Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 70 Náttúrufræðingurinn 77 (3–4), bls. 70–75, 2009 Lilja Karlsdóttir, Margrét Hallsdóttir, Ægir Þór Þórsson og Kesara Anamthawat-Jónsson Frjókorn fjalldrapa og ilmbjarkar á Íslandi Íslenska ilmbjörkin (Betula pubescens) er lágvaxnari og kræklóttari en sama tegund víða í nágrannalöndunum. Á norðurslóðum finnst slíkt birkikjarr víða og er kallað fjallabirki sem tilheyrir undirtegundinni B. pubescens ssp. tortuosa. Talið er að útlit fjallabirkisins tengist kynblöndun ilmbjarkar og fjalldrapa (Betula nana). Tegundirnar hafa ólíka litningatölu; ilmbjörk er ferlitna með 56 litninga en fjalldrapi er tvílitna með 28 litninga. Fundist hafa þrílitna blendingar með 42 litninga og þetta þrílitna birki er nokkuð algengt í náttúruskóglendi á Íslandi. Birki er vindfrævað og frjókornaframleiðsla því mikil. Frjókorn hafa sterkan ytri vegg (exine) sem varðveitist í jarðlögum og því eru rannsóknir á frjókornum í seti og mó notaðar til þess að rekja gróður- og veðurfarssögu. Lítill munur er á útliti ilmbjarkar- og fjalldrapafrjókorna en mikilvægt að greina þau að í slíkum rannsóknum. Við mældum frjókorn frá 39 ilmbjarkar-, 31 fjalldrapa- og 22 blendingsplöntum til þess að finna sérkenni þeirra. Munur á stærð frjókorna ilmbjarkar og fjalldrapa var minni en oft hefur mælst, því áhrif erfðablöndunar koma skýrar fram þegar litn- ingatala er notuð við aðgreiningu tegunda en ekki útlit. Við fundum einnig sérkenni á frjókornum blendinganna sem oft voru á einhvern hátt skemmd eða vansköpuð. Mögulegt er að nýta þessar niðurstöður til þess að rekja sögu birkis á Íslandi og varpa ljósi á tilurð fjallabirkisins. 1. mynd. Þrílitna blendingur ilmbjarkar og fjalldrapa við Hreðavatn. Uppréttir kven- reklar og karlrekill í skugga fremst á mynd. – A triploid Betula hybrid by the lake Hreðavatn. Female catkins (upright) and a male catkin in the foreground. Ljósm./Photo: Kesara Anamthawat-Jónsson. Ritrýnd grein Inngangur Þegar við hugsum um íslenska skóga sjáum við fyrir okkur birkiskóglendi, sumt með nokkurra metra háum trjám en annað svo lágvaxið að við hendum gaman að. Síðustu tíu- þúsund árin hefur ilmbjörk (Betula pubescens Ehrh.) verið eina trjáteg- undin sem myndað hefur skóga á landinu og þess vegna verið mjög mikilvæg í vistfræðilegu tilliti. Smá- vaxnari tegund af sömu ættkvísl, fjalldrapi (B. nana L.), vex einnig í flestum landshlutum, jafnvel hátt til fjalla, og sums staðar finnast plöntur sem líkjast báðum þessum tegund- um svo mikið að erfitt getur verið að greina til hvorrar tegundarinnar þær ættu að teljast1 (1. mynd). Langt er síðan menn tók að gruna að birkitegundirnar tvær, ilmbjörk og fjalldrapi, blönduðust og að ef til vill væri blöndunin ástæða þess hve mikið er um lágvaxið og kræklótt birki á Íslandi.2 Birkið er vindfrævað og framleiðir því gífurlegt magn frjókorna sem dreifast langar leiðir á hverju vori. Veggur frjókornanna er gerður úr sterku efni sem ver þau fyrir hnjaski í dreifingunni. Ef frjókorn fellur á fræni í blómi sömu tegundar vex frjópípa út um gat á veggnum og frjóvgar blómið. Þau frjókorn sem falla annars staðar þorna upp og deyja en í stöðuvötnum og votlendi er líklegt að frjóveggurinn geymist óskemmdur, jafnvel í milljónir ára. Setlög og mór geyma því upplýs- ingar um gróðurfar liðinna tíma.3 Lítill munur er á gerð og útliti frjókorna birkitegundanna tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.