Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 19
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags skýringin er að í kjölfar útgáfu Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin árið 1859 hafi breskir dýra- fræðingar orðið svo hugfangnir af þróunarkenningunni, og þeim formfræðilega grunni sem hún var grundvölluð á, að þeir leiddu lífeðlisfræðina hjá sér. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt enda um- bylti þróunarfræðin rannsóknum innan dýrafræðinnar. Þegar tilrauna- dýrafræðin byrjaði að skjóta rótum í Þýskalandi og Bandaríkjunum kom upp klofningur innan lífvísinda- deildar BAAS, sem varpar frekara ljósi á af hverju nýja nálgunin náði ekki að skjóta varanlegum rótum í Bretlandi fyrr en löngu seinna. Fram til ársins 1893 samanstóð líf- vísindadeildin, deild D, af dýrafræði, grasafræði og lífeðlisfræði. Þetta breyttist árið 1894 þegar lífeðlis- fræðin fékk eigin deild og aftur ári seinna þegar breskir grasafræð- ingar, með sína löngu lífeðlisfræði- legu hefð, fengu sérstaka deild. Af þessum sökum stóð dýrafræðin ein eftir innan deildar D árið 1895. Þrátt fyrir þennan missi færði for- seti deildarinnar, haffræðingurinn William Herdman (1858–1924), rök fyrir því í ræðu sinni að framtíð dýrafræðinnar væri björt. Hann taldi heillavænlegast fyrir „hinn heimspekilega dýrafræðing“ að tvinna saman rannsóknaaðferðir náttúrufræðingsins og tilrauna- stofudýrafræðingsins innan dýra- fræðirannsóknastöðva, þar sem slík nálgun glæddi „von okkar um samanburðarlífeðlisfræði hryggleysingja, þ.e. lífeðlisfræði sem snýst ekki alfarið um læknis- fræði“.16 Í þessu samhengi er fróðlegt að horfa til þess að T.H. Morgan sótti þing BAAS árið 1895. Í bréfi, sem hann sendi Hans Driesch í september það ár, fullyrti hann að þingið hefði verið „hræðileg uppákoma“. Þessum orðum beindi hann að breskum dýrafræðingum og rannsóknum þeirra, sem honum fannst „einfeldningslegar og úrelt- ar“. Hann upplifði fyrirlestrana hjá deild D sem gamaldags, enda var ekkert „tillit tekið til nýrra rann- sókna í tilraunaþroskunarfræði“, sem Morgan hafði nýlega kynnst í Napólí.17 Þremur árum eftir háðsleg um- mæli Morgans tóku tveir breskir lífvísindamenn hvatningarorð Herd- mans til sín. Þetta voru plöntu- lífeðlisfræðingurinn Frederick W. Keeble (1870–1952), sem kenndi við University College í Reading og var einn fjórmenninganna sem skrif- uðu áðurnefnda grein með Tansley, og dýrafræðingurinn Frederick W. Gamble (1869–1926), sem kenndi við University of Manchester (Owens College til 1903). Grunnurinn að rannsóknum þeirra á litalífeðlisfræði sjávarkrabbadýra, sem „var einstök samvinna um það leyti þegar til- raunadýrafræði var varla til í Bret- landi“,12 var lagður á þingi BAAS árið 1898. Í fyrirlestri á þinginu lýstu þeir tilraunaáhaldi sem þeir þurftu fyrir væntanlegar litarannsóknir.18 Til þess að halda þróun þess áfram báðu þeir BAAS um fjárstuðning, sem þeir fengu. Þetta gerði þeim kleift að ljúka smíði áhaldsins ári seinna. Sama ár birtist fyrsta grein þeirra, sem bar titilinn „The Colour Physiology of Hippolyte varians“,19 og fram til ársins 1906 birtust fjórar greinar til viðbótar. Þrátt fyrir þessar birtingar um og upp úr aldamót- unum 1900 og þá staðreynd að lykilmenn innan BAAS studdu rannsóknir þeirra, megnuðu Keeble og Gamble ekki að kveikja áhuga á tilraunadýrafræðinni meðal breskra dýrafræðinga. Sama var uppi á ten- ingnum hjá dýrafræðingnum John Wilfred Jenkinson (1871–1915),13 sem var lektor við dýrafræðideild- ina í Oxford. Um það leyti sem tvímenningarnir birtu síðustu grein sína hóf hann rannsóknir í anda tilraunaþroskunarfræði. Helsta rit hans var Experimental Embryology (1909) og verður fjallað nánar um það í síðasta hluta greinarinnar. Þegar Herdman talaði fyrir mikil- vægi dýrafræðirannsóknastöðva fyrir uppgang tilraunadýrafræðinn- ar var slík stöð þegar til í Bretlandi. Þetta var Sjávarlíffræðirannsókna- stöð Breska sjávarlíffræðifélagsins (Marine Biological Assiociation of the United Kingdom, MBA) í Plymouth, þar sem Keeble, Gamble og Jenkinson höfðu unnið hluta rannsókna sinna. Á þessum árum unnu einnig við rannsóknastöðina lífeðlisfræðingarnir George Ralph Mines (1886–1914) og Keith Lucas (1879–1916), sem báðir kenndu við háskólann í Cambridge. Lucas vann að rannsóknum á lífeðlisfræði ýmissa hryggleysingja í Plymouth árin 1905, 1906 og 1910 og var áhugi hans á tilraunadýrafræðinni slíkur að hann byrjaði að kenna stutt námskeið í samanburðarlíf- eðlisfræði við dýrafræðideildina í Cambridge árið 1909.12,20 Frá 1911 til 1912 notaði Mines rannsókna- aðstöðuna í Plymouth til þess að kanna tengsl raflausna við hjartslátt í ýmsum sjávartegundum (því mið- ur féllu Mines, Lucas og Jenkinson í stríðsátökum fyrri heimstyrjaldar). Á þessum árum voru skilyrði til lífeðlisfræðirannsókna í Plymouth frumstæð. Þrátt fyrir það sýndu rannsóknir Lucas og Mines „hversu mikilvæg aðstaðan var fyrir slíkar rannsóknir“.21 Það var ekki fyrr en 1920 sem sérstök lífeðlisfræðirann- sóknastofa var sett á laggirnar í Plymouth. Rannsóknastöð Frá því Dýrafræðirannsóknastöðin í Napólí var stofnuð, árið 1872 (8. mynd), höfðu breskir dýrafræðingar vitað um mikilvægi hennar. Breska vísindaeflingarfélagið og háskólar- nir í Cambridge og Oxford leigðu t.a.m. rannsóknaaðstöðu í Napólí frá fyrstu árum stöðvarinnar. Árið 1884 var hins vegar svo komið að hópur þekktra breskra dýrafræðinga, undir forystu Thomas H. Huxley (1825–1895) og E. Rays Lankester (7. mynd), taldi „jafnt frá vísindalegu og hagfræðilegu sjónarhorni löngu tímabært að varanleg rannsókna- stöð, sem hefði Napólí að fyrirmynd, risi á hentugum stað við strendur Englands“.22 Þetta markaði upp- haf MBA. Félagið var stofnað árið 1884 og fjórum árum síðar stóð það fyrir byggingu Sjávarlíffræðirann- sóknastöðvarinnar í Plymouth, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.