Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 38
Náttúrufræðingurinn 102 of Iceland“4 er að finna athugasemd um að Bjarni Sæmundsson5 hafi minnst á krabba af þessari tegund norður af Íslandi, en höfundar eru sammála um að það dýr hafi borist til landsins sem matvæli, með far- þegaskipi frá Danmörku eða Noregi. Þessi skýring er mjög líkleg þar sem sjávarhiti við norðanvert Ísland er mun lægri en á nyrstu þekktu útbreiðslusvæðum í Noregi. Öðru máli gegnir um suðurströnd lands- ins þar sem sjávarhiti er svipaður og við vesturströnd Noregs. Lýsing Töskukrabbinn frá árinu 2004 er karldýr með dæmigerðan sléttan bakskjöld og er frambrún skjald- arins greinilega mörkuð með tíu ávölum geirum hvorum megin. Bakskjöldurinn er sporöskjulaga, 107 mm að lengd og 170 mm að breidd. Þyngdin var 705 g, reynd- ar eftir að krabbinn hafði verið á þurru í um eina klukkustund auk þess sem á hann vantaði þriðja fót hægra megin og fimmta fót vinstra megin. Liturinn er rauðbrúnn með svörtu á gripklónum og gulhvítur á kvið. Gripklærnar eru afar sterkleg- ar en þær eru heldur stærri á karl- en kvendýrum. Stífir hárbrúskar liggja í röðum eftir fótapörunum og síðasti liðurinn endar í oddmjóum broddi. Skjaldarbreidd töskukrabba getur orðið allt að 300 mm en er þó yfirleitt ekki mikið yfir 200 mm. Hámarksþyngd er um 4 kg.6 Töskukrabbi er stærsti nytjakrabb- inn í Evrópu ef undan er skilinn að- flutti kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) í Barentshafi. Lífshættir og útbreiðsla Útbreiðslusvæði töskukrabba er við strendur Vestur-Evrópu utan Eystrasalts, allt norðan frá Lófót í Noregi, við Hjaltland og suður með Vestur-Evrópu til norðvesturstrand- ar Afríku. Einnig finnst hann í Mið- jarðarhafi austur til Eyjahafs. Ein- takið sem lýst er í greininni veiddist lifandi og því er hér skjalfestur nýr fundarstaður tegundarinnar og um leið stækkun útbreiðslusvæðis hennar (2. mynd). Töskukrabbinn heldur sig á grunnsævi, allt niður á 100 m dýpi, og er hann nokkuð hreyfanlegur. Dæmi eru um að kvendýr fari allt að 300 km vegalengd á 12–18 mánuðum til að safnast saman á ákveðnum gotstöðum með sendnu undirlagi. Karldýrin halda hins vegar meira kyrru fyrir, helst á hörðum botni. Hrygning er einkum að haustlagi og ber hrygnan eggin á sér allan veturinn, í u.þ.b. sjö mánuði. Lirfurnar eru sviflægar í efri lögum sjávar í 1–2 mánuði og rekur þannig með straumum. Þegar ákveðnum þroska er náð koma lirfurnar sér fyrir í þaraskógi til uppvaxtar. Kynþroska er síðan náð við 5–6 ára aldur. Fæða krabbans er af ýmsu tagi; hann er aðallega rándýr sem étur m.a. fiska, skeldýr og orma en einnig er hann að ein- hverju leyti hrææta.6,7 Veiðar og nýting Skráður heildarafli af töskukrabba í Evrópu hefur fjórfaldast á síðast- liðnum 50 árum og á 10 ára tímabili, 1994–2003, jókst aflinn úr um 30.000 tonnum í 46.000 tonn. Langmest er veitt við Bretland, eða 21.600 tonn árið 2003, einkum í Ermasundi og við austurströnd Englands og Skotlands. Þar á eftir koma Írland með 11.500 tonn, Frakkland 5.900 tonn og Noregur 4.900 tonn. Veiðin hjá þessum þjóðum hefur farið ört vaxandi á síðari árum, nema í Frakk- landi þar sem hún var tvöfalt meiri 2. mynd. Útbreiðslusvæði töskukrabba (blátt), tannkrabba (rautt) og klettakrabba (grænt) í Norður-Atlantshafi ásamt nýjum fundarstöðum við Ísland. – The distribution of Cancer pagurus (blue), C. bellianus (red) and C. irroratus (green) including the new Icelandic records.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.