Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 7
71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
(2. mynd). Ilmbjörkin hefur heldur
stærri frjókorn, með þykkari vegg
og meiri umbúnaði umhverfis frjó-
pípugötin. Við frjógreiningu hafa
vísindamenn ýmist stuðst við útlitið
eingöngu eða notað mælingar á
þvermáli frjókornanna til þess að
aðgreina tegundirnar. Til að auð-
velda þessa vinnu hafa mælingar
verið gerðar á stærð frjókorna úr lif-
andi birkiskógum, til dæmis í stórri
rannsókn sem Eeva Mäkelä gerði í
Finnlandi.4 Með rannsókninni sem
hér er greint frá vildum við svara
spurningum um frjókorn íslenska
birkisins á svipaðan hátt. Við leit-
uðum svara við því hvort stærð og
lögun íslenskra birkifrjókorna væri
eins og í nálægum löndum, hvort
erfðablöndun hafi dregið úr mis-
mun á frjókornum fjalldrapa og ilm-
bjarkar á Íslandi og hvort frjókorn
tegundablendinga hafi sérkenni
sem hægt væri að þekkja.
Ilmbjörk og fjalldrapi hafa ólíka
litningatölu. Fjalldrapinn er tvílitna
tegund og í hverjum frumukjarna
hans eru 28 litningar. Ilmbjörkin
er aftur á móti ferlitna og hefur 56
litninga. Þessi mismunur á magni
erfðaefnis er meðal þess sem veldur
stærðarmun frjókornanna. Við kyn-
blöndun, þegar frjókorn ilmbjarkar
frjóvgar blóm fjalldrapa eða öfugt,
verða til þrílitna einstaklingar með
42 litninga. Í rannsókn okkar notuð-
um við litningafjölda í ungum lauf-
blöðum til þess að tegundagreina
einstaklingana sem frjókornin voru
fengin af með aðferð sem þróuð var
í tengdri rannsókn5. Með því móti
mátti bera saman frjókorn í þremur
flokkum birkis, tvílitna fjalldrapa,
þrílitna blendingum og ferlitna ilm-
björk, óháð útlitseinkennum hverrar
plöntu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar
hafa verið birtar í tveimur greinum;
önnur fjallar um mismun á frjókorn-
um ilmbjarkar og fjalldrapa6 en
hin um sérkenni blendingsfrjókorn-
anna.7 Í þessari grein er markmið
okkar að tengja saman niðurstöður
frjókornamælinga úr öllum litnunar-
hópunum og fjalla um gildi rann-
sóknarinnar.
Aðferðir
Efniviður
Frjókornin voru af plöntum sem
notaðar voru í víðtækari rannsókn á
birki og uxu á tíu skóglendissvæðum
víðsvegar um landið. Vali á stöðum
og plöntum er lýst í greinum eftir
Ægi Þór Þórsson.1,8 Staðirnir þar sem
frjókornum var safnað voru: Bifröst,
Kjálkafjörður, Kaldalón, Mývatn,
Ásbyrgi, Eiðar, Jökulsá í Lóni, Skafta-
fell, Brekkuskógur og Reykjanes.
Skóglendi voru valið þannig að sýni
fengjust úr sem flestum landshlutum
en að sýnatökustaðir væru jafnframt
aðgengilegir á blómgunartíma teg-
undanna. Allar plönturnar höfðu
verið metnar með tilliti til útlitsein-
kenna og tegundagreindar með litn-
ingatalningu. Frjókorn voru ýmist
fengin af blómstrandi plöntum vorið
2004 eða 2005. Sýni af frjókornum
nokkurra trjáa og runna voru tekin
bæði árin til þess að kanna hvort
breytileiki væri í stærð frjókorna
milli ára. Ýmist voru fullþroskaðir
karlreklar teknir beint af plöntunum
eða greinar með hálfþroskuðum
reklum teknar og látnar standa
í vatni innanhúss meðan blómin
náðu fullum þroska. Alls voru mæld
frjókornasýni af 92 plöntum þar sem
áhersla var lögð á að ná sýnum af
sem flestum þrílitna blendingum en
tilviljun látin ráða vali einstaklinga af
ilmbjörk og fjalldrapa hvers svæðis.
Meðferð
Frjókornin voru meðhöndluð með
þeim aðferðum sem algengast er að
nota við frjókornasýni úr setlögum
og mó.3 Það felur í sér suðu í lút og
sýrum til þess að leysa upp setkorn
og eyða bergmylsnu og lífrænum
leifum öðrum en frjókornum. Efna-
meðferðin getur haft áhrif á stærð
frjókornanna og var hún notuð –
þrátt fyrir að um hrein frjókornasýni
væri að ræða – til þess að niðurstöð-
urnar yrðu sambærilegri við aðrar
rannsóknir. Að meðferð lokinni voru
hreinsuð frjókornin flutt í silíkon-
olíu.
Mælingar
Teknar voru smásjármyndir af
u.þ.b. 120 frjókornum frá hverri
plöntu í 400-faldri stækkun. Tvær
mælingar voru gerðar á hverju
frjókorni (2. mynd); annars vegar
var þvermálið mælt þar sem það
var mest, frá ytri brún totunn-
ar við eitt frjópípugatið og að
ytri brún gagnstæðs veggjar (D,
diameter), og hins vegar var dýpt
frjópípugatsins mæld frá ytri brún
totunnar að innri brún veggjarins
við hana (P, pore depth). Mæl-
ingar voru aðeins gerðar á heilum,
eðlilegum frjókornum með þrjú
frjópípugöt. Samanburður á meðal-
stærð frjókornanna var gerður
2. mynd. Birkifrjókorn. a: ilmbjörk, b: blendingur, c: fjalldrapi. Mælingar sýndar á a:
Þvermál (D) blá lína; dýpt frjópípugats (P) rauð lína. – Betula pollen grains. a: B. pu-
bescens, b: triploid interspecific hybrid, c: B. nana. Measurements in a: Diameter (D)
blue line; pore depth (P) red line.