Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 39
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á öndverðum áttunda áratugnum en árið 2003.8 Stærstur hluti aflans er veiddur í gildrur, þar sem beitt er ferskum fiski af ýmsu tagi, en auk þess kemur smávegis sem meðafli við botnvörpuveiðar.7,9 Hold- og vöðvanýting tösku- krabba er mismunandi eftir árstíma og kyni en er að jafnaði 30% af heildarþunga. Þar af er brúnt hold („lifur“ og kynkirtlar) úr búk krabb- ans um 20% og hvítur vöðvi úr klóm og útlimafestingum í búk alls 10%. Við vinnslu er krabbinn ávallt soðinn fyrst en síðan skelflettur. Skelflettur krabbi er einkum frystur en einnig í minna mæli lagður niður. Sömuleiðis eru lagaðar krabbakök- ur og búin til krabbakæfa. Þá er töskukrabbi einnig seldur ferskur eða lifandi.7 Tannkrabbi Í september 2005 veiddu netabát- arnir Glófaxi VE 300 og Portland VE 97 tvo óvenjulega krabba austan Vestmannaeyja. Krabbarnir fengust á Kötlugrunni (63°19’N–18°22’V) á 119 m dýpi og í Eyjafjallasjó (63°27’N–19°48’V), á 95 m dýpi. Báðir voru karldýr, 182 mm og 193 mm að breidd. Þeir voru greind- ir sem Cancer bellianus Johnson, 1861 og gefið nafnið tannkrabbi (3. mynd). Höfundar greindu og lýstu kröbbunum af myndum sem Valur Bogason, útibússtjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar í Vestmanna- eyjum, tók á Náttúrugripasafni Vest- mannaeyja. Síðan hafa veiðst fjórir tannkrabbar til viðbótar á svipuðum slóðum, nú síðast kvendýr með eggjum undir hala í október 2008 (munnleg heimild: Kristján Egilsson). Á safninu eru sex lifandi tannkrabb- ar og verður fróðlegt að fylgjast með vexti þeirra og viðgangi, t.d. hvort kvenkrabbinn, sem er staðfesting á hrygningu hér við land, nær að klekja út lirfum úr eggjum sínum þegar þar að kemur. Einn tannkrabbi veiddist á línu árið 1959, 21 sjómílu suður af Vestra- horni við Hornafjörð. Dr. I. Gordon á Þjóðminjasafni Bretlands (British Museum, Natural History) greindi síðan þennan krabba af myndum sem hann fékk sendar frá dr. Finni Guðmundssyni.10 Lýsing Tannkrabba svipar til töskukrabba að lögun en bakskjöldur er hins vegar mjög ósléttur, flekkóttur, rauðbrúnn og ljósleitur, með djúp- um rákum og alþakinn smærri ljós- leitum hnúðum. Rönd skjaldar er einnig ljósleit og frambrún skjald- arins er greinilega mörkuð með tíu tenntum geirum hvorum megin og er nafn krabbans dregið af þeim. Gripklærnar eru mjög sterklegar, jafnstórar og svartar fremst. Þriðji liður gripklóa er ennfremur með tvær tennur að ofanverðu, ólíkt töskukrabba (1. og 3. mynd). Útbreiðsla Skráðir fundarstaðir tannkrabba til þessa eru allir í Norðaustur-Atlants- hafi, þ.e. við Suðausturland eins og áður greinir, Hjaltland, Rockall, Vestur-Írland og suður til Biskaja- flóa, Portúgals, Asoreyja, Madeira og Kanaríeyja. Hann hefur veiðst á 40–600 m dýpi og lifir því dýpra en töskukrabbi, en ólíkt honum virðist útbreiðsla strjál og aðeins tiltölulega fá eintök hafa veiðst (2. mynd). Lítið er vitað um líffræði tannkrabbans en hann virðist ná kynþroskaaldri við um 100 mm lengd og 150 mm breidd. Nytjar eru engar.10 Klettakrabbi Á árunum 2006–2008 hefur kletta- krabbi (Cancer irroratus Say, 1817) fengist í Faxaflóa (Hvalfjörður, Álftanes) og Breiðafirði (Breiða- sund, Suðurflói), bæði við köfun og í fjöruskoðun, í gildrur og veiði- plóga (munnl. heimildir: Jörundur Svavarsson, Kristinn Guðmunds- son, Róbert Arnar Stefánsson og Hrafnkell Eiríksson). Engar heim- ildir eru um að þessi krabbi hafi fengist áður hér við land og gæti því verið um að ræða athyglisverð- an nýbúa á Íslandi, ekki síst vegna mögulegra nytja þegar fram líða stundir (4. mynd). Lýsing Nokkuð hefur borið á ruglingi í umfjöllun um klettakrabba í Hval- firði og víðar og hann almennt geng- ið undir nafninu töskukrabbi. Þó að þessir krabbar séu náskyldir eru þeir um margt ólíkir. Töskukrabbi lifir í heitari sjó og er t.d. ekki 3. mynd. Tannkrabbi (Cancer bellianus). Ljósm./Photo: Kristján Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.