Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 23
87 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags dýrafræðinnar“. Journal of Genetics var um þessar mundir eina breska líffræðitímaritið sem að öllu leyti var helgað tilraunum, en þar sem það einskorðaðist við erfðafræði áttu tilraunadýrafræðingar ekkert erindi þangað. Á sama tíma gátu bandarískir tilraunadýrafræðingar valið um að birta greinar í Journal of Experimental Zoology, Biological Bulletin og Journal of General Physi- ology. Af þessum sökum höfðu breskir tilraunalíffræðingar ófull- nægjandi þekkingu á því sem var að gerast á þeirra fræðasviði. Þetta gat að mati ritnefndarinnar dregið mjög úr áhrifum tilraunanálgunar- innar, sem talin var „nauðsynleg fyrir frekari þróun líffræðinnar í Bretlandi“. Á sama tíma var alltaf að koma betur í ljós að vandamál þróunarfræðinnar yrðu ekki leyst með því að styðjast einungis við formfræði. Þar yrði tilraunalíffræð- in einnig að koma við sögu. Með þetta í huga var ákveðið að stofna BJEB. Tilkynnti ritnefndin að tekið yrði á móti greinum þar sem fengist væri við samanburðarlífeðlisfræði, tilraunaþroskunarfræði, erfðafræði og dýraatferli, auk „frumu-, form- og vefjafræðilegra greina sem varpa ljósi á tilraunavandamál“.48 Sú stað- reynd að formfræðilegar greinar voru ekki útilokaðar endurspeglar hugmyndirnar sem Hogben og Crew voru búnir að móta árið áður og miðuðu að því að „skilja ekki á milli tilraunadýrafræði og hjálp- legrar formfræði“.49 Fyrsta hefti BJEB kom út í október 1923 og var Crew fram- kvæmdastjóri tímaritsins. Ákvörðun um birtingu greina var tekin af rit- nefndinni. Titill tímaritsins bar það með sér að einnig átti að höfða til breskra grasafræðinga, enda stóðu þeir, eins og fram hefur komið, dýrafræðingunum miklu framar í beitingu lífeðlisfræðilegrar nálg- unar í rannsóknum sínum. Raunin varð hins vegar sú að af samtals 169 greinum í fyrstu fimm árgöngum tímaritsins fjölluðu einungis níu um rannsóknir á plöntum (1: 3/28, 2: 3/28, 3: 1/19, 4: 1/30, 5: 1/32, 6: 0/32). Þótt miklar vonir hafi verið bund- nar við stofnun BJEB, voru blikur á lofti. Í upphafi þriðja áratugarins var dýrafræðideildin í Cambridge helsta miðstöð tilraunadýrafræði- rannsókna í breskum háskólum. Rannsóknastarfið var leitt af dýra- fræðingnum James Gray (1891–1975), sem fyrir stríðið hafði sérhæft sig í tilraunaþroskunarfræði.13 Eitt af tímaritunum sem tilraunadýrafræð- ingar í Cambridge gátu birt í var Proceedings of the Cambridge Philo- sophical Society. Til þess að auðvelda birtingu líffræðilegra rannsókna sem gerðar voru í Cambridge ákvað heimspekifélagið þar (Cambridge Philosophical Society) sumarið 1923 að hefja útgáfu sérstaks líffræði- tímarits. Gray var upphafsmaður hugmyndarinnar og fyrsti og eini ritstjóri tímaritsins, sem gefið var út á árunum 1923–1925.34 Ekki eru til nein gögn sem varpað gætu ljósi á ástæðu þess að Hogben, Huxley og Crew leituðu ekki eftir sam- starfi við tilraunadýrafræðingana í Cambridge. Áhrifanna af þessu gætti hins vegar strax því stofnun Biological Proceedings of the Cambridge Philosophical Society varð til þess að dýrafræðingarnir í Cambridge birtu engar greinar í BJEB. Klofningurinn í hinu smáa samfélagi tilraunadýra- fræðinga í Bretlandi átti eftir að hafa slæm áhrif á framtíð BJEB. Hvað sem þessum klofningi leið þá var nauðsynlegt fyrir ritnefnd- ina að koma á samstarfi við dýra- fræðingana í Cambridge. Samhliða stofnun BJEB var ákveðið að setja á laggirnar félag til þess að styðja við tímaritið og auka veg tilrauna- líffræðinnar, enda var hugmyndin að fá breska grasafræðinga í félagið. Huxley hafði einhverjar efasemdir um aðkomu Cambridge-háskóla að félaginu, sérstaklega hvort bjóða ætti í ritnefndina lífeðlisfræðiprófessor- num Joseph Barcroft (1872–1947),50 sem kunnastur var fyrir rannsóknir sínar á súrefnisbindingu í blóði mannsins, en hafði í upphafi þriðja áratugarins fengið áhuga á súr- efnisbindingu í hryggleysingjum. Í viðleitni sinni til að telja Huxley hughvarf benti Crew á að spurning- in stæði einungis um hvort „félag með okkur og Cambridge hjálpar breskri líffræði“.51 Huxley lét um síðir í minni pokann. Hogben var falið að skipuleggja stofnráðstefnu félagsins, enda var hann sá eini sem var „innvígður í báðar fylk- ingar (dýrafræði og lífeðlisfræði)“.52 Í byrjun desember var tilkynning um ráðstefnuna send út. Auk dag- skrár ráðstefnunnar, sem innihélt 13 14. mynd. Francis A.E. Crew (1886–1973), breskur erfðafræðingur (þriðji frá vinstri).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.