Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn
90
sem virðist grafa undan tilgátu
Allens um „byltingu gegn form-
fræði“. Eftir stendur spurningin
hvað átt var við með „hjálplegri
formfræði“. Til þess að varpa ljósi á
spurninguna er gagnlegt að kynn-
ast skoðununum sem Jenkinson
setti fram í Experimental Embryo-
logy (1909). Ritið var beinskeytt
gagnrýni á þá staðhæfingu Ernsts
Haeckel að þroskaferill (ontogeny)
einstaklingsins endursegi þróun-
arferil (phylogeny) tegundarinnar
sem hann tilheyrir,3 en ekki á form-
fræði sem slíka. Endursagnartilgáta
Haeckels fól í sér að einstaklingurinn
og þroski hans var einungis tæki til
þess að svara þróunarfræðilegum
spurningum. Frá upphafi tilrauna-
dýrafræðinnar var tilgátan eitur í
beinum margra tilraunadýrafræð-
inga og til marks um það gat Loeb
þess í bréfi árið 1894 að þeir sem
ynnu eftir henni væru í grunninn
„náttúruspekingar eða frumspek-
ingar“.35 Jenkinson benti á að dýra-
fræðirannsóknir væru í eðli sínu tví-
þættar, ýmist lífeðlisfræðilegar eða
formfræðilegar. Hann viðurkenndi
að formfræðin hefði kallað fram
„frábærar niðurstöður“, en sú stað-
hæfing Haeckels að þroskaferillinn
sé „endursögn á þróunarferlinum
og þar með útskýranlegur með
vísun í hann“ hafi afvegaleitt form-
fræðina. Jenkinson var á því að
eina leiðin til þess að skilja orsakir
einstaklingsþroskunarinnar væri að
rannsaka þær „eins og hverja aðra
virkni (function) með hefðbundinni
tilraunanálgun lífeðlisfræðinnar“.75
Hann opinberaði hér að formfræðin
sem slík var ekki vandamálið held-
ur sú fullvissa margra formfræðinga
að skilningur á þroskaferli einstak-
lingsins lægi í þróunarferli teg-
undarinnar. Eftirmenn Jenkinsons
á millistríðsárunum endurómuðu
þessi sjónarmið, og gefur það til
kynna að andúðin, sem Allen taldi
beinast gegn formfræðinni sem
slíkri, virðist í Bretlandi einungis
hafa beinst gegn formfræði sem
var undir áhrifum frá endursagnar-
tilgátunni.
Lokaorð
Uppbygging rannsóknaaðstöðu,
tímarits og félags er nauðsynlegur
þáttur í þróun allra vísindagreina.
Þetta felur í sér að stofnanavæðing
er ekki síður mikilvæg en kenn-
ingarnar sem vísindin byggjast á.
Vísindasagnfræðingurinn Andrew
Cunningham ítrekaði þetta nýlega
með því að benda á að það sé innan
vísindastofnana sem skipulagning,
viðhald og þroskun vísindaþekk-
ingarinnar fer fram.76 Stofnun líf-
eðlisfræðideildarinnar í Plymouth,
tímaritsins British Journal of Experi-
mental Biology og Tilraunalíffræði-
félagsins var mótið sem hélt utan
um framgang tilraunadýrafræðinn-
ar í Bretlandi á þriðja áratug síðustu
aldar og gerði fræðigreininni kleift
að slíta sig frá skyldum greinum á
borð við formfræði og lífeðlisfræði.
Eins og hér hefur verið lýst óx
starfsemi lífeðlisfræðideildarinn-
ar í Plymouth jafnt og þétt allan
þriðja áratuginn, hvort sem horft
er til birtra vísindagreina eða fjölda
gistivísindamanna sem vann við
deildina. Þrátt fyrir erfiða byrjun óx
vegur BJEB/JEB einnig til mikilla
muna á árunum eftir að Gray tók
við ritstjórn þess.77 Til marks um
þetta jókst sala á tímaritinu úr 217
eintökum árið 1924 í 363 árið 1932,78
þrátt fyrir gríðarlega erfitt efnahags-
ástand í Bretlandi á þessum árum.
Sama átti við um Tilraunalíffræði-
félagið, en félögum í því fjölgaði
úr 120 árið 1924 í 325 árið 1933.78
Allt er þetta til marks um mikinn
uppgang tilraunadýrafræðinnar í
Bretlandi í kjölfar þess að stofnan-
irnar þrjár voru settar á laggirnar.
Skýr vísbending um þetta er að
ráðstefna félagsins í september 1928
var haldin samhliða þingi Breska
vísindaeflingarfélagsins og voru
haldnir sameiginlegir fundir annars
vegar með dýrafræðideildinni og
hins vegar með grasa-, lífeðlis- og
dýrafræðideildunum. Um það bil
þrjátíu árum eftir ákall Herdmans
var tilraunadýrafræðin því loksins
byrjuð að fóta sig innan BAAS og
breskra háskóla.
Summary
The rise of experimental zoology in
Britain took place in the early 1920s,
nearly three decades after it started to
gain a foothold in the US. After few
abortive attempts to introduce the ex-
perimental approach into British zool-
ogy in the 1900s and 1910s, experimen-
tal zoology was finally institutionalised
in 1920 at the behest of George P. Bidder
(1863–1954). This happened when the
Marine Biological Association of the
United Kingdom added a physiology
department to its Plymouth laboratory.
Initially the impact of the physiology
department was limited but after 1923
the number of visiting researchers and
papers published started to rise signifi-
cantly. One of the reasons for this was
the establishment of the British Journal
of Experimental Biology and the Society
for Experimental Biology in 1923, where
the main protagonists were Francis A.E.
Crew (1886–1973), Lancelot Hogben
(1895–1975), Julian Huxley (1887–1975)
and few of their friends. These institu-
tions were responsible for increasing
the profile of experimental zoology in
Britain in the coming years. The journal
was initially faced with financial and
editorial problems that were solved in
1925 when Crew, Hogben and Huxley
joined forces with Bidder and James
Gray (1891–1975) to merge the BJEB
with the Biological Proceedings of the
Cambridge Philosophical Society. Contrary
to Garland Allen’s thesis that the rise of
experimental zoology in the US was
characterised by a revolt for morphology,
the British story reveals that the experi-
mental zoologists were not revolting
against morphology as such, but mor-
phology influenced by Ernst Haeckel’s
(1834–1919) recapitulation theory.