Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 13
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags rándýrum á bráð, sem þeir sjálfir ráða ekki við, í von um að njóta leifanna. Eins vísa þeir stundum rándýrum, svo sem úlfum, tófum eða kattardýrum, á hræ dýra með of þykkt skinn til að hrafnarnir komist að holdi þeirra. Í sömu heimild2 er annað dæmi um mark vissa hegðun hrafna, sem vissulega staðfestir félags eðli þeirra en kannski ekki rökhugsun: Ökumaður á leið um þurra auðn í Kaliforníu ók þar að sem heljarstór geymir stóð við veginn, með vatni til að dæla á vatnskassa bifreiða sem ofhitnað hefðu undir eyðimerkur- sólinni. Neðan úr geyminum var stútur með láréttum armi á krana sem veitti vatni úr geyminum þegar arminum var ýtt niður. Maðurinn tók eftir einhverju óvenjulegu umstangi hjá vatns- geyminum. Þegar nær dró sá hann hrafn vega salt á kranaarminum og ýta honum niður með eigin þunga. Og undir bununni baðaði annar hrafn út vængjum og fótum í sval- andi steypibaði! Svartkráka (Corvus corone) líkist hrafni en er minni. Um hana skráir David Attenborough þetta: Kannski nota engir fuglar sér hag- ræði borgarlífsins betur en svart- krákurnar sem búa í Japan. Mikið er um fugla af þessari tegund í fjöllum og skógum Japans, en þeir hafa líka tekið sér bólfestu í borg- til að reyna að nota ísmola eða brotna ljósaperu. Slíkir hlutir raðast ekki saman með þeirri hreiðurgerð- artækni sem fuglinum er eðlislæg, og fljótlega kennir reynslan honum að velja rétt efni í hreiðrið. Ýmsir smáfuglar rata hins vegar af eðlis- hvöt á rétt efni til hreiðurgerðar.4 Lengi vanmátu menn skynsemi fuglanna af því að heilabörkurinn, sem er jafnan því stærri hluti heil- ans í spendýrum sem þau teljast skynugri, er lítt þroskaður í fuglum. Nú þykjast menn sjá að gáfur fugla tengist öðrum hluta heilans, sem er til dæmis áberandi í hröfnum.b Talnaglöggir fuglar Einn mælikvarði á greind dýra er hæfni þeirra til að telja. Þekkt- ur þýskur atferlis fræð ingur, Otto Koehler, var til loka síðari heims- styrjaldar prófessor þar sem þá var Königs berg í Þýskalandi en heitir nú Kalíníngrad í Rúss landi, á milli Póllands og Litháens. Árið 1943 prófaði Koehler tölvísi tíu ára gamals einka hrafns síns, sem Jakob hét. Hann sýndi honum skálar með mismörgum blettum á lokinu, lét mat í eina skálina og lagði á hana lok þar sem Jakob sá til, ruglaði svo innbyrðis stöðu skálanna án þess að krummi sæi. Jakob rataði á rétta skál með allt að sjö blettum.2 Öðrum mun hafa tekist að kenna tömdum páfagauk að telja upp að átta. Sumir fuglar verpa ákveðnum fjölda eggja í hreiðrið – mismörgum eftir tegund – og hætta svo. Ef egg er fjarlægt á varptíma verpur kerlan nýju í staðinn, en ef aukaeggi er laumað í hreiðrið hættir hún að verpa þegar réttum fjölda er náð. Þarna verður fjöldaskynið kannski rakið til greiningar á formi fremur en til tölfræði. Fuglinn hefði þá á einhvern hátt í huganum mynd af því hvernig fullorpið hreiður á að líta út. Gaukskerlan færir sér þetta í nyt þegar hún fleygir eggi úr hreiðri verðandi fósturforeldra áður en hún verpur sínu eggi (3. mynd).3 um. Árið 1990 uppgötvuðu krák- ur sem bjuggu í borginni Sendai einhvern veginn að grænu kúlur- nar sem héngu í limi val hnotu- trjáa meðfram nokkrum strætanna höfðu inni að halda bragðgóða hnetukjarna. En þótt þær séu með sterkt nef miðað við krákur almennt, voru þær ófærar um að brjóta skurnina. Ekki brotnuðu hneturnar heldur þótt þær væru látnar falla til jarðar úr lofti, en þeirri tækni beita krákurnar við að brjóta skurn eða skeljar utan af öðru góðgæti. Umferðin á borgar- strætunum færði þeim lausnina. Nokkrar krákur bíða við um- ferðar ljós við einhver gatnamót með valhnetu í nefinu. Þegar rauða ljósið kviknar fljúga þær niður og láta hnet urnar fyrir fram- an bílana. Svo kemur grænt ljós, bílarnir aka yfir hneturnar, og þegar rautt ljós kemur að nýju stökkva krákurnar út á götuna og tína upp kjarnaagnirnar, áður en bílarunan leggur af stað á ný.3 Erfiðara er að átta sig á greind fugla en spendýra, til dæmis apa eða höfrunga, þar sem margt í fari fuglanna er samsett úr meðfæddri eðlisávísun og reynsluþekkingu á annan hátt en hjá spendýrum. Blá- hrafn (Corvus frugilegus) og dverg- kráka (C. monedula) raða til dæmis greinum og grasviskum saman í hreiður með fastmótuðum hreyf- ingum sem greinilega mótast af eðlishvöt. En óreyndur fugl kann ekki að velja efni í hreiðrið og á b Með endurskoðun sem nú fer fram á gerð og hlutverki fuglsheilans hafa svæði hans verið afmörkuð öðruvísi en áður og að hluta hlotið ný fræðiheiti. Sá partur heilans þar sem helstu gáfnamiðstöðina virðist vera að finna kallaðist áður hyperstriatum en í nýjum ritum kemur hugtakið hyperpallium æ oftar fyrir. 2. mynd. Útbreiðsla hrafns.1

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.