýringartextum. Öll þessi verk munu halda minningu Elsu á lofti um langa framtíð innan fræðanna, ekki síst jarð- fræðikortin. Félagsstörf Elsa G. Vilmundardóttir lét að sér kveða í félagsmál- um en hér verða þeim þætti ekki gerð nein tæmandi skil, aðeins nefnt það helsta: Félagi í Soroptimistaklúbbi Kópavogs og formaður hans 1977–1979 Sat í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands Stofnfélagi í Heilsuhringnum, sat þar í stjórn frá 1977 og var varaformaður um árabil Formaður Starfsmannafélags Orkustofnunar (SOS) 1983–1985 Félagi í Oddafélaginu og í stjórn þess 1991–2002 Sat í stjórn Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands 2000–2003 og í stjórn Víkurdeildar Rauða krossins frá 2004 og til dauðadags Síðast en ekki síst verður að geta þess að hún var stofnfélagi í Jarðfræðafélagi Íslands og formaður þess árin 1986–1990. Fjölskylda og heimilishagir Á námsárunum giftist Elsa eftirlifandi eiginmanni sínum, Pálma Lárussyni verkfræðingi, sem lengi vann hjá Almennu verkfræðistofunni. Þegar þau komu heim frá námi í Svíþjóð settust þau fyrst að í Reykjavík en fluttu svo í Hrauntungu í Kópavogi. Þar bjuggu þau til 2004 en fluttu þá heimili sitt að Kaldrananesi í Mýrdal. Þau Pálmi eignuðust tvö börn; þau eru Vilmundur rafmagnsverkfræðingur í Mosfellsbæ og Guðrún Lára sérfræðingur í Þjóð- garðinum undir Jökli. Þeim sem unnu með Elsu við rannsóknir verður tíðrætt um þá ánægju sem hún hafði af rannsóknum á foldinni og ákafa hennar við hverskyns jarðkönn- un. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur, sem um áratugaskeið var einn helsti samstarfsmaður Elsu, kallaði það foldargleði og taldi höfuðkost hvers jarðvísindamanns. Margar sögur eru til um þetta efni. Eitt sumarið hafði hún unnið að kortlagningu og gjóskuathugunum inn með Snjóöldufjallgarði í löngum úthöldum og kominn var tími á sumarleyfi. Þá var haldið til byggða og þegar í stað farið að undirbúa frí og afslöppun sem fólst í því að drífa eiginmanninn, Pálma, með sér inn með Snjóöldu til að skoða hraun og gjósku. Þótt Elsa G. Vilmundardóttir sé ekki af kynslóð frumkvöðlanna gömlu í íslenskri jarðfræði var hún óskoraður frumkvöðull í greininni, forystumaður í félagsmálum jarðfræðinga og fyrirmynd þeirra kvenna sem fljótlega fetuðu í fótspor hennar og eru nú víða fremstar meðal jafningja í rannsóknum á náttúru landsins. Árni Hjartarson, jarðfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.