Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 72 með fervikagreiningu (analysis of variance), stigskipt eftir litnunar- hópum (tvílitna fjalldrapi, þrílitna blendingar og ferlitna ilmbjörk) og einstaklingum innan hvers hóps. Talning afbrigðilegra frjókorna Um það bil þúsund frjókorn frá hverju tré/runna voru skoðuð og öll afbrigðileg frjókorn talin, flokk- uð og skráð. Jafnframt var metið hvort frávik frá eðlilegu útliti teldist „vansköpun“, þ.e. frávik sem orðið hefur við myndun frjókornsins eða „skemmd“ sem líklega hefur orðið síðar. Í ellefu tilvikum þar sem frjókornum af sama einstaklingi var safnað bæði vorið 2004 og 2005 var talið í báðum sýnunum. Niðurstöður Meðalþvermál ilmbjarkarfrjókorn- anna í þessari rannsókn var 24,2 µm en fjalldrapa frjókornanna 20,4 µm (1. tafla). Meðalþvermál frjókorna af þrílitna blendingum var minnst, eða 20,1 µm. Fervikagreining sýndi marktækan mun á meðalþvermáli litnunarhópa (P = 0,013). Tukey’s HSD samanburðarpróf sýndi að munurinn milli ilmbjarkar og fjall- drapa annars vegar og milli ilm- bjarkar og blendinga hins vegar var marktækur (P < 0,001), en munur á milli þrílitna blendinga og fjall- drapa var ekki marktækur. Stærðin var normaldreifð innan hvers hóps (ilmbjarkar, fjalldrapa og blendinga) og töluverð skörun milli þeirra (3. mynd a). Sömu próf voru notuð til að meta meðal dýpt frjópípugatsins (3. mynd b) og leiddu í ljós að munur var marktækur milli ilmbjarkar og fjalldrapa en ekki milli ilmbjarkar og blendinga. Hlutfall milli þvermáls og frjópípugats (D/P) var lægst meðal blendinganna, munur milli hópa var marktækur en skörun á stærðardreifingu mikil (3. mynd c). Samanburður á stærð frjókorna ellefu einstaklinga vorið 2004 við stærð frjókorna sömu einstaklinga vorið 2005 leiddi ekki í ljós neinn marktækan mun, hvorki á þvermáli né dýpt frjópípugats. Ekki komu fram skýrar vísbend- ingar um mismunandi stærð frjó- kornanna eftir landshlutum. Aðeins fáir einstaklingar úr hverjum litn- unarhópi komu frá hverju skóglendi svo að takmarkaðir möguleikar voru á frekari greiningu eftir upp- runastað. Afbrigðileg frjókorn Um það bil eitt þúsund frjókorn í hverju sýni voru skoðuð með tilliti til þess hvort útlit þeirra viki frá því sem telja má dæmigert fyrir birkifrjó- korn. Þegar þessi frávik voru flokk- uð kom í ljós að algengasta missmíði á frjókornunum var að frjópípugöt voru fjögur í stað þriggja. Um 88% af heildarfjölda frjókornanna voru talin „eðlileg“, þ.e. þau voru heil, hnöttótt, yfirborðið slétt og þau höfðu þrjú frjópípugöt. Um 6% frjókornanna voru talin „skemmd“, annaðhvort af umhverfisástæðum eða meðferð sýnanna. Þar með voru talin skorpin, brotin og flöt frjókorn. Önnur 6% frjókornanna voru talin „vansköp- uð“. Þar voru talin öll frjókorn sem ekki höfðu þrjú frjópípugöt auk þeirra sem höfðu þykkildi á vegg eða voru samvaxin. Þessir gallar á frjókornum skiptust misjafnlega niður eftir litningafjölda (4. mynd). 3. mynd. Stærðardreifing birkifrjókorna eftir litningafjölda. a: Þvermál, b: Dýpt frjópípugats og c: Hlutfallið milli þvermáls og frjópípugats. – Frequency distribution of Betula pollen diameters by ploidy groups. a: Diameter, b: Pore-depth, c: D/P ratio. Red: Betula nana, green: B. pubescens, blue: hybrids. 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 T í ni vermál frjókorna ( m) Fjalldrapi Ilmbjörk Blendingar a 0 1 2 3 4 5 6 Tí ni D pt frjópípugats ( m) b 2 4 6 8 10 12 14 16 Tí ni Hlutfall vermáls/d ptar frjópípugats (D/P) c 1. tafla. Meðalstærð frjókorna. – Mean sizes of pollen. * Milli trjáa/runna. – Among individual trees/shrubs. Tegund og litningafjöldi – Species and chromosome number Fjöldi trjáa – No. of trees Fjöldi frjókorna – No. of pollen grains Þvermál D (µm) – Diameter meðaltal SD* (mean -x̄) Frjópípugat P (µm) – Pore depth meðaltal SD* (mean -x̄) D/P-hlutfall – D/P proportion meðaltal SD* (mean -x̄) Fjalldrapi - B. nana 28 31 3998 20,4 1,6 2,2 0,2 9,5 0,9 Blendingar - hybrids 42 22 2828 20,1 1,3 2,8 0,4 7,5 1,0 Ilmbjörk - B. pubescens 56 39 5023 24,2 1,5 2,8 0,3 8,8 0,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.