Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 102 of Iceland“4 er að finna athugasemd um að Bjarni Sæmundsson5 hafi minnst á krabba af þessari tegund norður af Íslandi, en höfundar eru sammála um að það dýr hafi borist til landsins sem matvæli, með far- þegaskipi frá Danmörku eða Noregi. Þessi skýring er mjög líkleg þar sem sjávarhiti við norðanvert Ísland er mun lægri en á nyrstu þekktu útbreiðslusvæðum í Noregi. Öðru máli gegnir um suðurströnd lands- ins þar sem sjávarhiti er svipaður og við vesturströnd Noregs. Lýsing Töskukrabbinn frá árinu 2004 er karldýr með dæmigerðan sléttan bakskjöld og er frambrún skjald- arins greinilega mörkuð með tíu ávölum geirum hvorum megin. Bakskjöldurinn er sporöskjulaga, 107 mm að lengd og 170 mm að breidd. Þyngdin var 705 g, reynd- ar eftir að krabbinn hafði verið á þurru í um eina klukkustund auk þess sem á hann vantaði þriðja fót hægra megin og fimmta fót vinstra megin. Liturinn er rauðbrúnn með svörtu á gripklónum og gulhvítur á kvið. Gripklærnar eru afar sterkleg- ar en þær eru heldur stærri á karl- en kvendýrum. Stífir hárbrúskar liggja í röðum eftir fótapörunum og síðasti liðurinn endar í oddmjóum broddi. Skjaldarbreidd töskukrabba getur orðið allt að 300 mm en er þó yfirleitt ekki mikið yfir 200 mm. Hámarksþyngd er um 4 kg.6 Töskukrabbi er stærsti nytjakrabb- inn í Evrópu ef undan er skilinn að- flutti kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) í Barentshafi. Lífshættir og útbreiðsla Útbreiðslusvæði töskukrabba er við strendur Vestur-Evrópu utan Eystrasalts, allt norðan frá Lófót í Noregi, við Hjaltland og suður með Vestur-Evrópu til norðvesturstrand- ar Afríku. Einnig finnst hann í Mið- jarðarhafi austur til Eyjahafs. Ein- takið sem lýst er í greininni veiddist lifandi og því er hér skjalfestur nýr fundarstaður tegundarinnar og um leið stækkun útbreiðslusvæðis hennar (2. mynd). Töskukrabbinn heldur sig á grunnsævi, allt niður á 100 m dýpi, og er hann nokkuð hreyfanlegur. Dæmi eru um að kvendýr fari allt að 300 km vegalengd á 12–18 mánuðum til að safnast saman á ákveðnum gotstöðum með sendnu undirlagi. Karldýrin halda hins vegar meira kyrru fyrir, helst á hörðum botni. Hrygning er einkum að haustlagi og ber hrygnan eggin á sér allan veturinn, í u.þ.b. sjö mánuði. Lirfurnar eru sviflægar í efri lögum sjávar í 1–2 mánuði og rekur þannig með straumum. Þegar ákveðnum þroska er náð koma lirfurnar sér fyrir í þaraskógi til uppvaxtar. Kynþroska er síðan náð við 5–6 ára aldur. Fæða krabbans er af ýmsu tagi; hann er aðallega rándýr sem étur m.a. fiska, skeldýr og orma en einnig er hann að ein- hverju leyti hrææta.6,7 Veiðar og nýting Skráður heildarafli af töskukrabba í Evrópu hefur fjórfaldast á síðast- liðnum 50 árum og á 10 ára tímabili, 1994–2003, jókst aflinn úr um 30.000 tonnum í 46.000 tonn. Langmest er veitt við Bretland, eða 21.600 tonn árið 2003, einkum í Ermasundi og við austurströnd Englands og Skotlands. Þar á eftir koma Írland með 11.500 tonn, Frakkland 5.900 tonn og Noregur 4.900 tonn. Veiðin hjá þessum þjóðum hefur farið ört vaxandi á síðari árum, nema í Frakk- landi þar sem hún var tvöfalt meiri 2. mynd. Útbreiðslusvæði töskukrabba (blátt), tannkrabba (rautt) og klettakrabba (grænt) í Norður-Atlantshafi ásamt nýjum fundarstöðum við Ísland. – The distribution of Cancer pagurus (blue), C. bellianus (red) and C. irroratus (green) including the new Icelandic records.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.